Fréttablaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 41
Loftslagsmál eru orkumál og orkufyrirtæki í heiminum munu leika lykilhlutverk í lausn loftslagsvandans. Til að bregðast við breyttu umhverfi lagðist Lands- virkjun í heildstæða stefnu- mótun á árunum 2020–2021. Ný stefna fyrirtækisins kjarnar áherslu fyrirtækisins á loftslagsaðgerðir og sjálf- bærni í stóru og smáu. Þórólfur Nielsen, forstöðumaður stefnumótunar og sjálfbærni hjá Landsvirkjun, segir að framtíðar- sýn orkufyrirtækis þjóðarinnar sé „sjálfbær heimur, knúinn endur- nýjanlegri orku“. „Hlutverk okkar er að hámarka verðmæti þeirra endurnýjanlegu orkulinda sem fyrirtækinu er trúað fyrir, með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi,“ segir hann. „Úr þessu má lesa að við hjá Landsvirkjun ætlum að taka virkan þátt í að ýta heiminum í átt að sjálfbærni og viljum vanda okkur og gera það á réttan hátt. Við ætlum okkur leiðandi hlutverk við að stuðla að orkuskiptum og kolefnishlutleysi og viljum gera það í eins víðtækri sátt og frekast er unnt við bæði náttúru og menn.“ Ósjálfbær orkunotkun Þórólfur segir að heimurinn standi á tímamótum og orkunotkun mannkyns sé ósjálfbær. „Rúmlega tveir þriðju af losun gróðurhúsa- lofttegunda í heiminum koma frá orkuvinnslu vegna brennslu jarðefnaeldsneytis og á því þarf að verða breyting. Þjóðir heims ætla að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5°C og við þurfum að halda betur á spöðunum ef það á að nást. Við þurfum að breyta neysluvenj- um okkar, auka orkunýtni, hætta að brenna olíu, kolum og gasi og margfalda hlut endurnýjanlegrar orku.“ Hann segir að Ísland ætli ekki að skila auðu. „Stjórnvöld hafa sett okkur metnaðarfull markmið. Við stefnum að kolefnishlutleysi fyrir árið 2040 og að hætta alfarið olíu- og bensínnotkun fyrir sama tíma. Verkefnið snýr fyrst og síðast að bílum, skipum og flugvélum og er stórt og flókið. Við búum þó að dýrmætri reynslu af fyrri orku- skiptum þegar við hættum að nýta mengandi orkugjafa til húshitunar og raforkuframleiðslu og tókum í staðinn að nýta innlenda endur- nýjanlega orku. Sú framsýni sem við sýndum á þessum tíma hefur ekki einungis skilað óumdeildum loftslagsávinningi heldur hefur hún einnig byggt ríkulega undir þau lífskjör sem við í dag erum vön. Ísland á raunhæft tækifæri til að verða fyrsta þjóð heims sem er alfarið óháð jarðefnaeldsneyti og um leið alfarið orkusjálfstæð.“ Nýverið skilaði vinnuhópur á vegum umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins grænbók um stöðu og áskoranir í orku- málum með vísan til markmiða og áherslna stjórnvalda í loftslags- málum. Í grænbókinni kemur fram að ef ná eigi þeim loftslagsmark- miðum sem stjórnvöld hafa sett þá þarf að taka frekari skref í orku- öflun. Þórólfur bendir á að í græn- bókinni séu orkuskiptin ein og sér sögð kalla á 16 TWst í aukinni orku fram til 2040 og aukin orku- þörf almennings og atvinnulífs er metin aðrar 8 TWst á því tímabili. „Samanlagt er þetta meira en öll raforkuvinnsla á Íslandi í dag,“ segir hann. „Hver nákvæmlega orkuþörfin verður mun framtíðin ein leiða í ljós. Það sem er þó ljóst er að orkuþörfin er veruleg og orkufyrirtækin munu verða í lykil- hlutverki þegar kemur að því að ná loftslagsmarkmiðum Íslands.“ Þörf á víðtækri sátt Þórólfur segir blasa við að verk- efnið sé stórt. „Það blasir einnig við hversu mikilvægt það er að ná eins víðtækri sátt og hægt er um hvernig við nálgumst verkefnið,“ segir hann. „Það að flytja okkar losun til annarra landa gerir ekki gagn. Við verðum að feta meðalveg loftslagsaðgerða, náttúruverndar og þess að styðja við lífskjör í landinu. Pólitísk forysta í mark- miðasetningu og nálgun okkar Íslendinga á verkefnið er mikilvæg sem aldrei áður. Í þessu tilliti er rétt að minnast á að stjórnvöld hafa gefið út að lög um verndar- og orkunýtingaráætlun verði endur- skoðuð frá grunni á kjörtímabilinu með það að markmiði að tryggja nýtingu orkuauðlinda með hag- kvæmum og sjálfbærum hætti. Það er von Landsvirkjunar að sú endur- skoðaða löggjöf og í framhaldinu vönduð framkvæmd þeirra laga muni hjálpa okkur Íslendingum að byggja undir sem víðtækasta sátt og varða veginn fram á við í góðu jafnvægi loftslagsaðgerða, náttúru- verndar, efnahags og lífskjara.