Fréttablaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 40
Rík áhersla á samfélagslega ábyrgð Fannar, sem er gæða- og umhverfisstjóri, bendir á að Bláa lónið hafi veitt fjárhagslega styrki til fjölda verkefna í samfélaginu og þannig eflt íþrótta- starf, menningarviðburði og lýðheilsu hvers konar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Okkur er annt um hvert annað hér í Bláa lóninu og fyrir- tækið leggur áherslu á að öllum líði vel í vinnunni. Þannig tryggjum við best vellíðan gesta okkar og sköpum einstakar minningar. Bláa lónið er með stærstu vinnuveitendum á Suður- nesjum og einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna á Íslandi. Fyrirtækið sem slíkt finnur til samfélagslegrar ábyrgðar gagnvart landi og þjóð, að sögn Fannars Jóns- sonar, gæða- og umhverfis- stjóra Bláa lónsins. Fannar segir að Bláa lónið leggi ríka áherslu á að styðja vel við samfélagsleg verkefni og geri það með ýmsu móti. „Við erum með virðisskapandi rekstur sem byggist á fjölnýtingu náttúruauðlinda í Svartsengi sem voru upprunalega einungis nýttar í framleiðslu á rafmagni og hita fyrir nærsamfélagið. Þannig stuðlum við að hringrásarhagkerfi byggðu á virðingu fyrir náttúrunni og umhverfinu,“ segir Fannar og bætir við að það sé fyrir tilstilli öflugs samfélags sem fyrirtæki eins og Bláa lónið verður til og getur dafnað jafn vel og það hefur gert síðastliðna áratugi. Ótvíræður árangur Spurður á hvaða sviðum sam- félagslegrar ábyrgðar Bláa lónið hafi helst náð árangri, er Fannar fljótur til svars. „Grímur Sæmund- sen, forstjóri Bláa lónsins, stofnaði fyrirtækið á sínum tíma til þess að rannsaka undraverða eigin- leika jarðsjávarins sem til féll í Svartsengi í þeim tilgangi að hjálpa fólki með húðvandamál,“ rifjar hann upp. Hann segir að í þrjátíu ára sögu Bláa lónsins hafi átt sér stað samfelld rannsóknavinna í að finna nýja eiginleika jarðsjávarins og nýjar leiðir í að skilja og nýta þennan einstaka lækningamátt sem býr í honum til að auka vel- líðan og heilsu fólks. Fannar minnir á að Bláa lónið reki einnig Lækningalind fyrir fólk með sóríasis, þar sem þær náttúrulegu meðferðir sem eru í boði hafi hjálpað fólki að halda niðri einkennum sjúkdómsins. Síðastliðin ár hafi Bláa lónið boðið þessa þjónustu meðferðargestum og ríkinu að kostnaðarlausu. „Við lítum á það sem samfélags- lega ábyrgð okkar að veita þessa þjónustu,“ útskýrir hann. Styrkir grunnstoðir samfélagsins Ásamt því að bjóða upp á fríar meðferðir í Lækningalindinni þá segir Fannar Bláa lónið hafa veitt fjárhagslega styrki til fjölda ann- arra samfélagsverkefna og þannig eflt íþróttastarf, menningarvið- burði og lýðheilsu hvers konar. „Allt styrkir þetta grunnstoðir samfélagsins,“ bendir hann á. Fannar tekur fram að þann góða árangur sem hafi náðst megi ekki síst þakka öflugu og hugmynda- ríku starfsfólki, sem komi að stórum hluta úr nærsamfélaginu. Það skipti öllu máli við að skapa framúrskarandi upplifun og vel- líðan gesta Bláa lónsins. „Okkur er annt um hvert annað hér í Bláa lóninu og fyrirtækið leggur áherslu á að öllum líði vel í vinnunni. Þannig tryggjum við best vellíðan gesta okkar og sköpum einstakar minningar,“ segir hann. Innleiðing heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna Á síðasta ári greindu fjölmiðlar frá því að Bláa lónið hygðist