Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Page 44

Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Page 44
BJÖRGÚLUR ANDRÉSSON: "j álpartœkjabankinn Hjálpartækjabanki Rauða kross íslands og Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra. Almennt er þetta fyrirtæki nefnt Hjálp- artækjabankinn. Hjálpartækjabankinn er eins og fullt nafn hans bendir til í eigu Rauða kross ís- lands og Sjálfsbjargar, l.s.f. Hjálpartækjabankinn tók til starfa í júlímánuði árið 1976 og hefur því um þess- ar mundir starfað í um það bil tvö ár. I upphafi var starfsemin einkum sú að leigja út hjálpartæki, svo sem hækjustafi og hjólastóla. Fljótlega hóf Hjálpartækjabankinn einn- ig innflutning og sölu hjálpartækja, og er nú umboðsaðili fyrir fyrirtækið Ortopedia í Vestur-Þýskalandi. Framleiðsluvörur Ortopedia eru einkum hjólastólar, göngustafir, hækjur, göngu- grindur, baðhjólastólar, baðsæti, hjálpar- tæki til notkunar í eldhúsi, hjálpartæki til að matast með. Leigustarfsemi. Sem dæmi um leigustarfsemi má nefna meðal annars að á árinu 1977 voru að jafnaði leigðar út um 100 hækjur á mán- uði og heildar f jöldi leiguþega var nokkuð á fimmtánda hundrað. Auk hækjanna voru leigðir út hjólastólar, göngugrindur og fleira. Sjúkrarúm voru einnig lánuð út hjá Hjálpartækjabankanum, til notkunar í heimahúsum. Sjúkrarúmin eru ætluð fólki sem kemur út af sjúkrahúsum, en hefur ekki náð heilsu. Enn sem komið er, er Hjálpartækjabank- inn þó mjög vanbúinn af tækjum fyrir heimahjúkrun. Hjálpartæki. I starfi mínu við Hjálpartækjabankann finnst mér dálítið hafa borið á því, sem ég vil kalla, neikvæða afstöðu fólks til hjálpartækja. Flestir þekkja hin algengustu hjálpar- TE 902, rafknúinn, fyrirferðarlítill hjólastóll. 42 SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.