Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.03.2022, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 25.03.2022, Qupperneq 18
Við tölum stund- um um að fjárfest- ing sé annað hvort arð- söm eða sjálfbær, eins og þetta tvennt fari ekki saman. Þetta fer nefni- lega mjög vel saman. Hrund Gunnsteinsdóttir Sjálfbærni er regnhlífarhug- tak sem byggir á þremur til fjórum meginstoðum, segir Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu. thordisg@frettabladid.is „Fyrsta stoðin nær utan um fólk, samfélag og félagslega þætti; það getur verið starfsfólk á vinnustað eða í virðiskeðjunni þaðan sem vörur koma og fara, mannréttindi, öryggisbúnaður, jöfn laun, nær- samfélag rekstursins, launakjör og fleira,“ upplýsir Hrund Gunn- steinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu – miðstöðvar um samfélags- ábyrgð og sjálfbærni. Önnur stoð er svo jörðin. „Undir sjálfbærni jarðar falla hlutir eins og loftslagsbreytingar, kolefnismarkaður, kolefnisjöfnun, hringrásarhagkerfið, líffræði- legur fjölbreytileiki og það að rekstur hafi ekki skaðleg, eða sem minnst, neikvæð áhrif á vistkerfi og umhverfið. Í mörgum tilfellum þurfum við að hafa græðandi eða endurnýjandi áhrif á náttúruna, því sums staðar er náttúran í svo miklum lamasessi að við þurfum að skilja betur við hana en við komum að henni. Við höfum geng- ið svo mikið á þolmörk jarðar sem þjónustar tilvist okkar og rekstur og hefur unnið eftir náttúrulegum kerfum við að grípa koltvísýring úr loftinu og setja í sjóinn eða frum- skóga Amazon, sem dæmi, en er nú að missa getuna til þess, því við höfum gengið svo mikið á þessar auðlindir að það stefnir í óefni,“ greinir Hrund frá. „Jörðin er að missa niður getuna til að endur- nýja krafta sína eins og við höfum vanist í þúsundir ára.“ Þriðju stoðir sjálfbærni eru góðir stjórnarhættir í hvers kyns rekstri, jafn opinberum sem einkareknum, sem liggja til grundvallar rekstri. Þeir snúa að því hvernig stjórn á að vera skipuð, hvernig stjórnarstörf eiga að fara fram, siðferði stjórna og innleiðingu sjálfbærniviðmiða í stjórnarstörfum og æðstu stjórn fyrirtækja. „Fjórða stoðin, sem er sífellt algengara að sé bætt við veg- ferðina, gengur út á hagsæld, að rekstur fyrirtækja sé sjálfbær og skili hagnaði á þann hátt að hann nái að vinna sig í gegnum áföll, eins og bankahrun og skaða vegna loftslagsbreytinga, og nái einnig að stækka eða stuðla að nýsköpun sem dæmi. Einnig er á markaði og alþjóðlega spurt í vaxandi mæli „hvort eitthvað vaxi að eilífu?" Er til dæmis rökrétt að hagkerfið vaxi að eilífu út frá mælikvarð- anum vergri þjóðarframleiðslu? Í heiminum er mikið rætt hvort breyta þurfi viðskiptamódelum og einblína ekki eingöngu á verga þjóðarframleiðslu heldur nota fleiri mælikvarða til að mæla vel- sæld í samfélaginu, því hagvöxtur getur tekið á sig ýmsar myndir og þegar félagslegi þátturinn, sam- félagið og fólkið, jörðin og góðir stjórnarhættir fara vel saman; þá verður til besti hagvöxturinn, eins og dæmin sýna,“ segir Hrund. Sjötta iðnbyltingin Í dag er talað um sjálfbærni sem sjöttu iðnbyltinguna. „Sjálfbærni er ekki