Fréttablaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 19
Finnur Oddsson tók við sem forstjóri Haga um mitt ár 2020. Hann segir að Hagar og tengd félög hafi alla tíð lagt metnað í að þjóna neyt- endum með ábyrgum hætti og að samfélagsleg ábyrgð sé mikilvægur þáttur í rekstri þeirra allra og leiðarljós við alla ákvarðanatöku Haga. „Það hefur hins vegar ekki alltaf verið nægilega sýnilegt hversu margt er gert til þess að huga að umhverfi, mannauði og samfélags- legum þáttum í rekstri okkar félaga og mikilvægt að fjalla um það. Umhverfisvitund er sem betur fer sterk í íslenskri þjóðarsál og neyt- endur vilja gjarnan fá upplýsingar um stöðu fyrirtækja þegar kemur að sjálfbærni og ábyrgð í rekstri, t.a.m. hvernig þau takast á við matarsóun og flokkun sorps eða hvernig þau styðja við samfélagsleg málefni,“ segir hann. Hjartans mál í allri starfsemi Finnur starfaði áður hjá Origo en þar á undan hjá Viðskiptaráði Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Hann hóf störf hjá Högum fljót- lega eftir að fyrsta Covid-bylgjan skall á landinu og segir það hafa að mörgu leyti verið sérstakan en lærdómsríkan tíma, sem hafi að hluta verið nýttur til að draga betur fram viðfangsefni sem tengjast sjálfbærri þróun Haga og tengdra félaga og auka formfestu í kringum málaflokkinn. Innan vébanda Haga starfa sjö rekstrareiningar, meðal annars Bónus, Hagkaup og Olís á smásölumarkaði og Aðföng og Bananar á sviði innflutnings og dreifingar. „Sjálfbærni er og hefur verið hjartans mál í allri okkar starfsemi og félögin hafa alla tíð lagt áherslu á að selja viðskiptavin- um vöru og þjónustu með ábyrgum hætti, en skilningur okkar á hvað sú ábyrgð felur í sér hefur eðli- lega þróast með árunum,“ greinir Finnur frá. „Til að taka dæmi, þá snerist ábyrgð í rekstri Bónuss á fyrstu árunum númer eitt, tvö og þrjú um hagkvæmni í rekstri og hagstætt verð til neytenda. Það er auðvitað enn meginþema í starf- semi Bónuss, en því til viðbótar hefur samfélagsleg ábyrgð í víðum skilningi þess orðs orðið leiðarljós í rekstri félagsins. Og það sama á auðvitað við um önnur félög innan samstæðunnar, sem hafa öll lagað starfsemi að breyttum tíðaranda. Það er hins vegar ánægjulegt að þar fari markmið gjarnan saman, þ.e. að samfélagslega ábyrgur rekstur er jafnframt skilvirkur og hag- kvæmur.“ Skýr stefna mikilvægt leiðarljós Finnur segir skýra stefnu til að starfa eftir vera mikilvægan þátt í að formfesta sjálfbærni og sam- félagslega ábyrgð í starfsemi fyrir- tækja eins og Haga. Okkar stefna byggir á fimm meginstoðum sem eru umhverfi, samfélag, mann- auður, stjórnarhættir og lýðheilsa. Þessar stoðir styðja svo einnig við sex af heimsmarkmiðum Sam- einuðu þjóðanna sem við höfum gert að okkar. Hagar hafa gert samning við Klappir grænar lausnir til að ná með mælanlegum hætti utan um árangur í umhverfismálum tengdum sjálfbærni. Hagar gefa út samfélagsuppgjör ár hvert samkvæmt UFS leiðbeiningum Nasdaq. Einnig eru Hagar sam- starfsaðili Grænvangs, sem leiðir saman íslensk fyrirtæki og stjórn- völd að því markmiði að Ísland verði kolefnishlutlaust árið 2040. „Við trúum því að það sé ekki til plan B þegar kemur að umhverfis- vernd. Okkar stefna og aðgerðir í sjálfbærnimálum skiptir máli og það er skylda okkar að skilja vel við, og hafa jákvæð áhrif á, umhverfi og samfélag. Öll rekstrarfélög Haga setja sér skýr markmið ár hvert í sjálfbærni og birta þau í samfélags- skýrslum sínum. Starfsemi sem tengist matvælaframleiðslu og -sölu hefur umtalsvert umhverfis- fótspor og við getum því haft tölu- verð áhrif til góðs,“ segir Finnur. Þegar kemur að matvöruverslun og matarinnkaupum fyrir heimili þá snerta félög Haga, Bónus og Hagkaup, flesta landsmenn og eru þannig í einstakri stöðu til að geta stuðlað að bættri lýðheilsu landsmanna. „Matvælageirinn, allt frá framleiðslu til sölu, þarf að starfa með ábyrgum hætti og lágmarka umhverfisáhrif, hvort