Fréttablaðið - 12.02.2022, Page 44

Fréttablaðið - 12.02.2022, Page 44
101 hotel við Hverfisgötu óskar eftir reyndum móttökustjóra. 101 er fyrsta hótel sinnar tegundar á Íslandi, í flokki svokallaðra boutique-hótela og hefur staðið á horni Hverfisgötu og Ingólfsstrætis undanfarin tuttugu ár. Þótt sagan spanni áratugi er stjórnendateymið ungt og metnaðarfullt og við leitum nú að öflugum nýliða í teymið.  Hæfniskröfur: - Menntun eða mikil reynsla í faginu er skilyrði.  - Gott vald á íslensku og ensku. Þriðja tungumál er mikill kostur.  - Rík þjónustulund og skipulögð vinnubrögð.  Ferilskrár og meðmæli sendist á lilja@101hotel.is Umsóknarfrestur er til og með 28.2.2022 Móttökustjóri 101 hotel reykjavík Spennandi tækifæri fyrir hjúkrunar- fræðing og lækni í Fjallabyggð Frekari upplýsingar um störfin Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélag hafa gert. Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilsskrá ásamt afriti eða staðfestingu á Íslensku starfsleyfi. Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum, meðmælum og viðtölum við umsækjendur. Almenn heilsugæsluþjónusta er í boði í Fjallabyggð. Starfsstöðvarnar eru á Siglufirði og Ólafsfirði. Í Fjallabyggð búa um 2.000 manns. Sveitarfélagið varð til við sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar. Í Fjallabyggð eru leikskólar, grunnskóli og framhaldsskóli. Þar er öflugt menningar- og listalíf, fjölmörg gallerí og vinnustofur ásamt söfnum eru á svæðinu. Umsóknarfrestur er til og með 28.02.2022 Yfirhjúkrunarfræðingur HSN Fjallabyggð Heilbrigðisstofnun Norðurlands auglýsir laust starf yfir- hjúkrunarfræðings HSN Fjallabyggð. Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 1. maí 2022 eða eftir samkomulagi. Yfirhjúkrunarfræðingur ber faglega, stjórnunarlega og rekstrarlega ábyrgð. Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri hjúkrunar. Helstu verkefni og ábyrgð • Fagleg og stjórnunarleg ábyrgð á hjúkrunarþjónustu og stoðstarfsemi hennar, samkvæmt skipuriti • Þátttaka í klínísku starfi • Staðarumsjón • Tekur þátt í gerð áætlana varðandi rekstur og tryggir að rekstur og starfsmannamál séu í samræmi við fjárhags- áætlun • Tekur þátt í þverfaglegu samstarfi, þróun þjónustu og stjórnun verkefna á starfsstöðinni og þvert á stofnun • Hefur umsjón með starfsemi starfsstöðvarinnar samkvæmt skipuriti ásamt yfirlækni • Stuðlar að góðri vinnustaðamenningu Hæfniskröfur • Íslenskt hjúkrunarleyfi og a.m.k. 5 ára starfsreynsla við hjúkrun • Viðbótarmenntun á sviði heilbrigðisvísinda, viðskiptafræði eða stjórnunar kostur • Farsæl stjórnunarreynsla og góð samskiptafærni • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi • Góð tölvukunnátta Nánari upplýsingar veitir Guðný Friðriksdóttir - gudnyf@hsn.is - 860 7750 Bryndís Lilja Hallsdóttir - bryndis.lilja.hallsdottir@hsn.is - 432 4050 Læknir hjá HSN Fjallabyggð Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Fjallabyggð óskar eftir að ráða lækni til starfa. Húsnæði í boði. Læknar sem starfa hjá HSN eru með aðalstarfsstöð á heilsugæslustöð og sinna móttöku sjúklinga og heilsuvernd ásamt því að sinna vakt- þjónustu í héraði skv. vaktaskema hverju sinni. Starfið felur einnig í sér störf á sjúkra- og hjúkrunarsviði. Störfin fela í sér þverfaglega samvinnu innan sem og út fyrir stöðina. Helstu verkefni og ábyrgð • Almennar lækningar og heilsuvernd • Vaktþjónusta • Læknisþjónusta á sjúkra- og hjúkrunarsviði • Kennsla starfsfólks og nema • Þróun og teymisvinna Hæfniskröfur • Íslenskt lækningaleyfi er skilyrði • Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvæðni • Áreiðanleiki, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum • Reynsla og hæfileiki til að vinna í teymi • Sérfræðiviðurkenning í heimilislækninum kostur • Ökuleyfi Nánari upplýsingar veita Valþór Stefánsson - valthor.stefansson@hsn.is - 460 2100 Örn Ragnarsson - orn.ragnarsson@hsn.is - 432 4200 Viltu taka þátt í nýju og spennandi þróunarverkefni sem miðar að aukinni atvinnuþátttöku fatlaðs fólks á almennum vinnumarkaði? Ás styrktarfélag óskar eftir metnaðarfullum og áhugasömum starfsmanni til að innleiða og skipuleggja starfstengt verk- nám fyrir fatlað fólk. Um er að ræða verkefni sem byggir á einkaleyfisskyldri aðferðarfræði. Hún felur í sér vinnustaða nám sem hefur að markmiði atvinnuþátttöku fatlaðs fólks á- almennum vinnumarkaði með stuðningi og eftirfylgni í starfi. Starfið er tímabundið til eins árs og starfshlutfall er frá 50% til 100%. Vinnutíminn er almennt á bilinu 8.00-16.30 virka daga en getur að hluta til verið sveigjanlegur. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 24. febrúar 2022. Hæfniskröfur: • Háskólanám sem nýtist í starfi • Þekking á sviði þjónustu við fatlað fólk og ríkjandi hugmyndfræði. • Þekking á vinnumarkaði er nauðsyn • Brennandi áhugi á atvinnuþátttöku fatlaðs fólks • Góð ensku- og íslenskukunnátta er skilyrði • Góð almenn tölvufærni og tölvulæsi er skilyrði • Sjálfstæð vinnubrögð, samskipta- og samstarfsfærni • Að minnsta kosti 5-7 ára starfsreynsla • Þarf að geta unnið undir álagi og eiga auðvelt með að tileinka sér nýjungar. Nánari upplýsingar veitir Valgerður Unnarsdóttir í síma 4140500. Atvinnuumsókn ásamt ferilskrá sendist valgerður@styrktarfelag.is. Upplýsingar um félagið má finna á heimasíðu þess www.styrktarfelag.is. Ás styrktarfélag hefur fengið vottun á jafnlaunakerfi sitt samkvæmt ÍST 85:2012. Við hvetjum áhugasama, óháð kyni og uppruna að sækja um. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningum Áss styrktar- félags. Óskar eftir blikksmiðum eða vönum mönnum í Blikksmíðavinnu, einnig aðstoðarmönnum og suðumönnum. Upplýsingar í síma: 893 4640 eða blikksmidi@simnet.is Blikksmíði ehf 12 ATVINNUBLAÐIÐ 12. febrúar 2022 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.