bara einhver skoðun, heldur breytast umhverfi og samfélög nú á ógnarhraða í gegnum lög, reglur, kröfur fjárfesta og lög um upplýsingaráðgjöf fyrir ársreikninga, og við förum hratt í umbreytingu á rekstri yfir í sjálf- bæran rekstur og hringrásarhag- kerfið,“ upplýsir Hrund. Til að renna stoðum undir þetta er Evrópulöggjöf, sem nú er verið að innleiða hér á landi og í Evrópu. „Alþjóðlega reikningsskilaráðið er nú að innleiða reglur um upp- lýsingagjöf fyrirtækja. Evrópulög og -reglur eru og verða innleiddar í regluverk á Íslandi, sem og væntanlega hvatakerfi um rekstur fyrirtækja. Hjá Evrópusamband- inu kallast þetta EU Green Deal og er f lokkunarreglugerð Evrópu- sambandsins sem á að stuðla að sjálf bærari rekstri og koma í veg fyrir grænþvott. Grænþvottur þýðir að fyrirtæki segjast vera sjálf bær og virða mannréttindi, en gera það ekki, en með nýju reglunum á að loka fyrir falska upplýsingagjöf. Hrund segir hugtakið sjálfbærni meira notað en samfélagsábyrgð, en samfélagsábyrgð fyrirtækja falli undir sjálfbærnina. „Allur rekstur getur verið sjálf- bær, en það er ekki síður mikilvæg staðreynd að það gengur ekki að allur rekstur sé ekki sjálfbær. Vísindin sýna okkur að við höfum ekki val um annað en að verða sífellt sjálfbærari. Það er mikil- vægt sjónarmið, og sem dæmi, ef einhver ætlaði sér að reka fyrirtæki sem hefði skaðleg áhrif á fólk og umhverfi, og þrátt fyrir að reynsla og rannsóknir sýndu að það myndi þýða að fyrirtækið endist ekki lengi; hvers vegna í ósköpunum ætti þá einhver að vilja verja tíma sínum eða peningum í það?“ Úr línulegu hagkerfi Hrund segir almennt talið ekki nægja að við færum okkur úr hákolefnahagkerfi yfir í lág- kolefnahagkerfi. „Til að snúa við þróuninni yfir í sjálfbæra, þurfum við enn fremur að færa okkur úr línulegu hag- kerfi yfir í hringrásarhagkerfi,“ segir Hrund og útskýrir betur: „Línulegt hagkerfi þýðir að við kaupum ísskáp, hendum honum að notkun lokinni og hann er urðaður í jörðina með tilheyrandi mengun. Í hringrásarhagkerfinu væri ísskápur hannaður frá hug- myndastigi til endurnýtingar, endurvinnslu og að sem mestu leyti þannig að hann verði hluti af hringrás náttúrunnar. Líftími vöru og varahluta endist lengur og snýst hugmyndin um hringrásar- hagkerfið um að lífsferill vara sé lengri, fjölbreyttari og umhverfis- vænni. Þetta er mikið breyting á viðskiptamódelinu.“ Ísland gæti verið leiðandi Þegar kemur að sjálfbærum rekstri fyrirtækja segir Hrund íslenskt atvinnulíf að sumu leyti eftir á í samanburði við til dæmis Norður- löndin, sem standa að mörgu leyti framarlega. „Við erum kannski ekki leiðandi en það væri sannarlega mögulegt. Því fleiri sem tileinka sér að skilja þetta viðfangsefni og sjá tækifæri í því, því raunsærri og öflugri verður þessi þróun og hún er rosalega spennandi,“ segir Hrund sem í sinni vinnu minnir oft á að við erum komin að bjargbrúninni, en áskorunin feli í sér spennandi tækifæri. „Ísland hefur á sér sjálfbæra ímynd og það vinnur með okkur, en þegar við lítum ofan í kjölinn á mörgum þáttum sést að við getum gert enn betur. Í alþjóð- legum samanburði stöndum