Fréttablaðið - 12.02.2022, Blaðsíða 16
1,42
Framleiðendur búast
við því að Bandaríkja-
menn neyti 1,42 millj-
arða kjúklingavængja
á leikdegi Ofurskálar-
innar.
12
Bengals er eitt tólf liða
í NFL-deildinni sem
hefur aldrei unnið
Superbowl
561
Stærsta veðmálaupp-
hæðin sem hefur verið
staðfest er 4,5 milljónir
dala, eða 561 milljón
íslenskra króna, á sigur
Bengals.
6
Metið yfir flest snerti-
mörk í einum Super-
bowl-leik er í eigu
Steve Young, sem
kastaði fyrir sex snerti-
mörkum árið 1995.
Líklegt er að úrslitin ráðist af því hversu vel Aaron Donald (hægri) og félögum í vörn Los Angeles Rams tekst að herja
á og trufla leikstjórnandann Joe Burrow(vinstri) og sóknarlínu Bengals. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Gestir á eigin heimavelli
Í annað sinn í sögunni og um
leið annað árið í röð, fer leik-
urinn um Ofurskálina fram á
heimavelli annars liðsins sem
leikur til úrslita. Ári eftir að
Tampa Bay Buccaneers vann
titilinn á heimavelli, getur Los
Angeles Rams fetað í sömu
fótspor í Inglewood á SoFi-
vellinum.
Þrátt fyrir að leikurinn
fari fram á heimavelli Rams
teljast þeir vera gestirnir í
úrslitaleiknum. Regluverk
NFL-deildarinnar er þannig að
það skiptist á milli ára hvort
heimaliðið sé úr Ameríku-
eða Þjóðadeildinni, enda fer
leikurinn yfirleitt fram á hlut-
lausum velli sem er ákveðinn
löngu áður. Þannig var Tampa
Bay á heimavelli á síðasta ári
sem fulltrúi Þjóðadeildar-
innar og í ár er komið að liði
úr Ameríkudeildinni að hljóta
nafnbótina heimaliðið.
Með því fékk Bengals rétt
til þess að velja í hvaða bún-
ingum þeir yrðu á sunnudag-
inn, en í skiptum fær Rams að
velja hlið þegar kemur að því
að kasta hlutkesti í leiknum.
Leikurinn um Ofurskálina fer
fram um helgina þegar Los
Angeles Rams og Cincinnati
Bengals mætast í Los Angeles.
Bengals er óvænt komið í
úrslitaleikinn en Rams er
búið að leggja allt í sölurn-
ar undanfarin ár í von um
meistaratitil.
kristinnpall@frettabladid.is
NFL Pressan verður á Los Angeles
Rams á heimavelli Hrútanna, þegar
Rams mætir Bengals í úrslitaleik
NFL-deildarinnar, Ofurskálinni (e.
Superbowl) í Los Angeles um helg-
ina. Rams er annað liðið í sögunni
sem leikur úrslitaleikinn á heima-
velli sínum og er búið að leggja öll
spilin á borðið í von um að vinna
annan meistaratitilinn í sögu félags-
ins. Pressan er minni á Bengals,
enda áttu fæstir von á því að liðið
kæmist í úrslitakeppnina í ár.
Hrútarnir hafa undanfarin ár
farið mikinn á leikmannamark-
aðnum og veðsett framtíð sína í
leikmannavalinu í von um að finna
síðasta púslið sem þarf í meistaralið.
Í annað sinn á fimm árum lagði
Rams alla áherslu á að finna leik-
stjórnanda (e. quarterback) og tókst
Matthew Stafford að koma Rams í
úrslitaleikinn strax í fyrstu tilraun,
eftir vonbrigðaár í Detroit. Þá tók
liðið inn stór nöfn á tímabilinu til
að efla sóknar- og varnarleik liðsins,
sem gerir það að verkum að það er
varla veikan blett að finna á Rams-
liðinu.
Hið unga lið Bengals er komið í
úrslitaleikinn öllum að óvörum,
en leikstjórnandinn Joe Burrow,
sem er á öðru ári sínu í deildinni,
hefur sýnt stórkostlegar framfarir.
Burðarásarnir í liðinu, Burrow,
Mixon og Ja’Marr Chase, eru allir
ungir að árum, en Chase og Bur-
row þekkja aðstæður sem þessar
vel, eftir að hafa leitt LSU til sigurs í
bandaríska háskólaboltanum fyrir
tveimur árum. Þá náði vörn Bengals
að stöðva tvö helstu sóknarvopn
NFL-deildarinnar, Patrick Maho-
mes og Derrick Henry, á leið sinni í
úrslitaleikinn og gæti náð að temja
Hrútana. n
Pressan á Hrútunum
7
Þrjátíu sekúndna aug-
lýsing á Superbowl
kostar sjö milljónir
dala, um 870 milljónir
króna.
31,4
Áætlað er að um 31,4
milljónir Bandaríkja-
manna veðji á leikinn
í ár, eða um tíu prósent
þjóðarinnar.
3
Þetta er í þriðja sinn í
sögunni sem Beng als
leikur til úrslita í NFL-
deildinni. Í fyrri tvö
skiptin tapaði Beng-
als fyrir San Fransisco
49ers.
12. febrúar 2022 LAUGARDAGURÍÞRÓTTIR