Fréttablaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 29
Landsbankinn hefur um árabil verið leiðandi í sjálf- bærum fjármálum hér á landi. Bankinn hóf vegferð sína fyrir rúmum áratug og stendur framarlega í mála- flokknum eins og niður- stöður árlegrar úttektar Sustainalytics á UFS-þáttum bankans sýna. „Síðasta ár var viðburðaríkt í sjálf bærnimálum bankans,“ segir Aðalheiður Snæbjarnardóttir, sjálf bærnistjóri bankans. „Við uppfærðum sjálf bærnistefnuna okkar og gáfum út sjálf bæra fjár- málaumgjörð sem myndar ramma um fjármögnun bankans á umhverfisvænum og félagslegum verkefnum. Bankinn byggir fjármálaum- gjörðina á viðmiðum frá Alþjóða- samtökum aðila á verðbréfamark- aði (ICMA) um græn og félagsleg skuldabréf og leiðbeiningum um sjálf bær skuldabréf. Þá er einnig byggt á f lokkunarkerfi Evrópu- sambandsins og viðmiðum Sam- einuðu þjóðanna um blá skulda- bréf fyrir fjárfestingar sem efla sjálf bærni í sjávarútvegi.“ Aðalheiður leggur áherslu á mikilvægi þess að tryggja gagnsæi og gæði með sjálfstæðri úttekt á vinnu bankans. „Fjármálaum- gjörðin okkar er t.d. tekin út, af alþjóðlega matsfyrirtækinu Susta- inalytics til að sannreyna að hún uppfylli kröfur markaðarins fyrir slíkar umgjarðir. Fjármálaum- gjörðin er mikilvægt stýritæki í sjálf bærum fjármálum bankans. Við gáfum tvisvar út græn skulda- bréf árið 2021 og fjármálaum- gjörðin skilgreinir með skýrum hætti hvaða verkefni uppfylla skil- yrði grænnar fjármögnunar.“ Fjármálafyrirtæki leika lykilhlutverk Aðalheiður bendir á að fjármála- fyrirtæki leiki lykilhlutverki til að ná markmiðum Parísarsamkomu- lagsins. „Það þarf fjármagn til allra aðgerða. Auðvitað þarf meira en bara peninga en það gerist ekkert án fjármögnunar, hvorki til góðs né ills. Þess vegna skipta aðgerðir fjármálafyrirtækja núna svo rosalega miklu máli – við höfum bara til ársins 2030 til að ná þeim viðsnúningi sem við þurfum. Fjármálafyrirtæki þurfa að taka sjálf bærnimálin föstum tökum. Mörg fjármálafyrirtæki eru komin langt á þessari vegferð og farin að bjóða upp á vörur til þess að stuðla að minni losun. En það er enn þá mikið verk fram undan til að hægja á hlýnun jarðar, líkt og niðurstöður síðustu tveggja skýrslna IPCC hafa sýnt fram á. Áhersla á gagnsæi og gæði í sjálfbærum fjármálum Aðalheiður Snæ- bjarnardóttir, sjálfbærnistjóri Landsbankans. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARISjálfbær sparnaður fyrir viðskiptavini Loftslagsmálin eru helsta áskorun samtímans og krefjast sameigin- legs átaks. Við viljum bjóða við- skiptavinum okkar upp á tækifæri til að láta sparnaðinn sinn stuðla að sjálfbærri þróun og kynntum nýlega sjálfbæran sparireikning fyrir einstaklinga. Pening- arnir sem ég og þú leggjum inn á reikninginn eru aðeins ávaxtaðir í gegnum fjármögnun á verkefnum sem stuðla að sjálfbærni, með hliðsjón af fjármálaumgjörðinni. Þetta er allt spurning um að gera hluti sem skila sér í minni losun koltvísýrings enda er bankinn að vinna að markmiði Parísarsam- komulagsins. Að draga úr losun er það mikilvægasta sem við getum gert til að tryggja lífsgæði mann- kynsins til frambúðar,“ segir Aðal- heiður. Sjálfbærnisjóður með áherslu á orkuskipti Í lok janúar kynnti Landsbankinn nýjan sjálf bærnisjóð sem hefur það markmið að styðja verk- efni sem stuðla að sjálf bærni og hafa jákvæð áhrif á umhverfið. Sjóðurinn styður sérstaklega við verkefni sem snúa að orkuskipt- um. „Orkuskiptin eru stóra málið í dag og við viljum taka þátt í því. Það var opnað fyrir umsóknir í vikunni og umsóknarfrestur er til 22. apríl. Við munum veita 10 milljónir króna árlega. Markmiðið er að styðja við lausnir og þróun til að hraða orkuskiptum og ekki síður að geta hjálpað til dæmis nemendum og sprotafyrirtækjum með sín verkefni. Sjóðurinn mun skoða umsóknir frá bæði einstaklingum og hópum sem eru að þróa lausnir í orkuskiptum. Það er mjög margt sem kemur til greina og við hvetjum sem flest til að sækja um.“ Sjálfbærnimerkið sendir sterk skilaboð Fyrirtæki eða verkefni sem verið er að fjármagna geta sótt um að fá sjálf bærnimerki bankans ef þau uppfylla skilyrði sem sett eru fram í sjálf bæru fjármálaumgjörðinni. „Við erum mjög stolt af sjálf- bærnimerkinu og finnum mikla velvild fyrir því og eftirspurn. Það er mikið að gera við að greina hæf fyrirtæki og verkefni. Þetta er leið fyrir fyrirtækin til að skila því út á markaðinn að það sem þau séu að gera sé raunverulega sjálf bært. Sjálf bærni er svolítið tískuorð, það eru allir að hugsa um það en það er erfitt að miðla árangrinum. Fyrirtæki sem fá merkið uppfylla ströng skilyrði sem eru tekin út af þriðja aðila,“ segir Aðalheiður. ■ Loftslags- málin eru helsta áskorun samtím- ans og krefjast sameigin- legs átaks. kynningarblað 15FÖSTUDAGUR 25. mars 2022 SJÁLFBÆR REKSTUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.