Fréttablaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 31
Sjálfbærni er ekki lengur „mjúku málin“ ef svo má að orði komast. Öll fyrirtæki þurfa að huga að sjálf- bærni til þess að vera samkeppnishæf þó áherslan geti verið mismunandi. Samkvæmt könnun rann- sókna- og ráðgjafarfyrir- tækisins Verdantix er EY leiðandi í sjálfbærniráðgjöf á heimsvísu. Hjá EY starfa um 315.000 manns um heim allan og á Íslandi starfa um 80 manns við endurskoðun og ráðgjöf. Í ársbyrjun 2021 var sjálfbærni­ ráðgjöf (e. Climate Change and Sustainability Services – CCaSS) stofnuð sem sér svið hjá EY á Íslandi vegna aukinnar eftirspurn­ ar á markaði eftir slíkri þjónustu sem og markmiða EY varðandi auknar sjálfbærniáherslur í rekstr­ inum. Sjálfbærniráðgjöf er ört vaxandi hjá EY á heimsvísu og er það svið innan EY sem hefur verið að stækka hvað mest. Á því rúma ári sem sjálfbærni­ ráðgjöfin hefur verið starfrækt hefur landslagið breyst mikið og áhugi fyrirtækja og stofnana á málaflokknum að aukast samhliða aukinni þekkingu og kröfum. Sjálfbærniráðgjöf EY saman­ stendur af reynslumiklum hóp á sviði sjálfbærni, þeim dr. Snjó­ laugu Ólafsdóttur sviðsstjóra, Hólmfríði K. Árnadóttur, Gunn­ ari F. Þorleifssyni og Rebekku R. Jóhannesdóttur. Teymið vinnur þétt með öðrum teymum þvert yfir öll svið fyrirtækisins að sjálf­ bærniverkefnum, með tilgang EY að leiðarljósi, stuðlar að betri heimi til að lifa og starfa í fyrir starfsfólk, fyrir viðskiptavini sem og fyrir samfélagið í heild sinni. Fræðsla og skýr stefna er fyrsta skrefið í sjálfbærni Sjálfbærni er stórt hugtak og við bjóðum upp á víðtæka þjónustu bæði fyrir þau fyrirtæki sem eru að taka sín fyrstu skref og þau sem eru lengra komin. Við leggjum mikla áherslu á að fræða stjórnendur og starfsfólk um sjálfbærni áður en við hefjum sjálfbærnivegferðina því málaflokkurinn er nýr fyrir mörgum og skilningur á helstu hugtökum er mismunandi. Því er mikilvægt að allir sem koma að stefnumótuninni séu með sama skilning áður en farið er í samtöl um hvað sé mikilvægast, hver markmiðin séu og skýr stefna mörkuð. Mörg fyrirtæki sem eru að stíga sín fyrstu skref leggja mikla áherslu á umhverfismálin enda stöndum við frammi fyrir krefj­ andi áskorunum á þeim vettvangi sem blasa við okkur í samfélaginu. Við hjá EY lítum þó svo á að skoða þurfi og greina kjarnastarfsemi fyrirtækis til þess að hafa sem mest jákvæð áhrif. Með skýra sýn á hvar áhrif fyrirtækja liggja út frá kjarnastarfsemi geta fyrirtæki og stofnanir beitt sér á sem skil­ virkastan hátt. Oftar en ekki þegar kjarnastarfsemi og grunnhags­ munaaðilar eru greindir eru fleiri brýn mál en eingöngu umhverfis­ mál sem þarfnast athygli. Ólík fyrirtæki og fjölbreytt ráðgjöf EY hefur aðstoðað fyrirtæki af mismunandi stærðum og í fjöl­ breyttum atvinnugeirum. EY hefur viðamikla reynslu af stefnumótun, innleiðingu sjálfbærnistefnu og við gerð sjálfbærniskýrslna í sam­ vinnu við fyrirtæki og stofnanir. Einnig höfum