sem það snýr að ábyrgri fram- leiðslu, matarsóun eða flokkun á úrgangi. Við flokkum og mælum allt sorp sem frá okkur fer í sam- starfi við Klappir og erum sífellt að bæta flokkunarhlutfallið í öllum okkar fyrirtækjum á milli ára. Bónus er þar ákveðin fyrirmynd, þar hefur verið staðið sérstaklega vel að flokkun sorps og endur- nýtingu í gegnum árin. Þar sem hægt er reynum við að stuðla að jákvæðri hringrás. Bónus hefur t.a.m. látið framleiða garðmoltu úr sorpi sem viðskiptavinir hafa svo fengið gefins og núna eftir jólin var afgangs laufabrauði breytt í fuglafóður svo það færi ekki til spillis.“ segir Finnur. „Orkunýting er okkur einn- ig ofarlega í huga og við leggjum áherslu á að knýja okkar starfsemi eins og hægt er með umhverfis- vænum orkugjöfum. Stór hluti verslana Haga notar í dag einungis Led lýsingu og umhverfisvæna kolsýru sem kælimiðla, en hvort tveggja dregur verulega úr orku- notkun. Gert er ráð fyrir að slíkri yfirfærslu verði lokið fyrir allar verslanir Bónuss og Hagkaups innan fárra ára. Orkusparnaður sem hlýst af notkun Led lýsingar, umhverfisvænna kælimiðla og betri kæla er í kringum 50%, sem skilar sér bæði í minni umhverf- isáhrifum og skilvirkari rekstri. Þetta er dæmi um hvernig sjálf- bærni í rekstri styður eitt af okkar meginverkefnum, sem er að veita neytendum hagstæðustu kjörin hverju sinni. Þar fer Bónus fremst í flokki með því að bjóða ekki ein- göngu hagkvæmustu vörukörfu í verslunum á höfuðborgarsvæðinu, heldur sama verð um allt land. Það er dýrmætur stuðningur við sam- félagið í heild sinni,“ segir Finnur. Minni matarsóun byggir á innkaupum Að mati Finns er mikilvægt að umræða um matarsóun snúist ekki fyrst og fremst um að selja útrunnar matvörur með afslætti. „Vissulega er mikilvægt að finna not fyrir útrunna, skemmda eða gallaða vöru, en ef við ætlum að draga úr matarsóun með afgerandi hætti þurfum við að koma í veg fyrir að vörur skemmist eða renni út á dagsetningum. Það gerum við fyrst og fremst með réttum innkaupum, með því að tryggja sem mestan veltuhraða þannig að vörur renni síður út á dagstimpli eða skemmist með öðrum hætti. Við leggjum því mikla áherslu á að innkaup og birgðastýring sé sem best í okkar verslunum og koma þannig í veg fyrir að vara renni út. Við nýtum til þess ýmsar tækni- lausnir og treystum einnig á sam- starf við framleiðendur, t.d. með innleiðingu databar-strikamerk- inga, sem gera verslunum kleift með sjálfvirkum hætti að veita viðskiptavinum hækkandi afslátt á vörum sem eru að nálgast síðasta söludag. Allar rekstrareiningar Haga eru mjög meðvitaðar um að draga úr matarsóun, en við teljum að lykilþáttur í þeirri baráttu felist í ábyrgum innkaupum verslana og góðu samstarfi við framleið- endur,“ segir hann. Nýsköpun og sjálfbærni Ásamt því að gæta vel að umhverfisspori í allri starfsemi, þá leggjum við áherslu á að styðja við nýsköpun, upplýsir Finnur og bætir við að slík verkefni séu einn- ig meðal þeirra skemmtilegustu sem Hagar og tengd félög fást við. Hagar stofnuðu nýsköpunar- sjóðinn Uppsprettuna í fyrra, þar sem frumkvöðlar geta sótt um styrki fyrir verkefni sem stuðla að aukinni sjálfbærni í matvæla- framleiðslu. „Níu verkefni fengu styrk úr Uppsprettunni í fyrra og voru þau öll með það markmið að nýta betur hráefni sem fellur til í nærumhverfi okkar eða fram- leiða vörur sem hafa jákvæðari áhrif á umhverfi og samfélag. Fimm af níu styrkhöfum eru þegar komin með vörur í verslanir. Sem dæmi um vörur sem komnar eru í hillur verslana eru sápur undir vörumerkinu Baða. Sápurnar eru að öllu leyti úr íslensku hráefni, olíum, auk grænmetis og ávaxta sem falla til í verslunum Bónuss. Baða er frábært dæmi um hringrás sem hægt er að ná með sameigin- legu markmiði, að lágmarka sóun og skapa nýtt virði,“ segir Finnur. Opnað verður fyrir umsóknir um styrki í Uppsprettuna 2022 í næstu viku og verða allt að 20 milljónir til úthlutunar úr