Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Blaðsíða 39
19. ÞINGIÐ
19. þing Sjálfsbjargar, landssambands
fatlaðra, var haldið að Hrafnagilsskóla í
Eyjafirði, dagana 10.—12. júní s.l.
Þingfulltrúar voru 40 talsins frá tólf
félagsdeildum, en alls eru Sjálfsbjargar-
félögin þrettán.
Formaður landssambandsins, Theodór
A. Jónsson, minntist þess í ávarpsorðum
síum, að á þessu ári eru liðin 20 ár frá
stofnun fimm fyrstu félaganna. Fyrsta
Sjálfsbjargarfélagið var stofnað á Siglu-
firði hinn 9. júní 1958 og í kjölfar þess
fylgdu félög í Reykjavík, Á Isafirði, Akur-
eyri og í Árnessýslu.
Aðalmálefni 19. þingsins var húsnæðis-
mál fatlaðra og af því tilefni kom Sigurð-
ur E. Guðmundsson, framkvæmdastjóri
Húsnæðismálastofnunar ríkisins á þingið
og flutti erindi um húsnæðismál og lána-
möguleika til húsbygginga.
Að því loknu svaraði hann fyrirspurn-
um fundarmanna.
Þingið gjörði eftirfarandi ályktun um
húsnæðismál:
1. Þingið skorar á stjórn Húsnæðismála-
stofnunar ríkisins, að veita fötluðum
hæstu lán til kaupa á eldri íbúð, auk
láns til breytinga á húsnæði.
2. Við kaup á nýrri íbúð fái fatlaðir lán
frá Húsnæðismálastofnun ríkisins
með sömu kjörum og stofnunin veitir
til íbúða í verkamannabústöðum.
3. Neðstu hæðir í sambýlishúsum, þar
sem ekki eru lyftur, verði hannaðar
þannig, að íbúðir þar séu aðgengileg-
SJÁLFSBJÖRG 37