Fréttablaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 38
Múlalundur, vinnustofa SÍBS, býður fyrirtækjum og einstaklingum fjölbreytta þjónustu sem skapar um leið tækifæri fyrir fólk með skerta starfsorku til að leggja sitt af mörkum til atvinnulífsins. Heimsmark- miðin, hringrásarhagkerfi og útvistun verkefna, eiga öll færi á Múlalundi. Á Múlalundi, vinnustofu SÍBS, fást allar almennar skrifstofuvörur á einum stað, pappír og ritföng. Þar fæst einnig fjölbreytt úrval vara sem nýtist fjölbreyttum hópi viðskiptavina svo sem íþrótta- vörur, fallegar vörur til heimilisins, prjónavörur, vörur fyrir safnara og stuðningsvörur fyrir fatlaða. „Þá tekur starfsfólk Múlalundar að sér fjölbreytt verkefni fyrir við- skiptavini, oft verkefni sem kalla á handavinnu, sem mun hagkvæm- ara er að láta starfsfólk Múlalundar um en að þau taki orku frá öðrum verkefnum í fyrirtækjum við- skiptavina,“ segir Sigurður Viktor Úlfarsson, framkvæmda- stjóri Múlalund- ar, vinnustofu SÍBS. Vefverslun Múlalundar má finna á slóðinni mulalundur.is. „Múlalundur er stöðugt að sníða vöru og þjónustu að þörfum fyrir- tækja og treystir á að fyrirtæki skoði möguleika á sam- félagslegri ábyrgð. Það er því mikil- vægt að stjórn- endur fyrirtækja skapi sér stefnu um að reyna að nýta sér þjónustu fyrirtækja eins og Múlalundar.“ Duglegt fólk þarf næg verkefni Múlalundur þarf á samfélagslegri ábyrgð að halda. „Nú þegar við komum út úr faraldrinum hefur það þau áhrif á Múlalundi að fleiri geta mætt til vinnu og oftar en mögulegt hefur verið undanfarna mánuði. Duglegt fólk þarf að hafa næg verkefni og því köllum við út í samfélagið eftir fjölbreyttum verkefnum svo okkar duglega fólk geti látið hendur standa fram úr ermum næstu mánuði,“ segir Sigurður Viktor. „Í fyrirtækjum koma oft upp fjölbreytt handavinnuverkefni sem þarf að framkvæma og taka tíma frá öðrum verkefnum. Þá geta fyrirtæki haft samband við Múlalund, fengið tilboð í verkefnin og síðan skutlar viðskiptavinur þeim til okkar eða við sækjum þau. Við klárum verkin hratt og vel og sendum verkefnin aftur til viðskiptavinarins. Sum fyrir- tæki fá til dæmis sendar vörur erlendis frá í hverri viku þar sem merkingar uppfylla ekki reglugerðir um íslenskar leið- beiningar eða þar sem strikamerkja þarf vörur upp á nýtt. Viðskiptavinir okkar skutla þá við- komandi brettum til okkar, við merkjum þau og svo eru þau sótt. Á meðan getur starfsfólk sinnt mikilvægari verkefnum á sama tíma og fyrirtækið skapar störf fyrir fólk með skerta starfsorku.“ Viðskipti við Múlalund eru frábært samfélagsverkefni Það er öflugur hópur starfsmanna hjá Múlalundi og allir taka starfið sitt alvarlega. MYNDIR/AÐSENDAR Verkefnin eru mörg og misjöfn enda þarf duglegt fólk að hafa næg verkefni og þau geta bætt á sig. Múlalundur hefur frá árinu 1959 verið rekinn af SÍBS með stuðningi Happdrættis SÍBS. Fallegir matseðlar. Glæsilegir matseðlar fyrir ferðaþjónustuna Starfsfólk Múlalundar hefur um árabil framleitt glæsilegar kápur utan um matseðla, vín- list, litla og stóra, hótelmöppur, reikningamöppur, lyklakippur og margt fleira fyrir ferðaþjón- ustuaðila um allt land. „Það er gaman að ferðast um landið og hitta fyrir framleiðsluvörurnar okkar á borðum veitingahúsa um allt land,” segir Sigurður Viktor. Við bjóðum upp á mjög flott efni sem hægt er að letra á eða þrykkja í merki fyrir- tækisins og texta að eigin vali, þannig að úr verði glæsilegur gripur í höndum viðskiptavina á samkeppnishæfu verði. Það er oft mikið álag á matseðlum, þeir liggja í bleytu á borðum löngum stundum og efnin í þeim þurfa að vera sérstak- lega vönduð til að hægt sé að strjúka af þeim bleytuna og koma þeim aftur í virkni snyrti- legum og fínum.