Fréttablaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 27
Colas Ísland er hluti af Colas samsteypunni, sem er stærsti malbiksverktaki í heiminum í dag. Sam- steypan hefur sett sér það markmið að vinna að sjálf- bærni og samfélagsábyrgð í gegnum alla sína starfsemi og sett sér alheimsmarkmið í þeim málum. Colas samsteypan er starfrækt í fimm heimsálfum og 50 löndum og starfa 56.000 manns hjá fyrirtækinu. Colas hefur gefið út stefnu sína um samfélagsábyrgð sem skiptist í 8 skuldbindingar sem byggjast á því að draga úr umhverfisáhrifum starfseminnar og virðiskeðjunnar; efla líffræði- lega fjölbreytni á jörðinni, byggja upp fyrirmyndarmenningu með áherslu á öryggi, heilsu og siðfræði og að laða til sín, þróa og halda í hæfileikaríkt ungt starfsfólk með framúrskarandi stjórnun. „Þetta eru fjölbreytt verkefni, en ég held utan um þau 6 sjálfbærni- verkefni sem snúa að umhverfis- og öryggismálum hér á landi. Við höfum á síðustu árum náð mjög góðum árangri í öryggismálum og aukið öryggismenninguna hjá Colas Ísland og samhliða því dregið verulega úr fjölda og alvar- leika slysa hjá starfsfólki okkar. Upp á síðkastið hefur áherslan á umhverfismál aukist. Þó að við séum lítið land þá höfum við tekið virkan þátt í vinnu á þessum vett- vangi innan samsteypunnar. Ég er í 20 manna alþjóðlegum vinnuhóp um framtíð kolefnisbókhalds sam- steypunnar á alþjóðavísu. Þá sit ég einnig ásamt íslensku samstarfs- fólki í fjölmörgum vinnuhópum sem hafa það markmið að draga úr losun Colas í Evrópu meðal annars í gegnum orkuskipti og endur- hönnun framleiðsluvara“ segir Harpa Þrastardóttir, umhverfis-, öryggis- og gæðastjóri hjá Colas á Íslandi. „Við höfum lengi þekkt kol- efnisspor okkar við framleiðslu á malbiki. Nú erum við farin að skoða vörurnar sjálfar mun betur en áður, þar sem okkar sýn er að í framtíðinni muni viðskipta- vinir vilja vita kolefnisspor vara við innkaup. Colas samsteypan leggur áherslu á að skila inn frá- vikstilboðum í útboðum þar sem grænni kostir eru settir fram sem hliðartilboð við upprunalegar kröfur í útboði. Við erum byrjuð að undirbúa okkur fyrir það þegar slík fráviks tilboð verða leyfð hér á landi,“ segir Harpa. Endurvinnsla og nýr orkugjafi „Hérna innanlands erum við annars vegar að vinna að því að draga úr losun í framleiðslu og hins vegar að hanna, framleiða og markaðssetja umhverfisvænni vörur. Við endurvinnum til dæmis mikið af malbiki, en við tökum á móti malbiki til endurvinnslu og endurvinnum það hér. Í fyrra endurunnum við yfir 31.000 tonn af malbiki,“ útskýrir hún. „Við höfum bæði endurnýtt nýtt heitt malbik og hannað og búið til kaldblandað malbik. Það er að mestu endurunnið malbik blandað með bikþeytu, það er því allt að 96% endurunnin vara. Við höfum prófað okkur áfram með að endurvinna aðra úrgangsflokka í malbik, til dæmis gler og plast og erum almennt opin fyrir því að gera tilraunir með að endurnýta nýja úrgangsflokka í malbik og horfum mikið til annarra Colas fyrirtækja sem endurvinna m.a. steypu, dekk og jafnvel vindmyllu- spaða í malbik.“ Harpa segir að endurunna mal- bikið þeirra hafi reynst vel og að öflugt gæðaeftirlit sé við hönnun, framleiðslu og útlögn hjá fyrir- tækinu. „Það skiptir auðvitað máli að fólkið sem leggur malbikið hafi hæfni til þess. Það eru göngustígar úr kaldblönduðu malbiki sem hafa staðið sig vel í yfir áratug. Þetta eru góðar vörur ef þær eru meðhöndl- aðar rétt,“ segir hún. Fyrirtækið hefur endurunnið malbik hér á landi í tæplega þrjá áratugi og þessa dagana er verið að taka inn nýjan endurvinnslu- búnað í bikstöðinni svo hægt verði að hefja endurvinnslu á biki, sem er undirstaðan í malbikinu. Bæta við endurvinnslubúnaði Þrátt fyrir mikinn metnað í endur- vinnslu er enn tækifæri til að auka hlutfall endurunnins malbiks í nýtt malbik hjá Colas, en stefnan er að auka það, að sögn Hörpu. „Við höfum verið að þrýsta á stærri verkkaupa að nýta endur- unna malbikið meira, en notkun á verulegu magni af endurunnu mal- biki kallar á auknar rannsóknir til að tryggja gæðin. Okkar tilfinning er sú að verkkaupar veigri sér við að leyfa meira magn, þar sem ekki allir verktakar hafa burði í veigamiklar rannsóknir þó svo að við séum nú þegar að framkvæma