Fréttablaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 21
Sjálfbærnihug- sjónin nær þó enn lengra og sem dæmi eru um 30 ár síðan við tókum þátt í stofnun Endurvinnslunnar. Einar Snorri Magnússon SJÁLFBÆR REKSTUR Coca-Cola á Íslandi rekur tvær verksmiðjur, í Reykja- vík og á Akureyri. Sjálfbærni skiptir fyrirtækið miklu máli en rúm 30 ár eru síðan það tók þátt í stofnun Endur- vinnslunnar. Fyrirtækið stefnir á kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Coca-Cola Europacific Partners, móðurfyrirtæki Coca-Cola á Íslandi, hefur sett sér það leiðar- ljós að vinna að sjálfbærni og nýta fyrirtækið og vörumerkin til að stuðla að betri framtíð fyrir fólkið og jörðina. Sjálfbærni er kjarna- þáttur í viðskiptum CCEP og árið 2018 setti fyrirtækið sér víðtæka sjálfbærnistefnu í sex köflum með 21 mælanlegu og tímasettu markmiði. Fyrirtækið hefur skuld- bundið sig til að draga úr kolefnis- losun um 30% fyrir árið 2030 og ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. „Við höfum farið eftir þessu plani í nokkur ár og erum með markvissa framkvæmdaáætlun til að ná þessum markmiðum. Sjálf- bærnihugsjónin nær þó enn lengra aftur og sem dæmi eru um 30 ár síðan við tókum þátt í stofnun Endurvinnslunnar. Nú eru hátt í 90% drykkjarumbúða sem skila sér í endurvinnslu, en við tökum þátt í að tryggja það,“ segir Einar Snorri Magnússon, forstjóri Coca- Cola á Íslandi. 100% endurunnið plast í flöskunum „Coca-Cola á Íslandi rekur tvær verksmiðjur, Víking Brugghús á Akureyri og verksmiðju fyrir vatn og gosdrykki í Reykjavík. Við tókum stórt skref í fyrra, þar sem við vorum einn af fyrstu mörk- uðum í heimi til að nota eingöngu 100% endurunnið plast í öllum flöskum sem við framleiðum. Þannig drögum við verulega úr plastnotkun, sköpum hringrás fyrir umbúðirnar og drögum stórlega úr kolefnisspori. Samhliða þessu höfum við líka verið að nota endur- unnið plast í ytri umbúðir eins og pakkningar utan um flöskurnar,“ segir Einar. „Við það að færa okkur yfir í endurunnið plast sparast ígildi 400 tonna af kolefnum, kolefnisspor vegna framleiðslu á plastflöskum minnkar um 44% og við hættum að kaupa sem nemur 530 tonnum af nýju plasti á ári.“ Nýjasta skref fyrirtækisins í átt að aukinni sjálfbærni er ný átöppunarlína sem verður sett upp seinna á árinu, en hún mun létta plastflöskurnar enn þá meira, að sögn Einars. „Á sama tíma verður breyting á töppunum okkar. Þeir verða áfastir svo þeir losni ekki frá þegar flaskan er opnuð, þannig erum við að tryggja að tapparnir skili sér líka í endurvinnsluna. Þá erum við einn- ig að minnka plastið í töppunum. Það er stöðugt verið að vinna að því að minnka notkun á plasti og nota sem mest endurunnið plast í allt sem við framleiðum,“ segir hann. Kolsýran endurnýtt Einar segir að Coca-Cola á Íslandi sé mjög nálægt því að vera kol- efnishlutlaust í framleiðslunni í Reykjavík, en áætlanir eru uppi um hvernig má ná því innan skamms. Í verksmiðjunni fyrir norðan er einnig unnið að sjálfbærni og kol- efnishlutleysi á margvíslegan hátt. „Við erum sem dæmi að endur- nýta kolsýru og erum með kerfi sem grípur alla kolsýru sem við notum í framleiðsluna og þannig getum við notað hana aftur. Við það sparast sem nemur ígildi 230 tonna af kolefnum á ársgrundvelli. Við erum líka að nota minna ál í dósir og lok. Það er stöðugt verið að vinna að því að nota minni og minni umbúðir og umhverfis- vænni umbúðir,“ segir hann. „Við erum líka með fullkomn- ustu vatnsfrárennslishreinsi- stöð á landinu hér í Reykjavík. Við hreinsum allt vatn sem fer í gegnum verksmiðjuna. Vatnið fer í gegnum lífrænan feril sem hreinsar allan úrgang úr því og skilar frárennslisvatninu út úr verksmiðjunni hreinu frá okkur.“ Umhverfismál hluti af allri starfsemi Einar segir umhverfismál vera inngróin í alla starfsemi Coca-Cola á Íslandi, hvort sem það er í fram- leiðslunni eða sölu- og markaðs- málum. „Við hugsum um þessi mál á mjög breiðu sviði. Þetta er hluti af öllu okkar starfi. Við finnum að þessi mál skipta viðskiptavini okkar gríðarlegu máli. Sem betur fer gera þeir þá kröfu á okkur að við stöndum okkur vel og hugsum um þessi mál. Hvort sem það eru veit- ingastaðirnir eða matvörubúðirnar þá finnum við að viðskiptavinirnir eru að hugsa um hvernig við getum tryggt að umhverfisáhrifin séu sem minnst,“ segir hann. „Við finnum það líka að það er krafa frá starfsmönnum okkar að við hugsum um þessi mál og gerum betur í þeim. Bæði þá spyr fólk sem sækir um vinnu hjá okkur hvað við séum að gera í þessum málum og starfsfólk sem vinnur hjá okkur er mjög áhugasamt um að taka þátt í að stuðla að sjálfbærni. Á starfs- mannafundum finnum við að þessi mál eru þau sem vekja mestu og líflegustu umræðuna. Enda skipta þau gríðarlegu máli.“ ■ Með sjálfbærni að leiðarljósi í áratugi Allar plastflöskur sem notaðar eru í framleiðslu Coca-Cola á Íslandi eru úr 100% endurunnu plasti. Nýju tapparnir verða áfastir svo þeir losni ekki af þegar flaskan er opnuð. Þannig aukast líkurnar á að þeir fari með í endurvinnslu. MYNDIR/AÐSENDAR kynningarblað 7FÖSTUDAGUR 25. mars 2022
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.