við veitt ráðgjöf við grænar fjárfestingar, uppfærslu og gerð fjármálaramma og sértækar skýrslur fyrir fjármálamarkaði. Það er virkilega gaman að sjá fyrirtæki í auknum mæli vera að kortleggja og mæla kolefnis­ sporið sitt og hefur okkar hlutverk verið að leiðbeina fyrirtækjum að greina bæði beina og óbeina losun þvert á virðiskeðju fyrirtækja. Í framhaldinu mælum við með að fyrirtæki setji sér stefnu um að ná fullu kolefnishlutleysi (e. Net zero carbon emission). Þegar kolefnis­ spor virðiskeðjunnar hefur verið greint getum við aðstoðað fyrir­ tæki að setja sér metnaðarfulla stefnu út frá Science Based Targets (SBT) um að draga úr losun og kolefnisjafna á ábyrgan hátt og fá það viðurkennt. Í samstarfi við erlenda sérfræð­ inga innan EY veitum við einnig ráðgjöf til byggingaraðila og fyrir­ tækja sem vilja votta byggingar sínar með alþjóðlega vistvottunar­ kerfinu LEED. Með þessu bætist í f lóru vistvottana í íslenska bygg­ ingariðnaðinum. Vottunin er fyrir nánast allar tegundir bygginga og veitir ákveðinn ramma fyrir heil­ brigðar, skilvirkar og hagkvæmar grænar byggingar. Vottunin nær bæði yfir byggingar í notkun og nýbyggingar, allt frá íbúðarhús­ næði yfir í iðnaðarhúsnæði og hverfisskipulag. Hringrásarhagkerfið er svo ein af þeim spennandi lausnum sem við trúum að muni tengja saman nýsköpun, fyrirtæki og samfélög með því að draga úr sóun, fram­ leiða nær kaupanda, hanna vörur til að nýta oftar en einu sinni og tryggja vörum, efnum og úrgangi framhaldslíf. Okkar sérfræði­ þekking hefur nýst fyrirtækjum og stofnunum við að innleiða hring­ rásarhagkerfið í virðiskeðjuna, í framleiðsluna sem og í vöruþróun og annarri nýsköpun. Mjúku málin orðin nauðsynleg Sjálfbærni er ekki lengur „mjúku málin“ ef svo má að orði komast. Öll fyrirtæki þurfa að huga að sjálfbærni til þess að vera sam­ keppnishæf þó áherslan geti verið mismunandi. Fyrirtæki með mengandi kjarnastarfsemi setja í forgang þær UFS­áherslur sem þau geta breytt nú þegar en þau þurfa að vera með í sinni stefnu að fylgjast með eða taka þátt í inn­ leiðingu á nýrri tækni og breyt­ ingum. En auk þess vera með skýra stefnu varðandi kolefnishlutleysi með vottuðum kolefniseiningum. Fyrirtæki sem eru með lágt kolefn­ isspor geta haft önnur mikilvæg áhrif á samfélag og nærumhverfi og setja þá meiri fókus þar. Við finnum fyrir því að þrýstingur frá fjárfestum, neytendum og birgjum er að aukast og er gerð krafa um gagnsæi, traust og metnaðarfull markmið í öllum UFS­þáttum. Við höfum öll séð það í fjölmiðlum að orðsporsáhætta fyrirtækja er að aukast og með því er hægt að færa rök fyrir því að UFS­þættir eru orðnir nauðsynlegir fyrir áhættu­ mat fyrirtækja. Ef við horfum eingöngu á umhverfismálin ætti lofts­ lagsáhætta að vera tekin inn í ákvarðanir allra stjórnenda. Loftslagsáhætta er ekki einungis af umhverfislegum afleiðingum loftslagsbreytinga, heldur felur einnig í sér áhættu af þeim hröðu samfélagslegu breytingum sem