við að mörgu leyti vel að vígi í félagslega þættinum, fólki og samfélaginu, enda búum við við velferðarkerfi. Sömuleiðis er mikill styrkleiki að við notum að stærstum hluta endurnýjanlega orku, en á sama tíma erum við komin afar skammt á veg í hringrásarhagkerfinu. Þegar kemur að endurnýjanlegri orku er hægt að fara fjölbreytta leið og fyrir áratug hefði enginn trúað að sólar- og vindorka yrði orðin svona útbreidd og víða hagkvæmari en jarðefnaeldsneyti, en það er staðreynd og mjög vongefandi. Íslendingar þurfa að huga vel að þróun grænna orkugjafa alþjóð- lega og umræðunni þar, þótt við höfum staðið okkur vel þar framan af. Við þurfum að passa að heltast ekki úr lestinni, frekar halda for- skoti og dreifa okkar þekkingu ennþá víðar.“ Þegar kemur að hugmyndinni um að sjálfbærni sé hluti af DNA fyrirtækja getum við bæði litið til íslenskra fyrirtækja og leiðandi aðila á Norðurlöndum. „Við eigum aðila sem komnir eru ansi langt. Nærtækt dæmi er Marel, stærsta fyrirtæki á Íslandi. Það er að innleiða sjálfbærni inn í DNA fyrirtækisins með því að innleiða sjálfbærnimælikvarða í kaupaukakerfi stjórnenda, mæli- kvarða um nýsköpun, sem er stór hluti af rekstrinum, og frammi- stöðu á öllum stigum rekstursins,“ segir Hrund. Össur er annað fyrirtæki sem er langt komið í að innleiða sjálf- bærni í rekstur sinn. „Össur hefur sett sér markmið um kolefnishlutleysi og stendur í f lóknu ferli við innleiðingu hring- rásarhagkerfis í framleiðslu sinni. Þá er Ölgerðin í lífsferilsgreiningu á flöskum og dósum til að finna umhverfisvænustu leiðina í umbúðum, og BM Vallá er að setja sér það metnaðarfulla markmið að öll steypuframleiðsla verði kol- efnishlutlaus árið 2030, í samvinnu við þeirra helsta sementsframleið- anda í Noregi. Við erum líka með hringrásarfyrirtækin Netparta og Pure North, sem vinna ótrúlega flott starf við að taka bíla í sundur, nýta hlutina eins og hægt er og koma þeim aftur í hringrásina, og svo hins vegar að finna leiðir til að endurnýta plast á umhverfis- vænan hátt.“ Líkamsræktarstöð í sjálfbærni Festa – miðstöð um samfélags- ábyrgð og sjálfbærni eru frjáls félagasamtök sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Aðildarfélög eru rúmlega 170 talsins og hefur aðild næstum því þrefaldast á þremur árum. „Festa er einstakt hagaðila- samfélag utan um sjálfbærni og þótt víðar væri leitað. Í Festu eru minnstu og stærstu fyrirtækin á Íslandi, í öllum mögulegum geirum, allt frá verslun og þjónustu yfir í fjármálastarfsemi, hátækni og nýsköpun, en einnig sveitar- félög, háskólar eins og HÍ og HR, og opinberar stofnanir, eins og Umhverfisstofnun og Seðlabanki Íslands,“ greinir Hrund frá. Festa hefur þann tilgang að styðja við innleiðingu sjálfbærni í allan rekstur. „Fyrsta skrefið er að sækja um aðild hjá Festu, en við erum líka með draumabókasafn um sjálf- bærni, Leiðarvísi á heimasíðunni okkar þar sem hægt er að nálgast fróðleik, leiðbeiningar og hand- bækur, öllum að kostnaðarlausu. Um 34 þúsund manns skoðuðu heimasíðuna okkar í fyrra. Segja má að þeir sem ganga í Festu gerist aðilar að líkamsræktar- stöð í sjálfbærni og