Fréttablaðið - 25.03.2022, Síða 58

Fréttablaðið - 25.03.2022, Síða 58
TÓNLIST Sif Tulinius flutti verk eftir Bach og Hjálmar H. Ragnarsson. Kristskirkja þriðjudaginn 15. mars Jónas Sen Þegar Bach var ungur og starfaði sem kirkjuorganisti í Arnstadt þurfti hann einnig að þjálfa náms- mannakór og hljómsveit. Hann hafði óbeit á því. Á einni hljóm- sveitaræfingunni missti hann stjórn á sér og kallaði seinheppinn fagott- leikara öllum illum nöfnum. Fagott- leikarinn tók því ekki þegjandi, og nokkrum dögum síðar réðst hann á Bach með barefli. Hann svaraði með því að draga fram rýting. Þetta hefði getað farið illa, en nærstaddir gátu stíað þeim í sundur. Mikið skap Bachs var ekkert sérstaklega áberandi í leik Sifjar Tulinius fiðluleikara í Kristskirkju. Hún flutti þar einleikssónötuna í g-moll, og gerði það vissulega fal- lega. Tónninn í fiðlunni var breiður og hlýr og ljúf endurómunin í kirkj- unni lyfti honum upp í æðra veldi. Hins vegar var fúgan í öðrum kafla verksins, sem er eiginlega þunga- miðja þess, dálítið varfærnisleg. Hún var ekki beint hugarfóstur manns sem dró fram rýting þegar svo bar undir. Hrynjandin hefði mátt vera skarpari. Að öðru leyti var sónatan sannfærandi; til dæmis var fyrsti kaflinn innilegur og hástemmdur. Sömu sögu er að segja um kaflana tvo á eftir fúgunni sem voru ýmist leiðslukenndir eða líflegir. Bergmál aftur úr öldum Aðalmálið á efnisskránni var þó ekki Bach, heldur frumflutningur á Partítu eftir Hjálmar H. Ragn- arsson. Skemmtilegt var hvernig sú tónsmíð kallaðist á við þá sem áður var leikin. Bach samdi sjálfur partítur, sem er safn dansþátta. Dansinn var kannski ekki sérlega fyrirferðarmikill í verki Hjálmars, en engu að síður var eins og berg- mál aftur úr öldum væri í tónlist- inni. Eitthvað við form og yfirbragð Part ítunnar minnti á einleikssón- ötu Bachs. Partítan byrjaði á ómstríðum hljómum – þar á meðal tónskrött- um (stækkuðum ferundum). Þeir sköpuðu myrka stemningu. Maður þakkaði fyrir að séra Patrick Breen hafði beðið Faðirvorið á undan tónleikunum og minnt gesti á að þeir væru í Guðshúsi! Um ekki neitt Eftir þetta tóku við kraftmiklar andstæður, ýmist áköf leit að hinum hreina tóni eða innhverf hugleiðsla. Hvergi var dauður punktur í tónlistinni. Hjálmar sagði í tónleikaskránni að hún væri ekki um neitt, þar væri enginn boðskapur. Samt sem áður var eitt- hvað heilagt í tónmálinu, eitthvað heiðarlegt og fagurt. Stígandin var voldug og grípandi. Innra sam- ræmið í tónlistinni var í mjög góðu jafnvægi. Form verksins var áleitið og sífellt meira krassandi eftir því sem á leið. Undir lokin varð stemningin íhugul, þar var náttúrustemning sem var ekki af þessum heimi. Hún var einstaklega hrífandi. Og síðasti kaf linn byrjaði vélrænt, en svo komu allt í einu furðulega frjálsleg- ir brotnir hljómar, eins og ferskur vindur – maður vissi ekki hvaðan, en útkoman var ævintýraleg. Loka- hljómurinn, í moll, kallaðist aftur á við fortíðina og einleikssónötuna eftir Bach, sem einnig var í moll. Þetta var magnað. Sif f lutti verkið af sívaxandi þunga og einstakri tilf inningu fyrir smæstu blæbrigðum, en einn- ig meginformi tónlistarinnar þar sem allar línur voru skýrar. Þetta var sérlega ánægjuleg upplifun og mann langaði strax til að heyra tónsmíðina aftur. Vonandi kemur hún út á upptöku fyrr en seinna.n NIÐURSTAÐA: Bach var góður en Hjálmar frábær. Heilagt, heiðarlegt og fagurt kolbrunb@frettabladid.is Rag nar Jónasson hlaut Palle Rosenkrantz-verðlaunin 2022 fyrir bestu þýddu glæpasöguna í Dan- mörku. Þau fær hann fyrir þríleik sinn um lögreglukonuna Huldu, Dimmu, Drunga og Mistur. Þetta er í annað skipti sem höfundur hlýtur þau fyrir fleiri en eina bók, en Ruth Rendell fékk þau árið 1994. Þá er Ragnar annar íslenski höfundur- inn sem fær þennan heiður, en Yrsa Sigurðardóttir var verðlaunuð árið 2017 fyrir DNA. Í umsögn dómnefndar segir: „Í þríleik Ragnars, Dimmu, Drunga og Mistri, eru bæði náttúra og íbúar Íslands lífshættuleg, sérstaklega úti í auðninni þar sem enginn heyrir þegar hrópað er á hjálp… Eftir að hafa f lett síðustu síðunni af eitt þúsund situr maður skekinn eftir… Meistaraverk sem einnig hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu.