Fréttablaðið - 25.03.2022, Page 44

Fréttablaðið - 25.03.2022, Page 44
Sjálfbærni er mikilvægur hluti af fjölbreyttri starfsemi Eimskips. Agla Huld Þórar- insdóttir sjálfbærnisérfræð- ingur segir verkefnin bæði spennandi og krefjandi. Agla Huld Þórarinsdóttir er sjálf- bærnisérfræðingur hjá Eimskip. Hún tók við starfinu fyrir ári en Agla hefur víðtæka reynslu eftir rúmlega tuttugu ára starfsferil innan fyrirtækisins og þekkir því starfsemina mjög vel. Agla segir Eimskip vera mjög meðvitað um mikilvægi fyrir- tækisins og ábyrgð. „Við leggjum okkur fram við að vera til fyrirmyndar og leiðandi í sjálfbærnimálum, bæði gagn- vart umhverfi og samfélagi. Við leggjum mikla áherslu á að þekkja þá áhættuþætti sem snúa að sjálfbærni í okkar rekstri og við vinnum markvisst að því að draga úr þeim.“ Verðug markmið í umhverfismálum Eimskip leggur mikla áherslu á umhverfismál og var fyrirtækið eitt það fyrsta hér á landi til að marka sér umhverfisstefnu. „Á heimsvísu er talið að milli- landaflutningar beri ábyrgð á um 3 prósentum af öllum útblæstri koltvísýrings (CO2) í heiminum en þó eru flutningar með gáma- skipum taldir vera einn umhverfis- vænsti flutningsmátinn sem er í boði,“ segir Agla. „Við höfum fundið fyrir auknum áhuga viðskiptavina á að auka hlutfall sitt í sjóflutningi. Sem dæmi höfum við unnið með fær- eyskum viðskiptavini í f lutningi á ferskum fiski en fyrirtækið færði alfarið vöruflutning sinn yfir í sjóflutning og dró þannig verulega úr kolefnisfótspori sínu án þess að rýra gæði vörunnar.“ Árið 2015 undirritaði Eim- skip yfirlýsingu um loftslagsmál sem felur í sér að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, lágmarka neikvæð umhverfisáhrif með markvissum aðgerðum og mæla árangurinn. „Við settum okkur það mark- mið að minnka kolefnisspor okkar um 40 prósent á flutta einingu til ársins 2030. Þetta markmið er undirliggjandi í allri okkar starfsemi og er tekið tillit til þess í ákvarðanatöku í rekstrinum,“ segir Agla. Eimskip fékk tvö ný skip inn í rekstur sinn árið 2020, Dettifoss og Brúarfoss, sem sérstaklega eru útbúin til að minnka kolefnis- spor í f lutningum. Agla segir það einkar ánægjulegt að sjá bein áhrif nýju skipanna á kolefnisfótspor fyrirtækisins en þegar kolefnisfót- sporið á hverja flutningseiningu er skoðað er minnkunin um 18 pró- sent frá árinu 2015 og hafa skipin sitt að segja í þeirri tölu. Agla segir Eimskip leggja áherslu á grænar fjárfestingar og að ávallt sé horft til umhverfisþátta við val á nýjum tækjabúnaði. „Bílarnir sem sölufulltrúar okkar nota hér innanbæjar í Reykjavík eru flestir rafbílar og nýjustu gámalyftararnir okkar eyða 25 prósent minna eldsneyti en eldri tæki. Einnig náðist mikil- vægt skref í minnkun kolefnisfót- sporsins þegar allir hafnarkran- arnir í stærstu höfnum okkar á Íslandi voru rafvæddir. Verkefnið var talsvert flókið og kom fjöl- margt starfsfólk að verkefninu auk samstarfsaðila.“ Agla segir eitt af stóru verk- efnunum fram undan snúa að landtengingu í Sundahöfn en með landtengingu er hægt að leysa af hólmi ljósavélar í nýjustu skip- unum þegar þau liggja í höfn. Auk þess að draga úr kolefnislosun í höfn mun landtengingin einn- ig hafa jákvæð áhrif á hljóðvist á hafnarsvæðinu og fleiri þætti í starfseminni. „Með landtengingunni einni reiknum við með að minnka olíunotkun um 160 tonn á ári sem jafngildir 24 hringjum í kringum jörðina á fólksbíl,“ segir Agla. Eimskip er með starfsemi víða um heim og segir Agla mikilvægt að sjálfbærnivinnan nái alla leið. „Við leggjum mikla áherslu á að ná utan um kolefnisfótsporið okkar í heild en við höfum náð vel utan um þessi mál hér á landi. Við erum að vinna að mjög skemmti- legu og jafnframt krefjandi verkefni með erlendu skrifstof- unum okkar varðandi að ná utan um fótspor þeirra en við erum með starfsemi í 20 löndum svo verkefnið er ansi viðamikið. Við byggjum á þeirri miklu þekkingu sem við höfum öðlast hér á Íslandi og miðlum henni áfram en löndin eru mislangt komin í þessum málum.