því meira sem þeir taka þátt, því betri verða þeir í sjálfbærni. Við hjá Festu erum að brúa hæfnibilið á Íslandi svo við verðum ekki eftir á í að innleiða sjálfbærni í rekstri og er fjöldi starfsmanna sem starfa hjá aðildarfélögum okkar 51 þúsund manns,“ upplýsir Hrund. Festa býður upp á heildstæða fræðslupakka fyrir alla sem hafa áhuga á að fara út í sjálfbæran rekstur. „Við bjóðum upp á ókeypis afnot af loftslagsmæli Festu, sem er uppfærður árlega og í takti við alþjóðlega staðla. Hann er hægt að nálgast á climatepulse.is og í formi excel-skjals á heimasíðu Festu, samfelagsabyrgd.is. Annað mikilvægt skref er að fyrirtæki og stofnanir greini hvað það er í starfseminni sem getur haft mest áhrif á umhverfisvænni rekstur, líðan starfsfólks, öryggi og virðiskeðjuna, sem dæmi. „Sumir flytja inn vörur frá öðrum og kannski fátækum löndum og þá er mikilvægt að skoða virðis- keðjuna vel; er verið að borga of lág laun, er barnaþrælkun, og vel hlúð að starfsfólkinu? Til fyrirmyndar er íslenska fyrirtækið Omnom sem kynnist fólkinu sem ræktar kakó- baunirnar, borgar því mannsæm- andi laun og passar að virðiskeðjan sé traust. Þannig er hægt að breyta heiminum og lífsgæðum fólks skref fyrir skref, og sýnir að lítill skali er jafn mikilvægur og stór.“ Ekki spurning um hjartalag Hrund segir áhuga stjórnenda mikinn á sjálfbærum rekstri. „Um 8.000 manns horfðu á Janúarráðstefnu Festu í fyrra á einni viku. Það eru sífellt að koma fram sterkari raddir og betri dæmi um það hversu vel sjálfbær rekstur fer saman við arðsamar fjárfesting- ar, áhættustjórnun og rekstur sem endist til lengri tíma. Í nýársbréfi sínu sagði Larry Fink, forstjóri stærsta eignastýringasjóðs heims, Black Rock, að sjálfbær rekstur væri ekki spurning um hjartalag, heldur einfaldlega betri bisness. Fyrirtæki sem væru sjálfbær í rekstri hugsuðu til lengri tíma, væru með betri áhættustjórnun og seiglu í ört breytilegum heimi. Þau ynnu að því að auka verðmæti fyrir hagaðila sem eru starfsfólkið, hlut- hafar, virðiskeðjan, nærsamfélagið og náttúran, í stað þess að hafa það eina markmið að hámarka arðsemi hluthafa. Þetta finnst mér mikilvægt í umræðunni, því stundum tölum við um að fjár- festing sé annað hvort arðsöm eða sjálfbær, eins og þetta tvennt fari ekki saman. Þetta fer nefnilega mjög vel saman, líkt og fjárfest- ingamarkaðir hafa sýnt, sérstak- lega síðastliðin tvö ár.“ Að ógleymdri velvildinni. „Fólk vill frekar starfa hjá og versla við sjálfbær fyrirtæki. Það vill frekar hafa þau í nærumhverfi sínu og að lífeyrissjóðurinn sinn fjárfesti í þeim. Víða er viðskipta- og hagfræðikennsla að þokast í þessa átt, sem væntanlega dregur líka til sín fjölbreyttari hóp af fólki sem hefur áhuga á hvers kyns sjálf- bærum rekstri.“ n Sjá meira á samfelagsabyrgd.is Ekki spurning um hjartalag heldur betri bisness Hrund Gunn- steinsdóttir er framkvæmda- stjóri Festu sem styður við inn- leiðingu sjálf- bærni í rekstri fyrirtækja. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI 4 kynningarblað 25. mars 2022 FÖSTUDAGURSJÁLFBÆR REKSTUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.