“ Auk Ragnars og Yrsu hafa höf- undar á borð við Ian Rankin, Peter Høeg, Jo Nesbö, John le Carré og Philip Kerr hlotið verðlaunin. n Ragnar Jónasson fær verðlaun Leikritið Ást og upplýsingar eftir Caryl Churchill verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í kvöld, föstudaginn 25. mars, í leikstjórn Unu Þorleifsdóttur. Kolbrún Bergþórsdóttir „Eins og titillinn gefur til kynna fjallar verkið um ást og upplýsingar. Caryl Churchill varpar þar fram spurningum um samskipti, sam- bönd og það hvernig upplýsingar hafa áhrif á það hvernig okkur líður. Upplýsingar hafa áhrif á túlkun okkar á heiminum, og upplýsingar sem koma utan frá hafa áhrif á samskipti okkar. Í grunninn eru það þessar spurningar sem hún er að varpa fram; um eðli mannlegra samskipta, um manninn sjálfan og löngun okkar til að elska, vera elskuð og hvernig bæði upplýsingar í samskiptum og upplýsingar sem koma utan frá hafa áhrif á þessa getu okkar og löngun,“ segir Una. Leikritið byggist upp á sjö þáttum. Átta leikarar taka þátt í sýningunni og hver um sig fer með mörg hlutverk. Leikararnir eru: Ebba Katrín Finnsdóttir, Almar Blær Sigurjónsson, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Hilmar Guðjónsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Björn Thors, Ragnheiður K. Steindórs- dóttir og Baldur Trausti Hreinsson. „Leikritið byggist á brotum úr samskiptum sem öll hverfast um ást og upplýsingar á ólíkan hátt og út frá ólíkum sjónarhornum. Í nútímanum erum við stöðugt að sjá inn í líf fólks í smáskömmtum, til dæmis á Instragram og Facebook. Verkið er byggt upp á svipaðan hátt, í örmyndum,“ segir Una. Spurð hvaða leið hún hafi valið í uppsetningu verksins segir hún: „Þegar maður hugsar um sýning- una í samanburði við það sem við myndum skilgreina sem hefð- bundna frásögn og framvindu í leikhúsi, þá er þessi sýning kannski meira í ætt við dans þar sem maður hreyfist frá einum stað til annars og farið er hratt á milli. Maður upplifir sýninguna kannski ekki í gegnum rökhugsun heldur með hjartanu. Það er þessi tilfinning sem ég er að reyna að miðla.“ Caryl Churchill er eitt virtasta leikskáld Bretlands og hefur hlotið f jölda verðlauna. „Mér f innst Churchill mjög áhugaverður höf- undur sem rýnir mjög vel í sam- skipti og samfélag. Það gerir hún í þessu verki sem er skrifað árið 2012 þegar við byrjuðum sem ein- staklingar að verða gegnsýrð af upplýsingaf læði. Við erum það í enn meira mæli í dag en við vorum þá, þannig að verkið á sannarlega mikið erindi,“ segir Una. n Brot úr samskiptum Þríleikur Ragnars fær verðlaun. Una leikstýrir verkinu Ást og upplýsingar sem frumsýnt er í Þjóðleikhúsinu í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Átta leikarar fara með fjölmörg hlutverk. MYND/JORRI Frumflutningur á Partítu eftir Hjálmar H. Ragnarsson var í Kristskirkju. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Maður upplifir sýning- una kannski ekki í gegnum rökhugsun heldur með hjartanu. Það er þessi tilfinning sem ég er að reyna að miðla. LEIÐRÉTTING Mistök urðu í blaðinu í gær í frétt um tónleika Kammerkórs Reykja- víkur á 20 ára afmæli. Tónleik- arnir verða í Seltjarnarneskirkju sunnudaginn 27. mars kl. 16.00. Á efnisskránni eru gamansöngvar, einsöngslög, kórlög og dúettar eftir Sigurð Bragason stjórnanda kórsins. kolbrunb@frettabladid.is Fella- og Hólakirkja verður með samstöðu- og söfnunarmessu fyrir Úkraínu sunnudaginn 27. mars klukkan 11.00. Fram koma: Diddú, Lay low, Gr ímur Helgason k lar inettu- leikari, Alexandra Chernyshova sópran og kór kirkjunnar, sem mun bera barmmerki í úkraínsku fána- litunum ásamt Arnhildi, organista kirkjunnar. Í lokin verður f luttur þjóðsöngur Úkraínu. Séra Jón Ómar Gunnarsson þjónar og Kristín Ólafs- dóttir frá Hjálparstarfi kirkjunnar segir frá. n Söfnunarmessa fyrir Úkraínu Diddú syngur til styrktar Úkraínu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 18 Menning 25. mars 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 25. mars 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.