munu eiga sér stað á næstu árum vegna loftslagsbreytinga. Fyrir­ tæki þurfa að vera meðvituð um hvar þessi áhætta liggur og hvernig þau ætla að bregðast við henni. Þá hafa kröfur hagaðila einnig aukist umtalsvert á félagslega þætti og stjórnarhætti fyrirtækja, til að mynda út frá jafnrétti, mismunun, gagnsæi og öryggismálum og er mikilvægt að þetta sé allt skoðað þegar sjálfbærnin er annars vegar. Langhlaup en ekki spretthlaup Tilskipanir Evrópusambandsins eru alltaf að verða skýrari, yfir­ gripsmeiri og stífari hvað varðar umhverfismál og sjálfbærni­upp­ lýsingagjöf. Þó að þetta sé ekki enn þá komið í lög á Íslandi, sjáum við að þessar reglugerðir eru á leiðinni. Nýr staðall um sjálfbærniupplýs­ ingagjöf fyrirtækja fer að líta dags­ ins ljós í Evrópu og er einnig verið að þróa alþjóðlegan staðal fyrir sjálfbærniupplýsingar að fyrir­ mynd fjárhagslegra upplýsinga­ gjafar. Samhæfðir staðlar munu gera okkur kleift að bera saman mismunandi fyrirtæki af meiri vissu og taka upplýstari ákvarðan­ ir. Í framhaldinu verður krafa um að sjálfbærniupplýsingar skráðra félaga verði endurskoðaðar af óháðum aðila líkt og fjárhagsupp­ lýsingar þeirra. Þó þessir staðlar séu ekki tilbúnir þá hvetjum við fyrirtæki til að byrja strax, því það er ekki lengur spurning hvort þeir koma heldur hvenær. Það er mikilvægt að bregðast við kröfum hagaðila og vera undirbúin undir komandi lagalegar kröfur til þess að tryggja framtíðar viðskipta­ tækifæri og dragast ekki aftur úr. Skilningurinn og þekkingin sem þarf að vera til staðar innan fyrir­ tækja verður ekki fengin á einni nóttu – þetta er langhlaup, ekki spretthlaup. Byrja smátt en miða hátt Það hefur sýnt sig að það er fjár­ hagsleg áhætta að leggja ekki áherslu á málaflokkinn. Farsæl innleiðing sjálfbærni er lágmörk­ un á áhættu og eykur gagnsæi til hluthafa, eigenda, starfsfólks og er öllum hagaðilum til góðs. Svo ekki sé talað um plánetuna okkar því ef náttúruleg verðmæti skerðast verulega getum við ekki stundað viðskipti, það segir sig sjálft. Góð fyrstu skref væru að byrja smátt en miða hátt, setja sér stefnu, raunhæf og mælanleg markmið. Fyrirtæki eru ólík og þar með er sjálfbærnivegferð þeirra mismun­ andi eftir kjarnastarfsemi. Sjálf­ bærnistefnuna þarf að móta í takt við fyrirtækið og innleiða hana svo í alla anga fyrirtækisins. Mikilvægt er að kynna sér málaflokkinn vel og hvar áherslurnar liggja í mis­ munandi atvinnugeirum. Þá er gott að fara í greiningu á starfsemi fyrirtækisins og skilgreina hvað er mikilvægast fyrir starfsemi þess og menningu. Eitt er þó mikilvægast og það er að byrja. n Nánari upplýsingar á ey.is. Sjálfbærni eykur verðmæti Sjálfbærniráðgjöf EY samanstendur af þeim Hólmfríði K. Árnadóttur, Rebekku R. Jóhannesdóttur, Gunnari F. Þorleifssyni og dr. Snjólaugu Ólafsdóttur sviðsstjóra. MYND/ATLI MÁR HAFSTEINSSON kynningarblað 17FÖSTUDAGUR 25. mars 2022 SJÁLFBÆR REKSTUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.