Fréttablaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 22
Sveitastjórn Flóahrepps ákvað í lok ársins 2019 að hefja stefnumótun með nýja framtíðarsýn, sem tekur mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Til- gangurinn er að innleiða sjálfbæra og framsækna þróun í sveitarfélaginu og stuðla að heilsusamlegu og bættu samfélagi. elin@frettabladid.is Eydís Þorbjörg Indriðadóttir, sveit- arstjóri Flóahrepps, segir að í fram- haldi af skuldbindingu Íslands 2015, hafi heimsmarkmiðin verið kynnt meðal annars á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þar hafi hún og Árni Eiríksson oddviti heillast af hugmynda- fræðinni og sent kynningarefni á allar nefndir sveitarfélagsins í framhaldi af því. „Það var síðan í lok ársins 2019 sem sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti einróma að vinna að heildarstefnumótun til næstu ára og þróa heildarfram- tíðarsýn með heimsmarkmiðin að leiðarljósi. Um leið styrkjum við stoðir sjálfbærrar þróunar,“ segir Eydís. Varmadæluvæðing í Flóaskóla „Innleiðing gengur vel og ýmis verkefni eru þegar komin af stað. Við höfum til dæmis verið að skipta um orkugjafa í Flóaskóla. Skólinn er staðsettur á köldu svæði og fram til síðasta árs hefur hann verið kyntur upp með rafmagni. Við fjárfestum í varmadælum og fengum styrk til þess frá Orku- sjóði. Þetta er stórt verkefni og það þurfti að gera ákveðnar breytingar eins og að tengja loftræstikerfi við varmadælu, plægja niður 2,3 km af lögnum í skólalóð og fleira. Í sumar munum við skipta út rafmagnsþilofnum sem voru til staðar í einum áfanga byggingar- innar,“ segir Eydís. Bæði leik- og grunnskóli Flóahrepps taka þátt í verkefninu með því að starfa samkvæmt grænfánastefnu, sem gerir ríkar kröfur til þess að unnið sé með sjálfbærni að leiðarljósi. Gerðar eru úttektir á starfseminni reglulega. „Með þessari stefnu eru gerðar kröfur um að spara raf- magn, sporna við matarsóun og spara pappír svo eitthvað sé nefnt,“ segir Eydís, en í grunnskólanum eru 116 börn og um 40 í leikskólan- um. Flóahreppur hefur einnig gert samning við Embætti landlæknis um verkefnið Heilsueflandi sam- félag og taka skólarnir þátt í því. „Samfélagið er ungt, með góðan aldurspíramída, þannig að það eru hlutfallslega mörg börn í leik- og grunnskóla miðað við íbúafjölda. Um sjö hundruð manns búa á svæðinu. Við látum stefnu heims- markmiðanna ná til allra sviða sveitarfélagsins og allar stofnanir taka þátt í verkefninu. Þegar við vorum að innleiða þessa stefnu var það gert í samráði við þær sem og nefndir sveitarfélagsins. Við réðum verkefnastjóra, Evu Magnúsdóttur ráðgjafa hjá Podium, en hún hafði unnið að sambærilegu verkefni í Skaftárhreppi. Fulltrúar í nefndum og íbúar í sveitarfélaginu voru sömuleiðis kallaðir til samráðs og verkefnið kynnt á fundum og rafrænt. Við vorum ávallt að huga að sjálfbærni samfélagsins og vel- ferð íbúanna,“ segir Eydís og bætir við að heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sé gott tæki til þess og allir hafi unnið lausnamiðað að markmiðasetningu fyrir sveitar- félagið sitt. Nú er einnig búið að vinna skólastefnu Flóahrepps á sama grunni og birta hana á heimasíðu sveitarfélagsins. Lærdómsríkt ferli „Við erum nú að undirbúa gerð loftslagsstefnu og nýtum okkur til þess veflausnir Umhverfisstofn- unar. Leiðtogahlutverk Sambands sveitarfélaga er mikilvægt í verk- efnum eins og heimsmarkmiða- vinnunni, en verkefnisstjórar frá þeim hafa stýrt reglulegum sam- ráðsfundum þar sem við lærum hvert af öðru. Við höfum m.a. verið að vinna með Skútustaðahreppi, Hornafjarðarbæ, Kópavogi, Hafnarfirði og Fjarðarbyggð ásamt fleirum. Allir eru mjög áhugasamir að fara þessa leið og það er lær- dómsríkt að fylgjast með hvað hin sveitarfélögin eru að gera.