Fréttablaðið - 12.02.2022, Side 4
Árin 2020 og 2021 var
meira byggt en í mörg
ár þar á undan og
þriðjungur var vegna
þessara ákvarðana
stjórnvalda.
Katrín Jakobsdóttir,
forsætisráðherra
TRYGGÐU ÞÉR RAM Í FORSÖLU
BJÓÐUM UPP Á 37”-40”
BREYTINGAPAKKA
ÍSBAND UMBOÐSAÐILI RAM Á ÍSLANDI
UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR
S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16
R A M
BÍLL Á MYND: RAM 3500 LARAMIE CREW CAB MEÐ 37” BREYTINGU, KASTARAGRIND OG LJÓSKÖSTURUM
Forsætisráðherra hefur skipu-
lagt fundaröð Þjóðhagsráðs
og endurvakið átakshóp um
húsnæðismál í aðdraganda
kjarasamninga. Hún telur
að hugsanlegar sviptingar
sveitarstjórnarkosninga muni
ekki trufla þessa vinnu.
kristinnhaukur@frettabladid.is
K JARAMÁL Katrín Jakobsdóttir
forsætisráðherra er búin að skipa
átakshóp til þess að finna leiðir til
að örva framboð á húsnæði. Skip-
unin er gerð í tengslum við kom-
andi kjarasamninga, en sambæri-
legur hópur var skipaður árið 2019 í
aðdraganda Lífskjarasamninganna.
„Þessi hópur skilaði tillögum
sem skiluðu miklum árangri,“ segir
Katrín. „Árin 2020 og 2021 var meira
byggt en í mörg ár þar á undan
og þriðjungur var vegna þessara
ákvarðana stjórnvalda. Það er
stuðnings við almenna íbúðakerfið
og hlutdeildarlánin sem gerðu að
verkum að hlutur fyrstu kaupenda
var mikill.“
Að auki hefur Katrín skipulagt
fundaröð hjá Þjóðhagsráði og eru
tveir fundir nú þegar búnir. Annars
vegar var fundað um húsnæðismál-
in og hins vegar efnahagsmálin. En
í Þjóðhagsráði sitja fulltrúar aðila
vinnumarkaðarins, ríkisins, sveitar-
félaganna og Seðlabankans.
Katrín segir að allir sem sitja við
þetta borð séu sammála um að hús-
næðismálin séu stærsta viðfangs-
efnið. „Þetta snýst um lóðir, skipu-
lag og uppbyggingu. Allir þessir
aðilar þurfa að taka þátt,“ segir hún.
Viðbúið er líka að húsnæðismálin
verði eitt stærsta málið í sveitar-
stjórnarkosningunum, ekki síst í
þremur stærstu sveitarfélögunum,
Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði.
„Ég ímynda mér að húsnæðis-
málin verði stórmál í sveitarstjórn-
arkosningunum sem fram undan
eru en ég trúi því að það muni ekki
trufla þessa vinnu,“ segir Katrín um
kosningarnar. Allir sjái að það þurfi
að byggja meira, því að frá hruni
hafi aðeins verið byggðar 3.000
íbúðir árlega en þörfin sé 3.500.
Kjarasamingagerðin hefst seint
í vor eða sumar og búist er við því
að hún verði f lókin og erfið. Bæði
vegna stöðunnar á húsnæðismark-
aði og yfirvofandi dýrtíðar, en einn-
ig vegna þess hversu misvel atvinnu-
greinar komi undan faraldrinum.
Eins og Fréttablaðið greindi frá í
vikunni hafa forsvarsmenn verka-
lýðsfélaga kallað eftir aðgerðum
frá ríkinu til þess að liðka fyrir, svo
sem stuðningi við þá verst settu í
gegnum bótakerfið.
Katrín segir kjarasamningagerð
fyrst og fremst vera verkefni og
skyldu aðila vinnumarkaðarins.
Þjóðhagsráð leysi þá ekki undan
þeirri skyldu. „Við viljum samt eiga
gott samráð við þessa aðila til þess
að geta tekið þátt í því að efla lífs-
kjör almennings,“ segir Katrín.
Ríkisstjórnin hefur verið gagn-
rýnd fyrir að hafa ekki efnt allt sem
hún lofaði fyrir síðustu kjarasamn-
ingagerð. Meðal þess voru aðgerðir
eða lagasetning um húsaleigu,
starfskjör, takmarkanir á verð-
tryggðum lánum og kennitöluflakk.
