Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Page 49

Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Page 49
hlaupandi gegn um hlið og sjá á götunni sjón, sem þau munu aldrei gleyma, því að það er ekki satt, að tíminn lækni öll sár. Tíminn læknar ekki sár dáins barns og hann læknar tæpast sársaukann hjá móður, sem gleymdi að kaupa sykur og sendi barnið sitt yfir götuna til að fá lán- að — og jafn erfiðlega gengur honum að lækna kvölina hjá manninum, sem áður var svo hamingjusamur, en hefur nú deytt barnið. Því að sá, sem hefur deytt barn, ekur ekki út að hafinu. Sá, sem hefur deytt barn, ekur hægt heimleiðis í þögn og við hlið sér hefur hann þögula konu, sem er með bundið um hendina, og í öllum bæj- um, sem þau fara í gegnum, sjá þau ekki eina einustu glaða manneskju. Og þegar þau skilja, er það ennþá í þögn, og maður- inn, sem hefur deytt barnið veit, að þessi þögn er óvinur hans og að hann muni þurfa mörg ár af ævi sinni til að sigrast á henni, með því að öskra, að það hafi ekki verið hans sök. En hann veit, að það er lygi, og í einmanalegum draumum sín- um mun hann þess í stað óska þess að fá að lifa eina einustu mínútu lífsins upp aftur, til að lifa hana öðru vísi. En svo miskunnarlaust er lífið við þann, sem hefur deytt barn, að eftir á er það of seint. Skúli Jensson þýddi. Við, hin fullorðnu, lifum í umferðar- heimi, sem barnið getur ekki aðlagað sig, jafnvel ekki með kennslu. Ökumenn verða aftur á móti að aðhæfa sig skorti barns- ins á umferðarþroska. Ef hin hrollvekjandi smásaga Stig Dagermanns: Að deyða barn, sem hann skrifaði 1952, getur fengið okkur full- orðna fólkið — þó ekki væru nema örfá okkar — til að láta okkur skiljast, að það erum við, sem eigum að taka tillit til barn- anna í umferðinni, en ekki barnið, sem á að taka tillit til okkar, þá hefur hún gert sitt gagn. „Á þessum hesti . . FRAMHALD af bls. 36. Að lokum vil ég beina orðum mínum til tamningamanna um að gefa þessu nýja hlutverki gaum og þjálfa og temja hesta til þessa brúks. Ef við stöndum vörð um þennan sérstæða hæfileika hestsins okkar og þá viðurkenningu, sem hann nú nýtur, allra hesta mest, þá er víst að frægð hans verður enn meiri og af sumum metin enn meira en nokkuð annað hvað viðkemur mannlegum þroska og framförum á sviði líkamsendurþjálfunar. Vonandi er að við sjálfir fslendingar gefum þessu gaum fyrr en seinna, til and- legrar uppbyggingar okkar eigin barna og unglinga, sem þurfa endurhæfingar við. Að veita þessum börnum tækifæri til að byggja sjálf upp eigin líkama og sjálfstæði með aðstoð hests eða lifandi veru. Tján- ing og persónuleg samskipti eiga stærst- an þátt í að byggja upp hina lifandi endur- hæfingu og gera hinar erfiðustu æfingar sem gagnlegastar þeim sem þeirra þurfa við. Það hlutverk sem hestsins bíður á sviði lækninga og heilsubótar er eitt nægilegt út af fyrir sig og virðingarvert. Og enn sem fyrr sannar hann ágæti sitt og kosti, að vera þeim hæfileikum búinn, er fólk í æ ríkara mæli vill fá notið, þ.e.a.s. þegar maður og hestur sameinast í skauti nátt- úrunnar. Birt með leyfi höfundar. SJÁLFSBJÖRG 47

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.