“ Flokka allt rusl Mörg landbúnaðarfyrirtæki eru í Flóahreppi og segir Eydís að bænd- ur séu líka að vinna að því að taka inn þessa hugmyndafræði. Núna, þegar aðföng eins og áburðargjöld eru að hækka í verði, er sjálfbærni og endurnýting góð leið til að halda kostnaði í lágmarki. Flóahreppur tók þá ákvörðun árið 2011 að flokka allt sorp í þaula í sveitinni og er enginn afsláttur gefinn í því efni. Allur lífrænn úrgangur er sömuleiðis flokkaður og er sóttur á alla bæi sem óska eftir því. Aðrir nýta úrganginn til moltugerðar eða sem áburð.“ Eydís bendir á að mjög fram- sækið fyrirtæki sé starfandi í hreppnum, Orkugerðin. „Fyrirtæk- ið er staðsett við Suðurlandsveg og er í eigu sláturleyfishafa og sveitar- félaga. Það tekur á móti úrgangi úr sláturhúsum og vinnur úr honum verðmætar afurðir. Afurðir eru fita til orkunotkunar og próteinríkt kjötmjöl. Mjölið er notað í skóg- rækt og landgræðslu á Suðurlandi. Áhugi er fyrir því að nota mjölið enn frekar, en reglur eru enn þá fullstrangar hvað varðar þau tíma- mörk sem eru frá dreifingu kjöt- mjölsins til nýtingar á landi. Það er mjög margt spennandi að gerast í sveitarfélaginu. Meðal ann- ars höfum við skipt út bensínbíl hjá umsjónarmanni fasteigna fyrir rafbíl og hugmyndin er að setja upp nútíma hraðhleðslustöðvar við allar stofnanir sveitarfélagsins. Það er ákveðið tækifæri til þess að gera vel við starfsmenn með því að láta þá hafa starfsmannakort sem gengur að hleðslustöðinni. Með því hvetjum við starfsmenn til að skipta yfir í rafbíla.“ Sveitarstjórinn á förum Eydís segir að tíminn sem sveitarstjóri Flóahrepps hafi verið einstaklega skemmtilegur og lærdómsríkur. Áður en hún tók við sem sveitarstjóri hafði hún verið oddviti Ásahrepps í Rangárvallasýslu í átta ár, með verkefni sveitarstjóra á borðinu. Þar á undan hafði hún verið eitt kjörtímabil í sveitarstjórninni þar. „Málefni sveitarfélaga brenna á mér og hafa verið mér hugleikin lengi. Það hefur verið sérstak- lega lærdómsríkt að starfa hér enda vinnur sveitarstjórnin vel saman,“ segir Eydís en hún lætur af starfi í vor. „Ég gef kost á mér í Rangárþingi ytra. Ég hef búið í Rangárvallasýslu síðan 1996 og ákvað núna að fara aftur í heima- pólitíkina,“ segir hún. n Framsækið sveitarfélag í sjálfbærri þróun Það er fallegt í landslagið í Flóahreppi. MYND/ÁRNI GEIR Eydís Þorbjörg Indriðadóttir, sveitarstjóri Flóahrepps 8 kynningarblað 25. mars 2022 FÖSTUDAGUR Við styðjum Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna Við bjóðum upp á vörur og þjónustu sem stuðla að góðri heilsu og vellíðan, notum ábyrgar framleiðsluaðferðir, styðjum aðgerðir í loftslagsmálum og vinnum að jöfnum rétti kynjanna. Nánari upplýsingar á www.ossur.com/csr Össur er kolefnishlutlaust fyrirtæki Okkur er annt um umhverfið og við tökum ábyrgð okkar alvarlega SJÁLFBÆR REKSTUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.