Fréttablaðið - 12.02.2022, Page 34
v
Fjarskiptastofa er eftirlitsstofnun á fjarskipta
markaði og gegnir hlutverki lands tengiliðs
í netöryggismálum. Er stofnuninni m.a.
ætlað það hlutverk að vinna gegn röskun
eða takmörkunum á samkeppni á fjarskipta
markaði. Stofnunin vinnur að framgangi
þessara verkefna m.a. á grundvelli markaðs og
kostnaðargreininga þar sem fram fer viðskipta
og hagfræði legt mat á markaðsaðstæðum í
fjarskiptum og undirliggjandi kostnaðarþáttum
í þjónustu og vöruframboði á heildsölustigi.
Hjá Fjarskiptastofu starfar fjölbreyttur hópur
sérfræðinga á sviði fjarskipta og netöryggis.
Fjarskiptastofa leggur áherslu á að starfsmenn
fái tækifæri til að sinna áhugaverðum verk
efnum, þróast í starfi og viðhalda jafnvægi milli
vinnu og einkalífs.
Umsjón með starfinu hafa Auður Bjarna-
dóttir (audur@vinnvinn.is) og Jensína K.
Böðvarsdóttir (jensina@vinnvinn.is).
Sérfræðingur í greiningum
Fjarskiptastofa leitar að öflugum gagnagreinanda til að vinna í teymi sérfræðinga við
kostnaðargreiningar og önnur fjölbreytt verkefni tengd þjónustuþáttum í fjarskiptum og innviðum
fjarskiptaneta.
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Söfnun gagna og tölfræðileg úrvinnsla.
• Rýni og samþykkt á kostnaðargreiningum og bókhaldslegum aðskilnaði.
• Greiningarvinna og þátttaka í skrifum á skýrslum og ákvörðunum.
• Samskipti við hagaðila.
• Þátttaka í erlendu samstarfi.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólapróf í viðskiptafræði, hagfræði, fjármálaverkfræði eða sambærilegt próf.
• Góð greiningarhæfni og gott vald á úrvinnslu og framsetningu upplýsinga á texta- og tölulegu formi.
• Reynsla af greiningarvinnu og samantekt upplýsinga er kostur.
• Hæfni í mannlegum samskiptum og þverfaglegri samvinnu.
• Frumkvæði og hæfni til að leiða mál til lykta.
• Ögun í vinnubrögðum.
• Vilji og geta til að tileinka sér nýjungar.
• Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og rituðu máli.
Umsóknarfrestur er til og með 23. febrúar næstkomandi.
Sótt er um starfið á www.vinnvinn.is.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt
kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir
ástæðu umsóknar og rökstuðningur um
hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.
Hreinsitækni óskar eftir umsóknum í starf aðalbókara. Starfið heyrir undir fjármálastjóra.
Leitað er að sjálfstæðum og nákvæmum einstaklingi til að bera ábyrgð á reikningshaldi og
þátttöku í uppgjörum félagsins og dótturfélaga þess.
Helstu verkefni:
• Umsjón og ábyrgð á reikningshaldi og uppgjörum.
• Þátttaka í uppgjöri samstæðu.
• Frávikagreiningar, tilfallandi rekstrargreiningar og skýrslur til stjórnenda.
• Þátttaka og skipulagning ýmissa umbótaverkefna.
• Bókun í Navision.
• Önnur tilfallandi verkefni.
Hæfniskröfur:
• Menntun sem nýtist í starfi.
• Reynsla af sambærilegu starfi er skilyrði.
• Þekking af notkun fjárhagskerfisins Navision.
• Þekking eða reynsla af uppgjörum og verkbókhaldi.
• Góð greiningarhæfni og þekking á Excel.
• Sjálfstæð og nákvæm vinnubrögð.
• Jákvæðni í mannlegum samskiptum og hæfni til að starfa í hópi.
• Frumkvæði, fagmennska og metnaður í starfi.
Umsóknarfrestur er til og með 24. febrúar næstkomandi.
Sótt er um starfið á www.vinnvinn.is.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt
kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir
ástæðu umsóknar og rökstuðningur um
hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.
Umsjón með starfinu hafa Hilmar G.
Hjaltason (hilmar@vinnvinn.is) og Hildur
J. Ragnarsdóttir (hildur@vinnvinn.is).
Aðalbókari
Hreinsitækni ehf. er leiðandi fyrirtæki á sviði
umhverfismála á Íslandi. Félagið þjónustar
gatna- og fráveitukerfi flestra stærstu
eigenda slíkra kerfa í landinu. Þá sinnir
fyrirtækið umfangsmiklum verkefnum fyrir
orkusækinn iðnað. Félagið leggur áherslu
á gott samstarf við viðskiptavini, birgja og
aðra hagaðila og að bjóða starfsmönnum
upp á áhugavert og hvetjandi vinnuumhverfi.
Starfsmenn fyrirtækisins og dótturfélaga
þess eru um 120 talsins.
2 ATVINNUBLAÐIÐ 12. febrúar 2022 LAUGARDAGUR