Fréttablaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 39
Sjóvá hefur um langt skeið unnið að samfélagslega ábyrgum verkefnum og leitast við að lágmarka umhverfisáhrif af starf- seminni. Þannig eru til dæmis mörg áhugaverð verkefni í gangi á því sviði þegar kemur að þjónustu við viðskiptavini sem lenda í tjónum. Sjóvá hefur í gegnum tíðina lagt ríka áherslu á samfélagslega ábyrgð. Sú hugsun er enda samofin tryggingum sem ganga jú út á að við tökumst saman á við óvænt áföll. Þeir Ólafur Þór Ólafsson, for- stöðumaður eignatjóna, og Hjalti Þór Guðmundsson, forstöðu- maður ökutækjatjóna, segja að meðal þeirra samfélagslega ábyrgu verkefna sem stöðugt sé unnið að sé að lágmarka umhverfisáhrifin af tjónaþjónustu. „Sjóvá vill leggja sitt af mörkum til að stuðla að sjálfbærni og vernd umhverfisins og vinnur því að því að draga úr umhverfisáhrifum starfseminnar. Ábyrg nálgun á allt ferlið okkar, hvort sem um er að ræða samtal við viðskiptavini, þjónustuleiðir, vöruþróun eða tjónaþjónustu, er okkar leið til að stuðla að sjálfbærari lausnum,“ segir Ólafur. „Sjálfbærni er auð- vitað málaflokkur sem varðar tryggingafélög með beinum hætti. Meðvitund um umhverfisáhrif í tjónavinnslu getur haft úrslitaáhrif á ákvarðanir í kjölfar tjóna. Við sjáum mikil tækifæri til þess að bjóða fjölbreyttar lausnir sem minnka vistspor tjóna. Við höfum einnig sett okkur það markmið að verða kolefnishlutlaus fyrir árið 2025.“ Sjálfbærni aukin á öllum sviðum Hjalti segir hlutverk Sjóvár vera að tryggja verðmætin í lífi fólks og ramminn utan um þau sé ávallt samfélagið í heild sinni. „Þess vegna er það okkur hjartans mál að starfa í fullri sátt við samfélag og umhverfi og leggja okkar af mörkum til að auka sjálfbærni á öllum sviðum. Með því stuðlum við að bjartari framtíð fyrir samfélagið allt. Við bætum tjón viðskiptavina okkar og tryggjum þannig fjárhagslegt öryggi þeirra. Með öflugu forvarnarstarfi leitumst við jafnframt við að koma í veg fyrir slys og óhöpp og hjálpum þannig viðskiptavinum okkar og samfélaginu öllu að koma í veg fyrir óþarfa tjón og slys. Það skiptir máli bæði fyrir samfélagið og umhverfið.“ Lausn sem sparar sporin Þeir Hjalti og Ólafur segja stöðugt aukna áherslu lagða á að finna leiðir til að draga úr umhverfis- áhrifum starfsemi Sjóvár. Ólafur nefnir fyrst til sögunnar rafræna fjarskoðunarlausn Sjóvár, sem heitir Innsýn og hefur verið í notkun frá byrjun árs 2021. „Með Innsýn geta sérfræðingar okkar skoðað vettvang tjóna í gegnum snjallsíma viðskiptavinar og metið aðstæður og hvort þörf sé á heimsókn. Þannig er oft hægt að leysa málið hratt og vel, auk þess sem þessi lausn hjálpar okkur að minnka kolefnisspor starfseminn- ar og ekki síður að spara viðskipta- vinum okkar sporin. Með þessum hætti geta sérfræðingar okkar líka jafnvel leiðbeint um fyrstu við- brögð við tjóninu og þannig komið í veg fyrir að það verði stærra.“ Mikill akstur sparaður Hann segir starfsfólk Sjóvár hafa sparað að minnsta kosti 18.000 km í akstri með Innsýn á árinu 2021. „Við erum að tala um næstum hálfan hring kringum jörðina, en við framkvæmdum yfir 1.000 raf- rænar tjónaskoðanir um land allt á síðasta ári. Þannig eru dæmi um tjón þar sem Innsýn sparaði akstur upp á allt að 500 km. Sem dæmi var hringt í tjónavaktina hjá okkur vegna vatnsleka á Austurlandi þar sem við gátum strax leiðbeint um viðbrögð til að minna skaðann, símtalið sparaði akstur upp á 300 km og málið var afgreitt á stuttum tíma. Við höfum einnig nýtt okkur þessa lausn með þjónustuaðilum okkar um allt land, það flýtir fyrir og allt ferlið verður umhverfis- vænna. Við heyrum að viðskipta- vinir okkar eru afar ánægðir með hvort tveggja, aukinn hraða og að þessi lausn hafi minni áhrif á umhverfið.