þær,“ segir Harpa. Með auknum umhverfisvottun- um viðskiptavina hefur fyrirtækið einnig séð hag sinn í því að búa til vottaðar umhverfisyfirlýsingar (EPD) fyrir malbikið sitt og er von á útgáfu og vottun umhverfis- yfirlýsinga síðar á árinu. „Enn sem komið er er bara ein af sex malbikunarstöðvum okkar sem getur endurunnið malbik, auk kaldblöndunarstöðvarinnar sem framleiðir allt að 96% endur- unnið malbik. Hinar hafa ekki búnaðinn sem þarf fyrir slíka framleiðslu. Við stefnum á að setja upp endurvinnslubúnað í stöðinni okkar á Akureyri síðar á árinu og í framhaldinu mun með tímanum koma búnaður í aðrar stöðvar svo hægt verði að endurvinna mal- bikið utan höfuðborgarsvæðisins í framtíðinni. Kaldblöndunarstöðin okkar er þó færanleg og hægt að fara með hana hvert á land sem er til framleiðslu,“ segir Harpa. Harpa segir að þau hjá Colas hafi tekið eftir því á undanförnum árum að markaðurinn er orðinn móttækilegri fyrir að kaupa endur- unnar vörur. „Það hefur orðið mikil breyting bara núna síðastliðin ár. Það er mun meiri áhugi núna en fyrir fimm árum. En viðskiptavinir þurfa að vilja vöruna svo hægt sé að selja hana. Það hefur orðið aukning í sölu á endurunnu mal- biki á hverju ári á síðustu árum og við gerum ráð fyrir að aukningin haldi áfram,“ segir hún. Mikil rannsóknavinna Hjá Colas fer fram mikil rann- sóknavinna bæði erlendis og hér á Íslandi. Eins og áður segir er Harpa í stefnumótunarvinnu með samsteypunni um hvernig hægt er að draga úr losun. En vegna þess hve veturnir eru langir á Íslandi geta sérfræðingar Colas hér á landi unnið mikla rannsóknavinnu á veturna. „Þetta hefur orðið til þess að rannsóknastjórinn okkar, Björk Úlfarsdóttir, er að fara að kynna fyrir hinum Colas fyrirtækjunum í Evrópu hvernig við endurvinnum malbik. Við höfum náð að byggja upp gífurlega mikla þekkingu hér á landi sem önnur Colas fyrirtæki leita til,“ segir Harpa. Framtíðin hjá Colas Colas samsteypan hefur sett sér það markmið að draga úr losun í allri samsteypunni um 30% fyrir árið 2030. „En við hér á Íslandi höfum sett stefnuna á að vera kolefnishlutlaus árið 2030. Við teljum að við getum efnt það loforð með orkuskiptum í framleiðslu annars vegar og þróun vara með tilliti til kolefnislosunar hins vegar. Colas Ísland stendur framarlega í umhverfismálum við framleiðslu, þar sem við nýtum íslenska rafmagnið, en við erum þó enn að keyra stöðvar á skipa- gasolíu og dísilolíu sem við viljum losa okkur alfarið við. Steinefnin þarf nefnilega að hita upp í 200 gráður við malbiksframleiðslu og það er gert með brennurum. Við höfum skoðað marga möguleika í þeim efnum en ekki fundið hinn eina rétta enn og erum því enn að leita að framtíðarorkugjafa fyrir stöðvarnar. Björk, rannsókna- stjórinn okkar, hefur þegar komið á samtali við birgja fyrirtækisins um það hvernig draga megi úr kolefnisspori þeirra vara sem við framleiðum, þetta er verkefni sem öll virðiskeðjan þarf að koma að.“ Colas samsteypan horfir til framtíðar og er farin að huga að því til dæmis hvað gerist þegar orku- notkun með olíu dregst saman í heiminum. „Bikið sem við notum í malbik er aukaafurð við olíuvinnslu og því er framtíðin sú að draga muni verulega úr aðgengi að biki. Þess vegna er Colas samsteypan þegar komin á fullt í nýsköpun og hefur þegar kynnt fyrstu vöruna sem gæti tekið við af biki þegar þar að kemur. Þó svo að Colas sé rúm- lega 90 ára fyrirtæki þá leggur það alltaf áherslu á að halda í grunn sinn sem nýsköpunarfyrirtæki, það hefur verið styrkleiki fyrir- tækisins hingað til og mun vera áfram í gegnum allar þær breyting- ar sem fram undan eru í heiminum á næstu áratugum.“ n Stefna markvisst að kolefnishlutleysi Harpa Þrastar- dóttir, umhverf- is-, öryggis- og gæðastjóri hjá Colas á Íslandi, segir fyrirtækið leggja mikla áherslu á sjálf- bærni. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Við hér á Íslandi höfum sett stefn- una á að vera kolefnis- hlutlaus árið 2030. Við teljum að við getum efnt það loforð með orku- skiptum í framleiðslu annars vegar og þróun vara með tilliti til kol- efnislosunar hins vegar. Harpa Þrastardóttir kynningarblað 13FÖSTUDAGUR 25. mars 2022 SJÁLFBÆR REKSTUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.