inn- leiða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna ganga út á sjálfbæra þróun og krefjast þátttöku allra þjóða og samstarfs ólíkra hags- munaaðila til að öll heimsbyggðin geti lifað við góð og varanleg lífsgæði. Fannar segir heims- markmiðin samræmast vel sýn og stefnu Bláa lónsins um að bæta heilsu og vellíðan fólks í sátt við umhverfið. „Fyrirtækið getur svo haft meiri áhrif á sum markmið fremur en önnur og í því skyni hefur það unnið að forgangsröðun aðgerða og vægi markmiða með starfsfólki sínu,“ segir hann. Hvernig hefur gengið að innleiða þessi markmið og stefnið þið að því að gera enn betur í þessum efnum? „Eins og ég segi þá hafa áherslur fyrirtækisins síðastliðin ár fallið mjög vel að mörgum þessara markmiða og því hefur innleiðing gengið vel,“ svarar hann, „en til að ná enn meiri árangri höfum við tengt meginmarkmið og áherslur fyrirtækisins fyrir 2022 við heims- markmiðin í enn ríkari mæli og munum halda þeirri vinnu áfram á komandi árum.“ Fannar heldur áfram. „Við í Bláa lóninu mætum öll í vinnuna til að auka ánægju, vellíðan og heilsu okkar gesta og reynum þannig að hafa jákvæð áhrif á heiminn sem við öll búum í. Ég held að við getum nú verið sammála um að það sé nokkuð sem við þurfum öll á að halda, ekki hvað síst um þessar mundir.“ Stöðugar umbætur Þá getur Fannar þess að frá 2019 hafi Bláa lónið gefið út árlega sam- félagsskýrslu þar sem útlistuð eru nákvæmlega markmið fyrirtækis- ins og árangur fyrri ára, markmið komandi árs og langtímamarkmið á öllum sviðum samfélagslegrar ábyrgðar. Samfélagsskýrslan taki mið af svokölluðum GRI stöðlum, alþjóðlega viðurkenndum stöðlum um miðlun upplýsinga um sam- félagslega ábyrgð. „Við vinnum ávallt að umbótum í rekstri til að uppfylla þarfir og væntingar okkar viðskiptavina, sem eru í stöðugri framþróun,“ segir Fannar. Hann undirstrikar mikilvægi þess að samfélagið finni og skilji samfélagslegan ávinning af vexti og velgengni fyrirtækja innan þess og það sé á ábyrgð fyrirtækja að koma því til skila. Þess vegna standi Bláa lónið fyrir útgáfu sam- félagsskýrslnanna fyrrnefndu. „Ég hvet alla til að kynna sér þessar skýrslur,“ segir hann brosandi og bætir við að hægt sé að nálgast þær á heimasíðu fyrirtækisins, www. bluelagoon.com. Sumir eru þeirrar skoðunar að samfélagsleg ábyrgð hafi aldrei verið jafn mikilvæg og nú. Er Fannar sammála því? „Samfélagsleg ábyrgð hefur allt- af verið mikilvæg en með aukinni vitundarvakningu síðastliðinna ára um málefni umhverfislegra og félagslegra þátta þá hefur mikil- vægi upplýsingaflæðis og aðgerða í þeim málaflokkum aukist og nú skipta þau orðið jafn miklu máli og efnahagslegir þættir. Þessar meginstoðir samfélagslegrar ábyrgðar hafa einnig mikil áhrif á orðspor og vörumerki fyrirtækja í dag og til framtíðar.“ Fannar segir að Bláa lónið leggi ríka áherslu á að styðja vel við samfélagsleg verkefni og geri það með ýmsu móti. „Því þannig tryggjum við best blómlega framtíð okkar allra og bætum heilsu og vellíðan fólks í sátt við náttúru,“ segir hann og leggur áherslu á orð sín. Er þetta langtímaverkefni? Hann kinkar kolli. „Algjörlega, og það er samofið stjórnkerfi Bláa lónsins.“ n Bláa lónið býður upp á Lækningalind fyrir fólk með sóríasis, sem er náttúruleg meðferð. 26 kynningarblað 25. mars 2022 FÖSTUDAGURSJÁLFBÆR REKSTUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.