“ Ný svið styðja við stefnu Eins og Þórólfur nefndi í upphafi lagðist Landsvirkjun í heildstæða stefnumótun. Til að styðja við þá stefnu og tryggja að fyrirtækið nái þeim árangri sem að var stefnt voru gerðar víðtækar skipulags- breytingar hjá fyrirtækinu. „Nýtt svið samfélags og umhverfis var sett á laggirnar til að lyfta betur upp og samræma frekar áherslur fyrirtækisins í þessum málum og situr framkvæmdastjóri sviðsins í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Sviðið styður við aðrar einingar fyrirtækisins í vegferð okkar að enn aukinni samfélagslegri ábyrgð, virkara samtali og samstarfi, grænni rekstri og kolefnishlut- leysi. Við gerum okkur fulla grein fyrir því að beislun endurnýjan- legra auðlinda kallar á inngrip í náttúruna og við ætlum okkur að vanda okkur og gera hlutina vel. Þá ætlum við að vera enn virkari þátt- takandi í þeim samfélögum sem við störfum,“ segir Þórólfur. Hann segir að stefna fyrirtækis- ins leggi einnig áherslu á skapandi samstarf. Í nýju skipuriti var því orkutengdri nýsköpun búið gott rúm á nýju sviði viðskiptaþróunar og nýsköpunar. „Við höfum þegar stofnað til fjölda samstarfsverk- efna um orkutengda nýsköpun sem við erum mjög spennt fyrir en þar má nefna Eim, sem hefur bætta nýtingu orkuauðlinda og aukna nýsköpun í orkumálum á Norðausturlandi að leiðarljósi, Orkídeu, sem ýtir undir framgang hátæknimatvælaframleiðslu og líf- tækni á Suðurlandi með sjálfbæra verðmætasköpun að leiðarljósi, og Bláma, sem stuðlar að nýsköpun og orkuskiptum á Vestfjörðum með áherslu á sjótengda starfsemi. Í þessu tilliti má einnig nefna að Landsvirkjun var á meðal stofnað- ila að rannsóknarsetri um sjálf- bærni við Háskólann í Reykjavík en setrið sinnir menntun og rann- sóknum á nýtingu endurnýjan- legrar raforku og áhrifum hennar á umhverfi og samfélag, þvert á fræðasvið háskólans.“ Þórólfur segir að hjá Landsvirkj- un stefni starfsfólk sífellt að því að bæta sig og ná settum markmið- um. „Því til staðfestingar höfum við tengt fjármögnun fyrirtækisins saman við markmið okkar í sjálf- bærni. Þannig er öll fjármögnun fyrirtækisins síðustu ár græn eða sjálfbærnitengd og vaxtakjör á sjálfbærnitengdu lánunum okkar taka mið af skilgreindum mark- miðum okkar á sviði sjálfbærni. Við erum sérstaklega stolt af braut- ryðjendastarfi okkar á þessu sviði en nefna má að við vorum fyrsti útgefandi grænna skuldabréfa á Íslandi árið 2018 og einn af fyrstu útgefendum grænna skuldabréfa á lokaða bandaríska skuldabréfa- markaðinum. 27% af allri okkar fjármögnun eru í dag ýmist græn eða sjálfbærnitengd.“ Landsvirkjun er tilbúin fyrir spennandi framtíð. „Undanfarinn áratug eða svo höfum við lagt ríka áherslu á að treysta efnahag fyrir- tækisins og höfum náð þeim mark- miðum sem við settum okkur,“ segir Þórólfur. „Við höfum aukið við orkuvinnslu fyrirtækisins og bætt nýtingu kerfisins. Við höfum aukið á fjölbreytni viðskipta okkar og endursamið við viðskiptavini um raforkuverð sem er samkeppn- ishæft fyrir báða aðila. Þá höfum við greitt niður skuldir og stöndum í dag jafnfætis systurfyrirtækjum okkar á Norðurlöndum hvað varðar aðgengi að fjármagni og lánshæfi. Allt þetta hefur dregið úr áhættu í okkar rekstri og aukið svigrúm okkar, meðal annars til arðgreiðslna og frekari öflunar endurnýjanlegrar orku. Við búum í dag að sterkum efnahag og höfum skýra stefnu í umhverfis- og sam- félagsmálum. Við erum því tilbúin að taka að okkur leiðandi hlutverk í vegferð okkar allra að sjálfbærari heimi, knúnum endurnýjanlegri orku,“ segir Þórólfur Nielsen, for- stöðumaður stefnumótunar og sjálfbærni hjá Landsvirkjun. n Við ætlum að gera hlutina vel „Við ætlum að taka virkan þátt í að ýta heiminum í átt að sjálfbærni,“ segir Þórólfur Nielsen, forstöðumaður hjá Landsvirkjun. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Hver nákvæmlega orkuþörfin verður mun framtíðin ein leiða í ljós. Það sem er þó ljóst er að orkuþörfin er veruleg og orkufyrir- tækin munu verða í lykilhlutverki þegar kemur að því að ná loftslagsmarkmiðum Íslands. kynningarblað 27FÖSTUDAGUR 25. mars 2022 SJÁLFBÆR REKSTUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.