Fréttablaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 33
Grænvangur styður við lofts- lagsvegferð atvinnulífs- ins og hvetur fyrirtæki til þátttöku í grænu ferli; umbótaverk- efnum og almennri loftslagsvegferð í átt að grænni framtíð fyrir íslenskt atvinnulíf og íslenskt samfélag. Það er þannig að sjálfbærni heilt yfir er að verða miklu betur þekkt í rekstri fyrirtækja þessi misseri og aukin áhersla lögð á sjálfbæra vegferð fyrir- tækja. Hlutverk Grænvangs er fyrst og fremst að hvetja til samstarfs milli atvinnulífs og stjórnvalda við að draga úr losun og styðja við sam- eiginleg loftslagsmarkmið. Í fyrra gaf Grænvangur í fyrsta skipti út Loftslags- vegvísi atvinnulífsins sem líta má á sem lykil að sam- starfi milli atvinnulífsins og stjórnvalda um að draga úr losun og ná sameiginlegum loftslagsmarkmiðum. „Hlutverk Grænvangs er fyrst og fremst að hvetja til samstarfs milli atvinnulífs og stjórnvalda við að draga úr losun og styðja við sameiginleg loftslagsmarkmið,“ segir Birta Kristín Helgadóttir, for- stöðumaður Grænvangs. „Græn- vangur styður við loftslagsvegferð atvinnulífsins og hvetur fyrirtæki til þátttöku í grænu ferli; umbóta- verkefnum og almennri loftslags- vegferð í átt að grænni framtíð fyrir íslenskt atvinnulíf og íslenskt samfélag. Við viljum þannig setja mál á dagskrá og viðhalda jákvæðri og faglegri umræðu. Einn af lykilviðburðum Grænvangs er Loftslagsmót, stefnumót fyrir- tækja, stofnana og annarra aðila þar sem hægt er að kynna lausnir sínar eða kynnast lausnum sem gætu gagnast á loftslagsvegferðinni eða til þess að grænka reksturinn. Við stefnum að því að halda lofts- lagsmót í þriðja skipti í byrjun maí í samstarfi við Festu, RANNÍS og umhverfis-, orku- og loftslagsráðu- neyti. Þar para aðilar sig saman á 15 mínútna fundi og ræða grænar lausnir sem gagnast þeim. Í fyrra gaf Grænvangur út fyrstu útgáfu af Loftslagsvegvísi atvinnu- lífsins sem er lykill að samstarfi milli atvinnulífsins og stjórnvalda um að draga úr losun og ná sam- eiginlegum loftslagsmarkmiðum. Við unnum loftslagsvegvísinn með atvinnugreinafélögunum sex, Samorku, Samtökum ferða- þjónustunnar (SAF), Samtökum fjármálafyrirtækja (SFF), Sam- tökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), Samtökum iðnaðarins (SI), Samtökum verslunar og þjónustu (SVÞ) og Bændasamtökunum og þessi fyrsta útgáfa var ákveðinn núllpunktur þar sem staðan í hverri atvinnugrein fyrir sig var sett fram ásamt tillögum til úrbóta og stefnum fram á við. Við teljum að þessi loftslagsvegvísir sé mikil- vægur bæði til markmiðasetningar fyrir fyrirtæki og hvatning til stjórnvalda um að ryðja hindr- unum úr vegi og skapa hvata til frekari aðgerða. Það er ekki síst í atvinnulífinu sem lausnirnar verða til.“ Grænvangur heldur úti vefsíðu: graenvangur.is. „Þar erum við með ýmsan fróðleik um hvernig fyrir- tæki geta grænkað rekstur sinn og þá eru þar hlekkir og upplýsingar sem nýtast í þeim tilgangi; þar má finna reiknivélar, ráðgjafa og ýmis verkfæri á þessu sviði. Síðan viljum við auðvitað halda áfram að stuðla að umfjöllun um nýsköpun og grænar lausnir og skapa þannig jákvæða umræðu og stemningu í kringum málaflokkinn og erum til að mynda með ársfund 5. apríl þar sem við ætlum einmitt að setja mál málanna á dagskrá. Á ársfundi Grænvangs munum við eiga samtal um þátt atvinnu- lífsins í orkuskiptum Íslands en árangri í loftslagsmálum verður einungis náð með samhentu átaki samfélagsins í heild; samvinnu atvinnulífsins og stjórnvalda og almennings í raun líka. Með þess- ari samvinnu getum við tryggt að loftslagsmarkmiðum verði náð og samhliða stuðlað að aukinni sam- keppnishæfni íslenskra fyrirtækja á alþjóðamörkuðum til lengri tíma litið.