Fréttablaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 58
TÓNLIST Sif Tulinius flutti verk eftir Bach og Hjálmar H. Ragnarsson. Kristskirkja þriðjudaginn 15. mars Jónas Sen Þegar Bach var ungur og starfaði sem kirkjuorganisti í Arnstadt þurfti hann einnig að þjálfa náms- mannakór og hljómsveit. Hann hafði óbeit á því. Á einni hljóm- sveitaræfingunni missti hann stjórn á sér og kallaði seinheppinn fagott- leikara öllum illum nöfnum. Fagott- leikarinn tók því ekki þegjandi, og nokkrum dögum síðar réðst hann á Bach með barefli. Hann svaraði með því að draga fram rýting. Þetta hefði getað farið illa, en nærstaddir gátu stíað þeim í sundur. Mikið skap Bachs var ekkert sérstaklega áberandi í leik Sifjar Tulinius fiðluleikara í Kristskirkju. Hún flutti þar einleikssónötuna í g-moll, og gerði það vissulega fal- lega. Tónninn í fiðlunni var breiður og hlýr og ljúf endurómunin í kirkj- unni lyfti honum upp í æðra veldi. Hins vegar var fúgan í öðrum kafla verksins, sem er eiginlega þunga- miðja þess, dálítið varfærnisleg. Hún var ekki beint hugarfóstur manns sem dró fram rýting þegar svo bar undir. Hrynjandin hefði mátt vera skarpari. Að öðru leyti var sónatan sannfærandi; til dæmis var fyrsti kaflinn innilegur og hástemmdur. Sömu sögu er að segja um kaflana tvo á eftir fúgunni sem voru ýmist leiðslukenndir eða líflegir. Bergmál aftur úr öldum Aðalmálið á efnisskránni var þó ekki Bach, heldur frumflutningur á Partítu eftir Hjálmar H. Ragn- arsson. Skemmtilegt var hvernig sú tónsmíð kallaðist á við þá sem áður var leikin. Bach samdi sjálfur partítur, sem er safn dansþátta. Dansinn var kannski ekki sérlega fyrirferðarmikill í verki Hjálmars, en engu að síður var eins og berg- mál aftur úr öldum væri í tónlist- inni. Eitthvað við form og yfirbragð Part ítunnar minnti á einleikssón- ötu Bachs. Partítan byrjaði á ómstríðum hljómum – þar á meðal tónskrött- um (stækkuðum ferundum). Þeir sköpuðu myrka stemningu. Maður þakkaði fyrir að séra Patrick Breen hafði beðið Faðirvorið á undan tónleikunum og minnt gesti á að þeir væru í Guðshúsi! Um ekki neitt Eftir þetta tóku við kraftmiklar andstæður, ýmist áköf leit að hinum hreina tóni eða innhverf hugleiðsla. Hvergi var dauður punktur í tónlistinni. Hjálmar sagði í tónleikaskránni að hún væri ekki um neitt, þar væri enginn boðskapur. Samt sem áður var eitt- hvað heilagt í tónmálinu, eitthvað heiðarlegt og fagurt. Stígandin var voldug og grípandi. Innra sam- ræmið í tónlistinni var í mjög góðu jafnvægi. Form verksins var áleitið og sífellt meira krassandi eftir því sem á leið. Undir lokin varð stemningin íhugul, þar var náttúrustemning sem var ekki af þessum heimi. Hún var einstaklega hrífandi. Og síðasti kaf linn byrjaði vélrænt, en svo komu allt í einu furðulega frjálsleg- ir brotnir hljómar, eins og ferskur vindur – maður vissi ekki hvaðan, en útkoman var ævintýraleg. Loka- hljómurinn, í moll, kallaðist aftur á við fortíðina og einleikssónötuna eftir Bach, sem einnig var í moll. Þetta var magnað. Sif f lutti verkið af sívaxandi þunga og einstakri tilf inningu fyrir smæstu blæbrigðum, en einn- ig meginformi tónlistarinnar þar sem allar línur voru skýrar. Þetta var sérlega ánægjuleg upplifun og mann langaði strax til að heyra tónsmíðina aftur. Vonandi kemur hún út á upptöku fyrr en seinna.n NIÐURSTAÐA: Bach var góður en Hjálmar frábær. Heilagt, heiðarlegt og fagurt kolbrunb@frettabladid.is Rag nar Jónasson hlaut Palle Rosenkrantz-verðlaunin 2022 fyrir bestu þýddu glæpasöguna í Dan- mörku. Þau fær hann fyrir þríleik sinn um lögreglukonuna Huldu, Dimmu, Drunga og Mistur. Þetta er í annað skipti sem höfundur hlýtur þau fyrir fleiri en eina bók, en Ruth Rendell fékk þau árið 1994. Þá er Ragnar annar íslenski höfundur- inn sem fær þennan heiður, en Yrsa Sigurðardóttir var verðlaunuð árið 2017 fyrir DNA. Í umsögn dómnefndar segir: „Í þríleik Ragnars, Dimmu, Drunga og Mistri, eru bæði náttúra og íbúar Íslands lífshættuleg, sérstaklega úti í auðninni þar sem enginn heyrir þegar hrópað er á hjálp… Eftir að hafa f lett síðustu síðunni af eitt þúsund situr maður skekinn eftir… Meistaraverk sem einnig hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu.“ Auk Ragnars og Yrsu hafa höf- undar á borð við Ian Rankin, Peter Høeg, Jo Nesbö, John le Carré og Philip Kerr hlotið verðlaunin. n Ragnar Jónasson fær verðlaun Leikritið Ást og upplýsingar eftir Caryl Churchill verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í kvöld, föstudaginn 25. mars, í leikstjórn Unu Þorleifsdóttur. Kolbrún Bergþórsdóttir „Eins og titillinn gefur til kynna fjallar verkið um ást og upplýsingar. Caryl Churchill varpar þar fram spurningum um samskipti, sam- bönd og það hvernig upplýsingar hafa áhrif á það hvernig okkur líður. Upplýsingar hafa áhrif á túlkun okkar á heiminum, og upplýsingar sem koma utan frá hafa áhrif á samskipti okkar. Í grunninn eru það þessar spurningar sem hún er að varpa fram; um eðli mannlegra samskipta, um manninn sjálfan og löngun okkar til að elska, vera elskuð og hvernig bæði upplýsingar í samskiptum og upplýsingar sem koma utan frá hafa áhrif á þessa getu okkar og löngun,“ segir Una. Leikritið byggist upp á sjö þáttum. Átta leikarar taka þátt í sýningunni og hver um sig fer með mörg hlutverk. Leikararnir eru: Ebba Katrín Finnsdóttir, Almar Blær Sigurjónsson, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Hilmar Guðjónsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Björn Thors, Ragnheiður K. Steindórs- dóttir og Baldur Trausti Hreinsson. „Leikritið byggist á brotum úr samskiptum sem öll hverfast um ást og upplýsingar á ólíkan hátt og út frá ólíkum sjónarhornum. Í nútímanum erum við stöðugt að sjá inn í líf fólks í smáskömmtum, til dæmis á Instragram og Facebook. Verkið er byggt upp á svipaðan hátt, í örmyndum,“ segir Una. Spurð hvaða leið hún hafi valið í uppsetningu verksins segir hún: „Þegar maður hugsar um sýning- una í samanburði við það sem við myndum skilgreina sem hefð- bundna frásögn og framvindu í leikhúsi, þá er þessi sýning kannski meira í ætt við dans þar sem maður hreyfist frá einum stað til annars og farið er hratt á milli. Maður upplifir sýninguna kannski ekki í gegnum rökhugsun heldur með hjartanu. Það er þessi tilfinning sem ég er að reyna að miðla.“ Caryl Churchill er eitt virtasta leikskáld Bretlands og hefur hlotið f jölda verðlauna. „Mér f innst Churchill mjög áhugaverður höf- undur sem rýnir mjög vel í sam- skipti og samfélag. Það gerir hún í þessu verki sem er skrifað árið 2012 þegar við byrjuðum sem ein- staklingar að verða gegnsýrð af upplýsingaf læði. Við erum það í enn meira mæli í dag en við vorum þá, þannig að verkið á sannarlega mikið erindi,“ segir Una. n Brot úr samskiptum Þríleikur Ragnars fær verðlaun. Una leikstýrir verkinu Ást og upplýsingar sem frumsýnt er í Þjóðleikhúsinu í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Átta leikarar fara með fjölmörg hlutverk. MYND/JORRI Frumflutningur á Partítu eftir Hjálmar H. Ragnarsson var í Kristskirkju. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Maður upplifir sýning- una kannski ekki í gegnum rökhugsun heldur með hjartanu. Það er þessi tilfinning sem ég er að reyna að miðla. LEIÐRÉTTING Mistök urðu í blaðinu í gær í frétt um tónleika Kammerkórs Reykja- víkur á 20 ára afmæli. Tónleik- arnir verða í Seltjarnarneskirkju sunnudaginn 27. mars kl. 16.00. Á efnisskránni eru gamansöngvar, einsöngslög, kórlög og dúettar eftir Sigurð Bragason stjórnanda kórsins. kolbrunb@frettabladid.is Fella- og Hólakirkja verður með samstöðu- og söfnunarmessu fyrir Úkraínu sunnudaginn 27. mars klukkan 11.00. Fram koma: Diddú, Lay low, Gr ímur Helgason k lar inettu- leikari, Alexandra Chernyshova sópran og kór kirkjunnar, sem mun bera barmmerki í úkraínsku fána- litunum ásamt Arnhildi, organista kirkjunnar. Í lokin verður f luttur þjóðsöngur Úkraínu. Séra Jón Ómar Gunnarsson þjónar og Kristín Ólafs- dóttir frá Hjálparstarfi kirkjunnar segir frá. n Söfnunarmessa fyrir Úkraínu Diddú syngur til styrktar Úkraínu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 18 Menning 25. mars 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 25. mars 2022 FÖSTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.