Fréttablaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 2
Flestir eiga sér þann draum að snúa til baka. Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjá Rauða Kross- inum Langþráð Pallaball Snemma árs 2020 tilkynnti Páll Óskar að fyrirhuguðum tónleikum í tilefni af fimmtugsafmæli hans hefði verið aflýst vegna fjöldatakmarkana. Þó að Páll Óskar hafi síðan þá elst um tvö ár var tímamótunum loks fagnað í Háskólabíói í gær þar sem fyrstu tónleikarnir af þrennum fóru fram. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Viltu láta sumar húsið vinna fyrir þig? Kynntu þér málið á viator.is/eigendur Við sjáum um öll samskipti við gesti Öflug markaðssetning á erlendum mörkuðum Það kostar ekkert að vera á skrá Yfir 20 ára reynsla Grensásvegur 5, 108 Reykjavík info@viator.isViator 544 8990 Starfsfólk Rauða krossins og annarra hjálparsamtaka vinnur nótt sem dag við mót­ töku flóttafólks frá Úkraínu. Um er að ræða stærsta flótta­ mannavanda sögunnar frá seinni heimsstyrjöld. bth@frettabladid.is ÚKRAÍNA Atli Viðar Thorstensen hjá Rauða krossinum segist áætla að um 70 prósent þeirra úkraínsku flótta­ manna sem hafa komið til Póllands síðustu vikur kjósi að dvelja í Pól­ landi í von um að geta snúið aftur til heimalandsins. Um þriðjungur hyggist dvelja í öðrum löndum. Öll ríki Evrópu nema Bretland hafa afnumið vegabréfsáritun og opnað sín landamæri fyrir úkra­ ínska flóttafólkinu með sama hætti og Ísland. Auk þess mikla fjölda sem nú er á faraldsfæti innan Evrópu hyggjast Bandaríkjamenn taka við allt að 100.000 Úkraínumönnum vegna innrásar Rússa. Mesti f lótta­ mannavandi sögunnar frá síðari heimsstyrjöld er orðinn að veru­ leika. Ráðamönnum og erlendum fjölmiðlum ber ekki saman um hve margir hafa f lúið hræðilegar aðstæður í Úkraínu eftir að Pútín hóf innrás sína fyrir mánuði. Atli Viðar er nýkominn til Íslands frá Lublin og Varsjá. Hann fundaði með Rauða krossinum og kynnti sér ástandið. „Það er rætt um að 2,4 milljónir f lóttamanna séu komnar til Pól­ lands frá 24. febrúar en fjöldinn gæti hæglega verið rúmlega þrjár millj­ ónir. Flestir eiga sér þann draum að snúa til baka,“ segir Atli Viðar. Rauði krossinn og mörg önnur hjálparsamtök í nágrannaríkj­ um Úkraínu leggja nótt við nýtan dag, að sögn Atla, til að bregðast við ástandinu. Langstærstur hluti f lóttafólksins er konur og börn, enda eru karlmenn sem reyna að f lýja jafnvel litnir hornauga og snúið við vegna herskyldunnar í Úkraínu, að hans sögn. Í Póllandi eru núna 28 móttöku­ miðstöðvar þar sem f lóttafólkið fær heita máltíð, upplýsingar og tímabundið húsaskjól. Flestir sem fá skjól í Varsjá þessa dagana fá inni hjá fjölskyldum sem eru kunnugar eða tengdar flóttafólkinu. Það reyn­ ir mjög á innviði borgarinnar, ekki síst stórfelld fjölgun barna í skóla­ kerfinu, eða um 84.000, að sögn Atla Viðars. Erlendir fjölmiðlar áætla að fólks­ fjölgun í Varsjá sé hátt í 20 prósent síðan innrásin hófst. Það jafngildir 400.000 til 500.000 nýjum íbúum. Jafnvel er talið að meira en fjórð­ ungur íbúa Úkraínu hafi hrakist burt af heimilum sínum. Samkvæmt pólskum fjölmiðlum stendur Pólland úkraínskum flótta­ mönnum áfram galopið. Íslensk yfirvöld reikna með að taka á móti hundruðum, jafnvel þúsundum, úkraínskra flóttamanna eftir því sem fram hefur komið. n Skólar þandir til hins ítrasta vegna barna á flótta Frá vettvangi sprengjuárása Rússa í Kænugarði. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY arnartomas@frettabladid.is REYKJANESBÆR Bandaríska fyrir­ tækið Almex USA og Reykjanesbær hafa samið um að skoða mögu­ leikann á umhverfisvænni endur­ vinnslu á áli í Helguvík. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykja­ nesbæ. „Ef þetta yrði að veruleika þá yrði notast við notað ál sem flutt yrði í gegnum Helguvíkurhöfn og brætt upp,“ segir Kjartan Már Kjartans­ son, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. „Þetta er allt öðru vísi ferli en í til dæmis álverunum í Straumsvík eða Grundartanga.“ Starfsemin yrði hluti af sjálfbæru hringrásarkerfi og áætluð ársfram­ leiðsla er um 45 þúsund tonn. Starfs­ menn yrðu um 60 þegar fullum afköstum er náð. „Þetta myndi auka skipaumferð um Helguvíkurhöfn,“ segir Kjartan Már. „Við þurfum að auka fjöl­ breytni í störfum á svæðinu þar sem flugvöllurinn vegur svo þungt. Þetta yrði liður í því.“ n Umhverfisvæn endurvinnsla á áli til skoðunar Verksmiðjan yrði í Helguvík. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar Á forsíðu Fréttablaðsins í gær kom fram að kröfur um bótafjárhæðir vegna brunans á Bræðraborgarstíg væru upp á rúmar 320 milljónir. Það er rangt en rétt upphæð er rúmar 162 milljónir. Fréttablaðið biðst velvirðingar á þessum mis- tökum. LEIÐRÉTTING arnartomas@frettabladid.is KÓPAVOGUR Íbúðum í Kópa vogs­ bæ gæti fjölgað um 5.600 á næstu tveimur áratugum á þeim sex svæðum þar sem fjölgun verður mest. Þetta kemur fram í tilkynn­ ingu frá Kópavogsbæ út frá áform­ um í nýsamþykktu aðalskipulagi bæjarins. Þar segir að mest fjölgun yrði í Kársnesi, miðbæ Kópavogs, Smár­ anum, Glaðheimum, Vatnsenda­ hvarfi og Vatnsendahlíð en síðast­ nefndu hverfin tvö eru ný. Fjölgun íbúðanna gæti haft í för með sér að íbúum bæjarins myndi fjölga um 15 þúsund en þeir eru í dag um 40 þúsund. Skipulagsáformin voru til kynn­ ingar á sýningunni Verk og vit sem hófst í Laugardalshöll í gær. n Íbúðum fjölgar mikið í Kópavogi 2 Fréttir 25. mars 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.