“ Umhverfi og félagslegir þættir Hvernig tengist sjálf bærni í rekstri loftslagsmálum? „Það er þannig að sjálfbærni heilt yfir er að verða miklu betur þekkt í rekstri fyrirtækja þessi misseri og aukin áhersla lögð á sjálfbæra vegferð fyrirtækja. Þá er verið að tala um umhverfi og félagslega þætti og svo stjórnar- hætti – eða umhverfi, samfélag og efnahag sem eru saman sjálfbærn- istoðirnar þrjár. Nú eru fyrirtæki að skilgreina lykilmælikvarða ekki einungis út frá efnahags- legum forsendum heldur líka út frá þessum óáþreifanlegu þáttum og taka inn umhverfis- og félagslega þætti. Þá setja þau sér markmið á sviði umhverfis- og loftslagsmála og móta sér sjálfbærnistefnu í rekstri en þá þarf að vera með vel skilgreinda umhverfis- og lofts- lagsstefnu sem tekur mið af losun frá hefðbundnum rekstri, orku- notkun, úrgangi og ferðalögum svo dæmi séu tekin; dregur úr losun þar sem hægt er og kol- efnisjafnar það sem eftir stendur. Síðan þarf auðvitað að huga að félagslega þættinum og þar þurfa fyrirtæki að vera með góða og vel skilgreinda mannauðsstefnu og jafnréttisstefnu og er mikilvægt að leggja áherslu á virðingu, jafnrétti, heilsu og öryggi starfsmanna. Svo má ekki gleyma stjórnar- háttunum; að hafa góðar siða- reglur, persónuverndarstefnu og skýrar starfsreglur stjórnar. Með því að brjóta þetta svona niður og móta sjálfbærnistefnu þá næst að halda utan um ólíka þætti rekstursins en draga inn þessa óáþreifanlegu þætti sem alla jafna hafa ekki endilega verið teknir inn og gera þá að mælikvörðum; það er nauðsynlegt að skilgreina mælikvarða og markmið til að ná árangri. Síðast en ekki síst er auðvitað mikilvægt að endurskoða stefnu og markmið reglulega og uppfæra eftir þörfum. Með yfir- gripsmeiri og heildrænni sýn á reksturinn má taka inn áhrif lofts- lagsbreytinga á reksturinn og ekki síður áhrif viðkomandi rekstrar á loftslagsbreytingar.“ Allir geta gert eitthvað Þegar Birta Kristín er spurð hvernig fyrirtæki geti stundað sjálf bæran rekstur segir hún að það geti allir haft áhrif með einum eða öðrum hætti. „Og mikilvægast auðvitað er að byrja. Fólk á til að mikla fyrir sér hvort það sé að taka þessi mál föstum tökum en það er að breytast hratt og greini- lega miklu meiri vilji til góðra verka og skilningur á þörfinni. Einfalda nálgunin á þetta er að það geta allir gert eitthvað en stóra málið er að hefjast handa. Það er alltaf gott að byrja á því að setja fram einhvers konar stefnu- yfirlýsingu; einhvern ramma til þess að vinna eftir sem er raun- hæfur, skynsamlegur og skiljan- legur út frá rekstri einingarinnar. Síðan eru til dæmis ýmis tól og tæki sem hægt er að nýta sér hvort sem það eru ráðgjafar, ókeypis reiknivélar á netinu eða grænu skrefin í ríkisrekstri sem eru ein- faldar leiðbeiningar til þess að byrja á.“ ■ Árangri í loftslagsmálum verður einungis náð með samhentu átaki samfélagsins í heild „Nú eru fyrirtæki að skilgreina lykilmælikvarða ekki einungis út frá efnahags- legum forsend- um heldur líka út frá þessum óáþreifanlegu þáttum og taka inn umhverfis- og félagslega þætti,“ segir Birta Kristín Helgadóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI kynningarblað 19FÖSTUDAGUR 25. mars 2022 SJÁLFBÆR REKSTUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.