Fréttablaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 26
SJÁLFBÆR REKSTUR LEX býr yfir reynslu og þekkingu í innleiðingu sjálfbærnimarkmiða eftir viðurkenndum aðferðum sem notuð eru í ráðgjöf til viðskiptavina. Fjölmargar fréttir birtast nú um viðskiptaþvinganir eftir innrás Rússa í Úkraínu. Einnig hafa mörg fyrirtæki ákveðið að hætta við- skiptum við Rússland. Óvæntir atburðir sem þessir, sem hafa ófyrirsjáanleg áhrif í för með sér á viðskipti í heiminum, sýna þá margvíslegu áhættu sem er í umhverfi og starfsemi fyrirtækja og fjárfesta. Víðtæk röskun á mörkuðum Eva Margrét Ævarsdóttir er reynslumikill lögmaður og leiðir þjónustu LEX á sviði sjálf bærni og UFS-ráðgjafar. Hún segir að f lokka megi margar af af leiðingum átak- anna undir sjálf bærniáhættu sem muni líklega hafa áhrif á sjálf- bærnivinnu fyrirtækja og fjárfesta sem hafa sett sér loftslagsmark- mið. Mikilvægt sé fyrir stjórn- endur fyrirtækja að þekkja slíkar hættur og geta brugðist við þeim. Sem dæmi um það nefnir Eva að átökin hafi til að mynda þegar valdið margvíslegum röskunum á orkumarkaði í Evrópu eins og margir þekkja úr fjölmiðlum. Einnig segir hún að vörur sem við neytum daglega séu að verða fyrir áhrifum. „Rússland og Úkraína eru til dæmis með stærstu útf lytjendum sólblómaolíu í heiminum, sem er notuð í snakk, kex og margvíslega matvöru. Ekki er auðvelt að finna jurtaolíu í stað hennar. Takist það fylgja oft önnur vandkvæði, til dæmis að koma í veg fyrir ranga innihaldslýsingu á matvöru, enda f lókið og kostnaðarsamt að breyta pakkningum.“ Mikilvægt að þekkja áhættu Mikil þróun hefur orðið á síðustu árum í því hvernig fyrirtæki og fjárfestar vinna með sjálf bærni í sinni starfsemi og þá sérstak- lega hvernig sjálf bærniáhætta er greind, þar með talið í birgða- keðjum. Eva segir starfsfólk LEX hafa fundið fyrir aukinni eftir- spurn eftir sjálf bærniráðgjöf. LEX búi yfir reynslu og þekkingu í inn- leiðingu sjálf bærnimarkmiða eftir viðurkenndum aðferðum sem þau nota í ráðgjöf til viðskiptavina. „Áhersla á sjálf bærni er ekki að minnka og athyglin hefur færst á áhættu tengda sjálf bærni. Það er mikilvægt að við aðlögum okkur að því og kortleggjum áhættu sem er til staðar,“ segir Eva að lokum. n Áhrif átakanna í Úkraínu koma víða fram Eva Margrét Ævarsdóttir lögmaður leiðir þjónustu LEX á sviði sjálfbærni og UFS-ráð- gjafar. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Brynja Þóra Guðnadóttir og Þóra Hafdís Arnardóttir fengu nýlega þróunar- og rannsóknarstyrk frá Hönn- unarsjóði til að þróa bio- flísar úr íslenskum sandi og bakteríum. sandragudrun@frettabladid.is Þóra er í doktorsnámi við New- castle-háskóla þar sem hún hefur verið að þróa eins konar steypu úr bakteríum. „Doktorsverkefnið mitt snýst um lífsteinefnavæðingu. Í stuttu máli þá eru til ákveðnar bakteríur sem geta búið til kristal og ég nota hann og blanda við sand til að mynda efni sem er svipað sand- steini,“ útskýrir Þóra. „Hugmyndin að bioflísunum, sem við Brynja stefnum á að þróa, er byggð á þessu efni.“ Brynja vinnur við innanhúss- hönnun og hefur mikið verið að velta fyrir sér því efni sem notað er á heimilum fólks. „Það skiptir svo miklu máli hvaða efni eru notuð. Það er notað mjög mikið af eiturefnum í vörum fyrir heimili. Þau geta valdið alls kyns sjúkdómum, eru ósjálf bær og geta valdið skaða í vistkerfinu. Ég hef verið að vinna í þróun á lifandi byggingu í eitt og hálft ár og tengi bioflísarnar við það verkefni,“ útskýrir Brynja. „Ég komst í tengsl við Þóru í gegnum Fablab og við ákváðum að vinna saman.“ Nota auðlind sem vex Bioflísarnar sem Brynja og Þóra eru að þróa eru hugsaðar til að nota innanhúss en þær segja að það sé samt örugglega hægt að þróa efnið svo hægt sé að nota þær utanhúss. „Efnið sem við erum að nota er endurnýjanleg auðlind. Bakterí- urnar fjölga sér hratt, við erum að nota sambland af bakteríum og næringarefnum til að mynda f lísarnar. Þetta er umhverfisvænt ferli í þróun á vörum,“ segir Þóra. „Það er að verða skortur á nátt- úrulegum auðlindum því það er búið að ganga svo mikið á þær. Það sem mér finnst spennandi við þetta verkefni er að bakterían vex og verður að kalki, sem er bindiefni. Í stað þess að taka eitthvað, þá erum við að rækta eitthvað. Við erum að nota auðlind sem vex. Þetta efni myndast á svipaðan hátt og kórallar myndast. Mér finnst það svolítið skemmtileg samlíking,“ bætir Brynja við. Styrkurinn sem þær Brynja og Þóra fengu er hugsaður til að byrja frumrannsókn á þróun f lísanna. Þær stefna að því að nota styrkinn í sumar til að vinna að rannsókn- inni og sækja svo um styrk eftir sumarið fyrir vöruþróun. „Núna er ég að þróa sýnishorn af öðruvísi aðferðafræði við að byggja upp efnið. Ég er að búa til kubba og sýna hvernig f læðið fer í gegnum sandrými með bakterí- um, og hvernig þetta vinnur allt saman svo hægt sé að búa til vörur sem unnt er að nota. Svo ætlum við að reyna að einfalda aðferðina til að hægt sé að framleiða f lís- arnar á Íslandi,“ segir Þóra. n Þróa lífrænar flísar úr sandi og bakteríum Flísarnar verða gerðar úr blöndu af bakteríum sem vaxa og mynda kristal og sand. MYNDIR/AÐSENDAR Brynja Þóra Guðnadóttir Þóra Hafdís Arnardóttir Efnið sem við erum að nota er endurnýjanleg auðlind. Bakteríurnar fjölga sér hratt. Brynja Áhersla á sjálf- bærni er ekki að minnka og athyglin hefur færst á áhættu tengda sjálfbærni. 12 kynningarblað 25. mars 2022 FÖSTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.