“ Allar þessar vörur eru fram- leiddar á staðnum frá grunni og fjölbreytnin því næstum tak- markalaus. Fyrirtæki geta haft samræmt útlit á matseðlum, vínseðlum, lyklakippum, hótel- möppum, reikningamöppum á veitingastaðnum, klemmu- spjöldum fyrir fararstjóra og jafnvel töskumerkjum fyrir viðskiptavini. „Allt getur verið í sama útliti sem er mjög töff og kemur vel út. Þessar vikurnar erum við að taka í notkun ný efni án plasts sem auka enn úrvalið.“ Nánari upplýsingar má finna á https://www.mulalundur.is/ verslun/matsedlar-serfram- leiddir/ og með því að hafa samband við starfsfólk Múla- lundar sem hefur mikla reynslu á þessu sviði. Vinsæl vefverslun Á heimasíðunni mulalundur.is er rekin stór og vinsæl vefverslun. „Þar geta viðskiptavinir valið úr glæsilegu úrvali fjölbreyttra vara og bæði verð og úrval koma ánægjulega á óvart. Einfalt er að versla á netinu og sendum við vörurnar yfirleitt strax daginn eftir,“ segir Sigurður. Fari pöntun yfir 20.000 krónur er frí heims- ending um land allt en ef pantað er fyrir lægri upphæð er tekið lágt sendingargjald. Heimsmarkmiðin Á Múlalundi hafa þúsundir ein- staklinga með skerta starfsorku fengið annað tækifæri í 63 ár. Æski- legast er að samfélagsleg ábyrgð sé fléttuð inn í hefðbundna starfsemi fyrirtækja. „Við segjum stundum að það að panta vörur af Múla- lundi sé einfaldasta samfélagsverk- efnið. Panta vörur sem hvort sem er þarf að kaupa og fá þær sendar daginn eftir,“ segir Sigurður Viktor. „Þá er fyrirtækið búið að láta gott af sér leiða þann daginn.“ Á Múlalundi starfa dugmiklir einstaklingar sem í kjölfar slyss eða heilsubrests hafa þurft að takast á við andlega eða líkamlega fötlun eða veikindi. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna númer 8 tekur til þess að vinna skuli vera „í boði fyrir alla, konur og karla, þar á meðal ungt fólk og fatlað fólk“. Þegar fyrirtæki kaupa rekstrarvörur eða þjónustu hafa þau val um að kaupa þær af Múla- lundi, vinnustofu SÍBS, og stuðla þannig að fjölbreyttum störfum fyrir fólk með skerta starfsorku. Hringrásarhagkerfið Mikilvægt er að fyrir- tæki og stofnanir leggi áherslu á hringrásar- hagkerfið þar sem vörur eru ekki fram- leiddar, notaðar og þeim hent, heldur séu þær endur- unnar og endurnýttar eins og frek- ast er unnt. Það kallar á að vörur séu teknar í sundur eftir að notkun lýkur og flokkaðar eftir efnum. Þannig fást hreinir straumar til endurvinnslu sem hámarkar virði þeirra, sem og líkur á því að hægt sé að endurnýta og endurvinna vörurnar til fulls. Múlalundur getur sinnt þessum mikilvæga þætti í hringrásinni. „Þá eru slegnar tvær samfélagslegar flugur í einu höggi, umhverfisfótsporið lágmarkað og á sama tíma sköpuð mikilvæg störf fyrir fólk með skerta starfsorku,“ segir Sigurður Viktor. Fyrirtæki útvisti verkþáttum Í sumum tilfellum hafa viðskipta- vinir séð sér hag í því að útvista tilteknum hluta starfsemi sinnar til Múlalundar. Þá sér fyrirtækið til dæmis um markaðsmál, innkaup og samskipti við viðskiptavini en Múlalundur sér um að afgreiða pantanir og vinna það sem þarf að vinna. Þetta hentar meðal annars einyrkjum og nýsköpunarfyrir- tækjum sérstaklega vel þar sem þau geta einbeitt sér að viðskipta- vinum og uppgangi fyrirtækisins. Þetta hentar til dæmis þegar álag er ekki jafnt og þétt heldur eins og ein eða fleiri afhendingar á viku. Þá hentar illa að ráða eigið starfs- fólk í verkefnið.“ Öllum er mikilvægt að vinna Múlalundur hefur frá árinu 1959 verið rekinn af SÍBS með stuðn- ingi Happdrættis SÍBS. Frá því starfsemin hófst hafa þúsundir einstaklinga með skerta starfs- orku fengið annað tækifæri og blómstrað á ný. Á Múlalundi, vinnustofu SÍBS, er glæsileg verslun við Reykjalund í Mosfellsbæ. Sími 562- 8500. Skoðið úrvalið á mulalundur.is ■ Múlalundur selur flotta pappírspoka. 24 kynningarblað 25. mars 2022 FÖSTUDAGURSJÁLFBÆR REKSTUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.