“ Á vef Eimskips geta viðskipta- vinir fyrirtækisins reiknað út kolefnisfótspor í f lutningi með reiknivél en Agla segir það sjálf- sagða þjónustu nú þegar þessi mál eru í slíkum forgangi víða. „Við höfum þróað lausnir til að auðvelda viðskiptavinum okkur að ná utan um sitt kolefnisfót- spor í f lutningum. Bæði bjóðum við viðskiptavinum okkar að fá nákvæmt yfirlit yfir sitt kolefnis- spor í f lutningum, á sjó og í akstri innanlands, en einnig er kolefnis- reiknivél á vefnum okkar sem allir geta nýtt sér. Með þessum lausnum viljum við leggja okkar af mörkum til að aðstoða fyrirtæki við að ná utan um heildarmyndina í sínum rekstri.“ Öryggi og vellíðan starfsmanna í fyrirrúmi Agla segir einn af mikilvægustu þáttum starfsemi Eimskips vera öryggi og vellíðan starfsmanna. „Við leggjum mikla áherslu á forvarnir og þjálfun starfsfólks og reglulega fara fram öryggisæfingar. Nýverið héldum við öryggisviku þar sem heil vika var tileinkuð öryggismálum en í þeirri viku voru haldin námskeið, til dæmis varðandi eldvarnir og skyndihjálp, og einnig sameiginleg æfing með Landhelgisgæslunni í björgun á sjó.“ Það er að mörgu að huga varðandi öryggis- og forvarnamál hjá fyrirtæki eins og Eimskip en Agla nefnir sem dæmi að nýlega var fjárfest í nýjum slökkvibúnaði til að slökkva elda í gámum um borð í skipum fyrirtækisins. „Þetta er mjög sérhæfður búnaður en allt er þetta gert með öryggi áhafna okkar og skipa að leiðarljósi,“ segir Agla og bætir við að nú sé unnið að því að setja upp kerfi til að auðvelda starfs- fólki að koma sjálft með tillögur að umbótum í öryggismálum hvar sem er í starfsemi Eimskips. Í tæp tvö ár hefur starfsfólki í höfuðstöðvum Eimskips verið boðið upp á verkefnamiðað vinnuumhverfi þar sem starfsfólk getur valið sér vinnuaðstöðu sem hæfir verkefnum hverju sinni en Agla segir Eimskip hafa lagt upp með fjölbreyttar áherslur til að auka vellíðan starfsfólks. „Við kynntum meðal annars verkefni sem kallast „Focus Friday“ en markmiðið er að draga úr fundarsetu á föstudögum og gefa starfsmönnum aukið tækifæri til að einbeita sér að einstökum verkefnum og halda inn í helgina með hreint borð. Þá eru jafn- réttismál okkur afar hugleikin og við þurfum að horfa á þau út frá mörgum sjónarhornum. Við erum svo lánsöm að hér starfar marg- breytilegur hópur starfsfólks og við horfum á jafnrétti frá mörgum hliðum öðrum en kyni og þjóð- erni.“ Öllum áskorunum fylgja tækifæri „Það er okkur mikilvægt að vera til fyrirmyndar í samfélaginu og við viljum vera þátttakendur í þeim breytingum sem eru fyrirsjáan- legar í framtíðinni,“ segir Agla. „Til að ná markmiðum okkar varðandi minnkun kolefnisfót- spors er nauðsynlegt að horfa til orkuskipta, en við erum að vinna að lausnum í þessum málaflokki til framtíðar. Þegar litið er til innanlandsflutninga er um að ræða fjölbreytta framtíðarkosti eins og vetni, rafmagn og metan. Varðandi skipin þá er metanól komið lengst í þróun en einnig koma til greina orkugjafar eins og vetni eða ammóníak. Á þessari vegferð þarf að svara stórum og mikilvægum spurningum; hvernig munu innviðir þróast og verður næga græna orku að fá á viðráðan- legu verði?“ Agla tekur dæmi og segir vélar í stærstu skipum Eimskips með afl sem jafngildir um 20 megavöttum á hvert skip og því má sjá að orku- þörfin er gríðarleg. „En við erum spennt að takast á við þessar áskoranir þrátt fyrir að verkefnið sé gríðarlega viðamikið. Öllum áskorunum fylgja tækifæri og við ætlum okkur að taka fullan þátt í þeim breytingum sem eru í vændum,“ segir Agla að lokum. n Höfuðstöðvar Eimskips eru á Sundabakka 2 í Reykjavík. Sími 525 7000. Sjá nánar á eimskip.is Sjálfbærni yfir sjó og land Agla Huld Þórarinsdóttir er sjálfbærnisérfræðingur hjá Eimskipi. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Straumur er stærsti gáma­ krani landsins. Hann stendur í Sundahöfn í Reykjavík og eins og nafnið gefur til kynna er hann að fullu rafknúinn. MYND/EIMSKIP Við leggjum okkur fram um að vera til fyrirmyndar og leiðandi í sjálfbærnimálum, bæði gagnvart umhverfi og samfélagi. Agla Huld Þórarinsdóttir 30 kynningarblað 25. mars 2022 FÖSTUDAGURSJÁLFBÆR REKSTUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.