sjóðnum. Finnur bætir við að Hagar hvetji frum- kvöðla til þess að sækja um styrk úr sjóðnum, því þannig getum við saman haft jákvæðari áhrif á okkar umhverfi og samfélag. Safnað fyrir íbúa Úkraínu Félög á vegum Haga taka þátt í margvíslegum samfélagsverk- efnum er varða íþróttastarf, skógrækt, ýmis góðgerðarmálefni og annað þess háttar. Nýlegt góð- gerðarverkefni var fjársöfnun fyrir íbúa Úkraínu í samstarfi við Rauða krossinn. Viðskiptavinum Haga var boðið upp á að bæta við 500 kr. styrktarupphæð við vörukaup sín í verslunum Bónuss, Hagkaups og Olís. Hagar bættu síðan við mót- framlagi að sömu upphæð. Þannig hafa þegar safnast um 30 milljónir til stuðnings íbúum í Úkraínu. „Það er virkilega ánægjulegt að sjá sam- hug landsmanna með úkraínsku þjóðinni í verki, en þúsundir við- skiptavina okkar hafa tekið þátt og aðstoðað okkur við að styrkja þetta þarfa málefni,“ segir Finnur. Bætt lýðheilsa „Maturinn sem við setjum ofan í okkur hefur augljóslega mikil áhrif á heilsu og við erum meðvit- uð um það. Í ljósi þess hvað mat- vara leikur stórt hlutverk í okkar starfsemi, þá er almenn lýðheilsa áherslumál hjá okkur. Þar getum við haft áhrif á ýmsan hátt, m.a. hvernig vörur við bjóðum upp á og með framsetningu. Áhugavert viðfangsefni þessu tengt er t.a.m. sú staðreynd að landsmenn fá ekki nægilega mikið af grænmeti og ávöxtum, eins og embætti land- læknis hefur bent á. Þarna viljum við leggja okkar lóð á vogarskál- arnar, m.a. með því að auka gæði og framsetningu grænmetis og ávaxta í okkar verslunum. Einnig eigum við frábært samstarf við bændur og aðra íslenska framleið- endur og höfum það sameiginlega áhugamál að auka ræktun og sölu á íslensku grænmeti og ávöxtum. Við reynum eðlilega að bjóða við- skiptavinum okkar upp á allt það sem þeir leita að í verslunum, en reynum þó meðvitað að hafa áhrif á hollara val með framsetningu á vörum. Þannig höfum við óbeint góð áhrif á lýðheilsu fólks,“ segir Finnur enn fremur. „Við hjá Högum leggjum mikla áherslu á að tryggja öryggi og vellíðan starfsfólks. Margir sem hjá okkur starfa hafa fengið tæki- færi til að stíga sín fyrstu skref í atvinnulífinu í fyrirtækjum Haga. Það er einnig mikil þekking hjá starfsfólkinu okkar og margir með langa starfsreynslu,“ segir hann. Mæla árangur og gera betur Mælingar á árangri okkar í sjálf- bærni er orðinn hluti af reglu- legum mælikvörðum á árangur í rekstri. Við höfum lagt mikla áherslu síðustu ár á að innleiða uppgjör Klappa og virkja öll félögin í skráningu í kerfið. Flest félögin fylgjast mjög reglulega með t.d. flokkun á sorpi í verslunum og þjónustustöðvum og bregðast við um leið og eitthvað virðist ekki mæta markmiðum. Við kolefnis- jöfnum allar okkar verslanir og allan okkar rekstur. En þess ber að geta að okkar mikilvægasta framlag hlýtur alltaf að vera það að kolefnissporið okkar sé jafnt og þétt að minnka og að minna þurfi að jafna með hverju árinu.“ Að lokum segir Finnur: „Okkur finnst mikilvægt að horfa til baka og rýna þann árangur sem við höfum náð, þá með það fyrir augum að leita tækifæra til enn frekari úrbóta. Það er alltaf hægt að gera betur, innan hverrar rekstrareiningar hjá okkur. Í því sambandi leggjum við áherslu á að deila þekkingu og reynslu á milli fyrirtækjanna í þessum málum, sem hraðar framþróun og bætir árangur. Við ætlum að leggja okkar af mörkum við að vernda umhverfi okkar og stuðla að heilbrigðu samfélagi og lítum þannig á að það sé alltaf hægt að gera betur.“ n Samfélagsleg ábyrgð er vegferð til góðs Finnur Odds- son, forstjóri Haga, segir að sjálfbærni sé og hafi verið hjartans mál í allri starfsemi Haga og félögin hafi alla tíð lagt áherslu á að selja viðskipta- vinum vöru og þjónustu með ábyrgum hætti. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON Heimsmarkmið Haga. kynningarblað 5FÖSTUDAGUR 25. mars 2022 SJÁLFBÆR REKSTUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.