Fréttablaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 42
Mjólkursamsalan ein- setur sér að starfa í sátt við umhverfi sitt og náttúru landsins hverju sinni. Með stefnu sinni leitast fyrir- tækið við að endurspegla umhverfisvæn sjónarmið í öllum skrefum virðiskeðj- unnar og leggja þar með ríka áherslu á bestu umgengni til verndar umhverfinu og nátt- úru landsins. Á undanförnum árum hefur MS tekið stór skref í átt að sjálfbærni, með því að draga úr kolefnisspori og hámarka nýtingu hráefna. Ásamt því að hafa skipt yfir í umhverfisvænni mjólkurumbúðir og minnkað plastnotkun, hefur fyrirtækið ráðist í stór fjárfest- ingarverkefni í framleiðsluhluta starfseminnar. „Fyrir tveimur árum tókum við síðustu skrefin í orkuskiptum hjá fyrirtækinu í gufuframleiðslu. Mjólkursam- salan slökkti á síðasta olíukatli fyrirtækisins haustið 2020 og þannig náðum við því markmiði að öll gufa, sem er nauðsynleg til mjólkurvöruframleiðslu, er nú framleidd með endurnýjanlegri orku. Mjólkursamsalan er eina fyrirtækið í mjólkurframleiðslu í heiminum sem nýtir alfarið umhverfisvæna orku í vinnslu á mjólkurafurðum, svo vitað sé,“ segir Margrét Gísladóttir, sérfræð- ingur á hagsýslu- og samskipta- sviði Mjólkursamsölunnar. Etanólframleiðsla af stað í haust Fyrir fimm árum var tekið risa- skref í umhverfismálum tengdum matvælaframleiðslu hér á landi þegar opnuð var ný verksmiðja á Sauðárkróki, Íslenskar mysuaf- urðir, sem er í eigu Mjólkursamsöl- unnar og Kaupfélags Skagfirðinga. „Þá hófum við framleiðslu á pró- teindufti úr um 50 milljón lítrum af mysu sem áður var ónýtt. „Stefnt er á að etanólframleiðsla úr mjólkursykri muni einnig hefjast þar með haustinu. Þá erum við í raun farin að fullnýta hráefnið og eina sem verður eftir við fram- leiðsluna er vatn,“ segir Margrét. Dregið úr matarsóun Mjólkursamsalan hefur einnig um árabil lagt áherslu á umhverfis- vænar umbúðir og endurvinnslu þeirra. Mjólkurfernur MS eru umhverfisvænustu umbúðir sem völ er á fyrir mjólk og bera 66% minna kolefnisspor en áður. Var Mjólkursamsalan fyrst fyrirtækja sinnar tegundar til að nýta sér þennan vistvæna valmöguleika fyrir alla sína mjólk og það munar um minna, þar sem fyrirtækið pakkar árlega mjólk í 25 milljónir mjólkurferna. Þá höfum við einnig einbeitt okkur að því að minnka matarsóun og merkjum nú fern- urnar okkar „Best fyrir – oft góð lengur“. Matvörur sem eru merktar með „best fyrir“ eru oft í lagi eftir þá dagsetningu, svo lengi sem lykt og bragð er í lagi og ef varan hefur verið geymd rétt. n MS leggur áherslu á umhverfisvæna framleiðslu Margrét Gísla- dóttir, sér- fræðingur á hagsýslu- og samskiptasviði Mjólkursam- sölunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Þá þyrfti hún að hafa sjálf- bæra nýtingu og hringrásar- hagkerfið að leiðarljósi, segir Eva Magnúsdóttir, fram- kvæmdastjóri Podium ehf. „Stærsta breytingastjórnunar- verkefni okkar tíma er að tryggja áframhaldandi tilveru okkar á jörðinni, þar sem jafnvægi er á milli lífsgæða og almennrar hag- sældar. Þegar fjallað er um hagsæld og lífsgæði þjóða er ekki nóg að horfa eingöngu til efnahagslegra þátta eins og vergrar landsfram- leiðslu eða hagvaxtar. Mæla þarf aðra þætti sem hafa áhrif á daglegt líf fólks, eins og heilsu, húsnæði, atvinnu, menntun, tekjur og fleira.