“ Betri nýting tjónamuna Önnur mikilvæg aðgerð, að sögn Ólafs, er að nýta betur tjónamuni og auka þannig líftíma þeirra hluta sem þegar eru í notkun, í stað þess að kaupa nýja með tilheyrandi vistspori. „Við höfum undanfarin ár leitað nýrra leiða til að nýta tjónsmuni sem við eignumst til að lágmarka sóun vegna tjóna. Auðvitað er það ekki alltaf hægt en það er þó oft mögulegt að finna skemmtilegar lausnir. Á síðasta ári hófum við t.d. samstarf við Fjölsmiðjuna á höfuðborgar- svæðinu en þar ganga tjónamunir í endurnýjun lífdaga og nýtast til kennslu og þjálfunar. Þetta eru hlutir á borð við tölvu- og tækja- búnað, fatnað og húsgögn fyrir trésmíðadeild. Auk þess ráðstöfum við einnig ýmsum munum til skóla og ýmissa góðgerðarfélaga. Til viðbótar við þetta þá stendur við- skiptavinum til boða að velja milli uppgjörsleiða þar sem umhverfis- vænni uppgjörsleið er valkostur, þegar það er mögulegt. Þetta er eitthvað sem við finnum að fólk kann sannarlega að meta.“ Rúðuviðgerðir minnka sóun Meðal annarra verkefna sem Sjóvá hefur hrint í framkvæmd til að draga úr umhverfisáhrifum starfseminnar, nefnir Hjalti aukna áherslu á bílrúðuvið- gerðir. „Rúðuviðgerðir minnka sóun og þess vegna höfum við sett okkur markmið um að auka hlutfall viðgerða á framrúðum í stað þess að þeim sé skipt út, þegar slíkt er hægt. Viðgerð er líka mun umhverfisvænni kostur en útskipti á rúðu. Sem dæmi má nefna að útskipti meðalstórrar bílrúðu losar um 51,62 kg af CO₂ meðan viðgerð losar einungis um 0,0022 kg af CO₂. Þetta er umtals- verður munur eins og sjá má. Við hófum sameiginlegt átak með okkar frábæru samstarfsaðilum í tjónaviðgerðum árið 2020, sem kom í veg fyrir losun sem sam- svarar 15 tonna koltvísýringsgilda við rúðuskipti á síðasta ári. Við stefnum enn hærra í þessu átaki á næstunni með tilheyrandi ábata fyrir umhverfið. Einnig má nefna að viðskiptavinurinn greiðir ekki eigin áhættu af slíku tjóni og missir ekki Stofnendurgreiðslu. Það er því bæði gott fyrir viðskiptavininn og umhverfið að láta gera við rúðuna þegar mögulegt er.“ Umhverfisvænni valkostir Þegar bíll viðskiptavinar fer í viðgerð í kjölfar tjóns getur hann oft valið um að fá bílaleigubíl eða greiðslu sem samsvarar kostnaði við bílaleigubílinn að sögn Hjalta. „Við erum að bjóða fasta upphæð fyrir hvern dag sem ökutækið er í viðgerð, sem fólk velur í auknum mæli. Á síðasta ári bættum við þriðja valkostinum við sem er inneign hjá rafhlaupa- hjólaleigunni Hopp, sem vakti mikla athygli meðal viðskipta- vina okkar, enda skemmtileg nýjung og gaman að þróa þetta áfram. Fjöldi tjóna þar sem annar kostur en bílaleigubíll varð fyrir valinu endaði í 24,4% árið 2021, samanborið við 20% árið 2016, og við eigum von á að sjá þessa tölu hækka á næstu árum. Við höldum síðan áfram að leita leiða til að þróa vörur okkar, þjónustu og starfsemina í takti við umhverfið, á sama tíma og við höfum þarfir viðskiptavina alltaf að leiðarljósi. Við finnum líka fyrir því að fólk kallar í auknum mæli eftir áherslu á umhverfismálin og því ánægjulegt að geta stöðugt unnið að því að finna nýjar leiðir og lausnir til að minnka áhrifin á umhverfið, með hagsmuni við- skiptavina og samfélagsins alls að leiðarljósi.“ n Í sátt við samfélag og umhverfi Ólafur Þór Ólafsson (t.v.), forstöðumaður eignatjóna, og Hjalti Þór Guðmundsson, forstöðumaður ökutækjatjóna hjá Sjóvá. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Viðgerðir á bílrúðum minnka sóun kynningarblað 25FÖSTUDAGUR 25. mars 2022 SJÁLFBÆR REKSTUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.