„Það hefur ekki allt verið klárað en
samt ótrúlega stór hluti af þessum
aðgerðum,“ segir Katrín. Nefnir
hún að sumar aðgerðanna hafi ekki
klárast vegna óeiningar milli aðila
vinnumarkaðarins. Aðeins hand-
fylli af málum standi eftir ókláruð. ■
Virkjar átakshóp í húsnæðismálum á
ný og boðar fundaröð Þjóðhagsráðs
Katrín Jakobs
dóttir forsætis
ráðherra telur
húsnæðismálin
verða eitt af
stærstu við
fangsefnum í
aðdraganda
næstu kjara
samninga
gerðar.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
adalheidur@frettabladid.is
DÓMSMÁL Flugvirki sem starfar hjá
Samgöngustofu hafði betur gegn
ríkinu, þegar Héraðsdómur Reykja-
víkur viðurkenndi að tími starfs-
manns sem fer í ferðalög á vegum
vinnuveitanda utan dagvinnutíma
teljist til vinnutíma.
Jón Sig u rðs son, lög maðu r
mannsins, telur málið fordæmis-
gefandi hvort tveggja fyrir opin-
bera starfsmenn og starfsmenn á
almennum vinnumarkaði.
Fréttablaðið f jallaði um mál
f lugvirkjans árið 2020 en aflað var
ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins
vegna þess.
Í málinu voru tilteknar tvær
ferðir f lugvirkjans, til Ísraels og til
Sádi-Arabíu. Ferðatíminn í seinna
tilvikinu náði frá klukkan 4.15 að
morgni til klukkan 2.40 tæpum
sólarhring síðar, en aðeins tíminn
frá klukkan 8 til 16 taldist til vinnu-
tíma. Um er að ræða prófmál sem
var rekið fyrir hönd hóps f lugvirkja
sem starfa hjá Samgöngustofu.
Aflað var ráðgefandi álits EFTA-
dómstólsins vegna málsins. Það
var niðurstaða hans að sá tími,
sem varið væri í ferðalög utan
hefðbundins vinnutíma til annars
áfangastaðar en fastrar eða hefð-
bundinnar starfstöðvar í því skyni
að inna að hendi störf eða skyldur
að kröfu vinnuveitanda, teljist
vinnutími í skilningi vinnutíma-
tilskipunar ESB.
Var þessi niðurstaða lögð til
grundvallar í málinu og að mati
héraðsdóms var f lugvirkinn að
sinna skyldum í þágu vinnuveit-
anda síns þegar hann fór umrædd-
ar ferðir utan hefðbundins vinnu-
tíma. Því er viðurkennt af hálfu
dómsins að ferðirnar teljist til
vinnutíma. ■
Ferðatími talinn vinnutími að fengnu áliti EFTA-dómstóls
Lögmaður mannsins
telur málið fordæmis-
gefandi fyrir alla ríkis-
starfsmenn.
bth@frettabladid.is
HEILBRIGÐISMÁL Heilbrigðisráð-
herra hefur í ljósi góðrar reynslu
af þjónustu geðheilsuteymis fanga
ákveðið að tryggja rekstur teymis-
ins til frambúðar með föstu fjár-
magni.
Teymið var sett á fót sem nýsköp-
unarverkefni á sviði geðheilbrigðis-
mála til eins árs árið 2020 og síðan
framlengt um eitt ár.
Á vef Stjórnarráðsins segir að
algjör stakkaskipti hafi orðið á geð-
heilbrigðisþjónustu við fólk sem
afplánar dóma í fangelsum með til-
komu teymisins.
Árlegur kostnaður nemur um 84
milljónum króna og verður hluti af
föstu framlagi inn í rekstrargrunn
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis-
ins. ■
Fast fé í bætta
geðheilsu fanga
Willum Þór
Þórsson,
heilbrigðis
ráðherra
birnadrofn@frettabladid.is
COVID-19 Rúmlega 408 milljón til-
felli af Covid-19 hafa verið staðfest
í heiminum. Tæplega sex milljónir
manna hafa látið lífið vegna sjúk-
dómsins.
Hér á landi var 10.241 einstakling-
ur í einangrun með Covid í gær og
34 lágu á sjúkrahúsi. 54 hafa látist
hér á Íslandi vegna Covid-19. ■
Tæplega sex
milljónir látist
4 Fréttir 12. febrúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