“ Þetta segir Eva Magnús- dóttir, stofnandi og framkvæmda- stjóri Podium ehf. Eva hefur leitt stefnumótun og innleiðingu stefnu með sjálfbærni að leiðarljósi hjá fjölda fyrirtækja, sveitarfélaga og félagasamtaka frá 2014. Podium veitir stjórnendum ráðgjöf við að auka sjálfbærni í rekstri og stuðst er við alþjóðlega staðla og viðmið, svo sem eins og GRI, UFS, UN Global Compact og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Hagvöxtur á kostnað jarðar „Ósjálfbær hagvöxtur er ekki góð hugmynd sé hann fenginn á kostnað jarðarinnar. Við þurfum að huga vel að því hvaða áhrif aðgerðir okkar hafa. Hugsum okkur ef jörðin væri geimskip, þá þyrfti hún að vera sjálfbær og það yrði að vera jafnvægi á milli getu geimskipsins til þess að styðja við líf íbúa þess og væntinga þeirra. Þú færir ekki út í búð í miðri geimferð – yrðir annað- hvort að hafa allt til taks eða notast við sjálfbæra nýtingu og hring- rásarhugsun um borð. Sjálfbærni og samfélagsleg ábyrgð hafa úrslitaáhrif á framtíð okkar á jörðinni. Ríkið, sveitarfélög, fyrirtæki, félagasamtök og ein- staklingar þurfa að taka höndum saman og innleiða sjálfbærni í sitt daglega líf. Samvinna er mikilvæg á öllum stigum og gott dæmi er samvinnuverkefni íslenskra stjórn- valda, samráðshópur sem starfandi er á vegum forsætisráðuneytis, og Sambands íslenskra sveitarfélaga um heimsmarkmiðin. Verkefnið er stuðningsverkefni fyrir sveitar- félög um innleiðingu heimsmark- miðanna og felur meðal annars í sér verkfærakistu um innleiðingu heimsmarkmiðanna. Með slíku samstarfi fá sveitarfélög ráðgjöf og fagþekkingu og styðja hvert við annað.“ Að virkja eða ekki virkja Eva segir að sem betur fer séu fyrir- tæki og mörg sveitarfélög á Íslandi almennt að standa sig vel í sinni sjálfbærnivegferð en að við þurfum saman sem þjóð að taka á stóru málunum sem eru orkuskiptin og innleiðing hringrásarhagkerfisins á öllu landinu. Við þurfum þannig líka að finna þetta jafnvægi á milli náttúruverndar og sjálfbærrar nýtingar á auðlindum jarðar. Það eru stóru málin sem við þurfum að ná sátt um, segir hún. „Að virkja eða ekki virkja. Ég er svo lánsöm að hafa fengið að fylgja mörgum metnaðarfullum fyrirtækjum og sveitarfélögum á þeirra sjálfbærnivegferð og mark- miðasetningu. Vinnustofur þar sem stjórnendur og starfsmenn, kjörnir fulltrúar, skólafólk, börn og unglingar koma saman og ákveða framtíðina, getur verið mikil upp- ljómun. Þegar unnið er með heims- markmið Sameinuðu þjóðanna ríkir almenn sátt því það er enginn sérstaklega ósammála um að þau búi til betri heim,“ segir hún. Miðlun og sjálfbærniáhætta Að miðla því sem vel er gert getur breytt áliti okkar á fyrirtækjum og við höfum val sem neytendur um hvert við beinum viðskiptum okkar. Við þurfum að geta kynnt okkur vel hvernig fyrirtækin standa sig í sjálfbærnimiðlun. Lagabreytingar um upplýsingagjöf sjálfbærniupplýsinga, sem boð- aðar hafa verið hjá ESB og kynntar, munu að öllum líkindum hafa áhrif hér á landi þegar þær taka gildi. Þannig verður mögulegt að mata inn sjálfbærniupplýsinngar í evrópskan gagnagrunn og fyrir- tæki verða skylduð til þess að nota sjálfbærni staðla ESB. Lögin ná til stærri hóps fyrirtækja og fyrir- tækjunum ber að tilgreina áhrif sín á umhverfi og samfélag og einnig leggja áherslu á sjálfbærniáhættu. Allflest íslensk stórfyrirtæki og einhver minni miðla nú þegar sjálf- bærniupplýsingum sínum á mjög skilmerkilegan hátt í skýrslum. Aftur á móti mættu fleiri fara í ítar- legri greiningu á sjálfbærniáhættu sinni. Það væri fróðlegt að sjá þannig vinnu ná flugi í framtíðinni, því það myndi leggja grunninn að framtíðarmarkmiðum og enn ítar- legri skýrslugjöf. n Podium er með skrifstofu í Leir- vogstungu 20 í Mosfellsbænum, sími hjá Evu er 858 6301. Ef jörðin væri geimskip Eva Magnúsdóttir rekur ráðgjafarfyrirtækið Podium. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Sjálfbærni og samfélagsleg ábyrgð hafa úrslitaáhrif á framtíð okkar á jörð- inni. 28 kynningarblað 25. mars 2022 FÖSTUDAGURSJÁLFBÆR REKSTUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.