Fréttablaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 50
Í Sjálfbærnivísi PwC kemur einnig fram að bankar standa sig vel í að kolefnisjafna starf- semi sína. Með aukinni samfélagsábyrgð fyrirtækja er verið að kalla eftir því að fyrirtæki taki ábyrgð á áhrifum sínum sem hefur þannig bein áhrif á samkeppnishæfni þeirra. Samfélagsábyrgðin getur skilað fyrirtækjum ávinningi í áhættustjórnun, dregið úr kostnaði og haft áhrif á fjölmarga þætti líkt og aðgengi að fjármagni, viðskiptasam- bönd, launajafnvægi, mannauðsmál og nýsköpun. PwC | Sími 550 5300 | www.pwc.is Reykjavík | Akureyri | Húsavík | Hvolsvöllur | Vestmannaeyjar | Selfoss Sjálfbærni Mikilvægur drifkraftur í rekstri fyrirtækja í nútímasamfélagi Hjá PwC starfar þverfaglegt teymi sem veitir ýmsa þjónustu á sviði sjálfbærnimála. Með aukinni samfélagsábyrgð fyrir- tækja er kolefnisspor þeirra meðal annars minnkað. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY thordisg@frettabladid.is Með aukinni samfélagsábyrgð fyrirtækja hefur verið kallað eftir því að fyrirtæki taki ábyrgð og skýri frá áhrifum sínum á sam- félagið. Upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja hefur ekki verið stöðluð með þeim hætti að hægt sé að bera saman upplýsingar á sama hátt og hægt er að bera saman fjár- hagslega upplýsingagjöf í formi ársreikninga. Á næstu árum mun þetta breytast þannig að stöðlun verður meiri, á sama tíma og kröfur um upplýsingagjöf munu aukast. Samkvæmt yfirlýsingu frá IASB (e. International Accounting Standards Board) á COP26, lofts- lagsráðstefnu SÞ í Glasgow 2021, hefur verið stofnað alþjóðlegt staðlaráð sem mun stuðla að sam- ræmingu og stöðlun á sjálfbærni- upplýsingum. ESG-teymi PwC hefur rýnt markaðinn og gefið út skýrsluna Sjálfbærnivísir. Í skýrslunni er samantekt á opinberum upp- lýsingum úr sjálfbærniskýrslum fyrirtækja á Íslandi, með það að markmiði að greina og setja fram áhugaverðar niðurstöður sem gagnast lesendum til að geta borið saman fyrirtæki, ekki einungis með fjárhagslegum mælikvörðum heldur einnig með sjálfbærni að leiðarljósi. Með þessu framtaki vill PwC stuðla að aukinni þekkingu um málefnið, setja fram viðmið og hvetja til faglegrar umræðu. Samræmingu vantar í sjálfbærni skýrslugerð á Íslandi Samkvæmt Sjálfbærnivísi PwC eru örfá fyrirtæki á Íslandi með undirritaða staðfestingu þriðja aðila á sjálfbærniskýrslum sínum. Því er ekki öruggt að sambærilegar forsendur liggi að baki forsendum sjálfbærniskýrslna fyrirtækja sem gerir þær samanburðarhæfar. Í Sjálfbærnivísi PwC kemur einnig fram að bankar standa sig vel í að kolefnisjafna starfsemi sína og einnig sést að Landsbankinn er með sexfalt meira kolefnisspor en samkeppnisaðilar, sem skýrist að mestu af nýbyggingu höfuðstöðva bankans. Hjá öllum þeim fyrirtækjum sem Sjálfbærnivísir PwC nær yfir voru miðgildislaun karla hærri en kvenna árið 2021. ■ Skýrsluna er að finna á heimasíðu PwC: pwc.is/is/thjonusta/sjalfba- erni.html Sjálfbærnivísir PwC gefinn út Vinnum saman í átt að sjálfbærni. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY jme@frettabladid.is Sjálf bærnisýningin Nordic Susta- inability Expo verður haldin í Svíþjóð 17.–18. maí næstkomandi í samstarfi við Svansmerkið, CSR Sweden, Cradlenet, A Sustainable Tomorrow og NMC The Swedish Association for Sustainable Business. Fyrirtæki og stofnanir á Norðurlöndunum geta tekið þátt í ráðstefnunni. Það hefur aldrei verið jafn mikilvægt að hitttast, deila reynslu og auka samvinnu í átt að sjálf bæru samfélagi og bættri samkeppni. Við þurfum að láta verkin tala og stuðla að nýsköpun, brjóta múra, styrkja tengslanetið og taka djarfar ákvarðanir í samræmi við alþjóð- leg markmið, eins og Agenda 2030 og Global Goals. Nýttu þetta einstaka tækifæri til þess að sýna hvað þitt fyrirtæki getur gert til að stuðla að breytingum og hjálpaðu öðrum í sinni sjálf bærnivegferð. Nánari upplýsingar á nordicsusta- inabilityexpo.se.■ Sköpum nýja framtíð saman 36 kynningarblað 25. mars 2022 FÖSTUDAGURSJÁLFBÆR REKSTUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.