Fréttablaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 47
Allir birgjar og rekstraraðilar sem IKEA starfar með þurfa að fylgja ströngum siða- reglum varðandi umhverfis- og vinnuvernd og samfélags- ábyrgð og fyrirtækið hvetur viðskiptavini til að velja sjálf- bærar vörur. IKEA á Íslandi starfar eftir alþjóðlegum stefnum IKEA, en nýtir líka innlend tækifæri til að sýna samfélagsábyrgð í verki. „Við erum meðvituð um stærð okkar og þau áhrif sem við getum haft og viljum nýta þau á jákvæð- an hátt. Síðastliðna áratugi hefur IKEA hérlendis og erlendis mótað sínar eigin stefnur og fengið vott- anir á hráefni og ferlum, til að sýna það í verki að samfélagsleg ábyrgð skiptir okkur máli. Við viljum vera hluti af lausninni, finna hag- kvæmar og einfaldar leiðir fyrir sem flesta til að lifa sjálfbærara og heilsusamlegra lífi,“ segir Kristrún Ósk Karlsdóttir, umhverfisfulltrúi IKEA. Aðfangakeðjan er grunnur að sjálfbærni „Til að auðvelda okkur að ná markmiðum er grundvallar atriði að birgjarnir og virðiskeðjan hafi verkfæri til að vinna eftir. Fyrir um 20 árum mótaði IKEA siða- reglur fyrir birgja, IWAY, sem stendur fyrir IKEA Way og lýsir kröfum varðandi umhverfis- og vinnuvernd sem við ætlumst til að birgjar okkar standist, auk leið- beininga um starfshætti sem mælt er með þegar unnið er fyrir IKEA.“ Siðareglurnar eru taldar vera einar af ströngustu siðareglum birgja í heiminum og áhrif þeirra eru heilmikil því um 600 þúsund einstaklingar í yfir 50 löndum starfa hjá birgjum sem eiga í beinum viðskiptum við IKEA. Þá starfa milljónir til viðbótar hjá þeirra birgjum. „IConduct eru svo siðareglur rekstraraðila sem þarf að uppfylla og skoða árlega. Þær snúa að vöruúrvali, fólki og sam- félögum, umhverfismálum, heilsu og öryggi, viðskiptasiðareglum og upplýsingagjöf. Við skoðum okkar birgja samkvæmt siðareglunum en markmiðið er að eiga einungis í viðskiptum við ábyrga aðila sem standast kröfur IWAY og ICon- duct,“ segir Kristrún. Árið 2019 hlaut IKEA, fyrst fyrirtækja á Íslandi, AEO-vottun sem viðurkenndur rekstraraðili. „Þetta er alþjóðleg gæðavottun sem felur í sér að fyrirtæki er talið vera öruggur hlekkur í aðfanga- keðjunni.“ Vottunin staðfestir það að fyrirtækið tileinkar sér ábyrga tollmeðferð og uppfyllir kröfur um alþjóðlega vöruflutninga. „Það er því óhætt að segja að við höfum tryggt aðfangakeðju okkar frá upp- hafi til enda.“ Hringrásar-IKEA Á heimsvísu er IKEA að taka breytingum. „Það er verið að endurhugsa hjá IKEA allt frá vöru- hönnun til framleiðslu, hráefnis- vals, f lutninga, sölu og hvernig við lokum hringrásinni og drögum úr sóun. Við erum að taka skref í átt að hringrásar-IKEA sem hefur í för með sér jákvæð áhrif fyrir fólk og jörðina.“ Að sögn Kristrúnar er það mikil- vægur hluti af þessari breytingu að upplýsa viðskiptavini og veita innblástur. „Við viljum hvetja fólk til að velja sjálf bærara hráefni eða vörur með sjálf bærari eigin- leika. Síðastliðna mánuði hefur verið lögð mikil áhersla á að gera sjálf bærari vörur og upplýsingar um þær sýnilegri, en við teljum að það hafi ekki einungis áhrif á val viðskiptavina hjá okkur, heldur hafi það í för með sér að fólk fari með hugsunina lengra, á aðra staði og skapi jafnvel samræður um umhverfismál. Við viljum með þessu hafa áhrif og sýna gott for- dæmi.“ Samstarf sem dregur úr úrgangi „IKEA á Íslandi starfar að sjálf- sögðu eftir stefnum IKEA á alþjóðavísu, en hefur einnig sína eigin stefnu hér á landi sem hefur mótast af þróun og möguleikum í samfélaginu. Eins og f leiri fyrir- tæki hérlendis skrifaði IKEA undir loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar fyrir nokkrum árum og hefur síðan þá mælt losun með kerfi Klappa og greint frá upplýsingum í umhverfisskýrslu til að sýna fram á samfélagsábyrgð í verki. „Verkefnin hafa verið af ýmsum toga, eitt af þeim stærstu voru líklega hleðslustæðin, en fyrir framan verslunina eru 60 hleðslu- stæði sem viðskiptavinir og starfs- menn geta nýtt sér. Í janúar hófum við samstarf við frumkvöðlafyrir- tækið Plastplan sem endurnýtir plastúrgang IKEA og kemur til með að hanna úr því nytsamlega hluti, það verður gaman að sjá hvað kemur út úr því.“ Samfélagsábyrgð í forgangi „Þó svo að ýmislegt hafi gengið á í heiminum síðastliðin ár og enn ríki töluverð óvissa, þá er mikil- vægt, og jafnvel mikilvægara en áður, að missa ekki dampinn og setja samfélagsábyrgð í forgang. Það er mikilvægt að vera sífellt á varðbergi, vera opin fyrir nýjum aðferðum og hugmyndum og láta verkin tala,“ segir Kristrún að lokum. ■ Látum verkin tala Kristrún Ósk Karlsdóttir, umhverfisfull- trúi IKEA, segir að fyrirtækið hafi sýnt það í verki síðastliðna áratugi að sam- félagsleg ábyrgð skipti það máli. MYNDIR/AÐSENDAR IKEA hvetur fólk til að velja sjálf- bærara hráefni eða vörur með sjálfbærari eiginleika. Allir birgjar og rekstraraðilar sem vinna með IKEA þurfa að standast strangar siða- reglur. IKEA vill finna hagkvæmar og einfaldar leiðir fyrir sem flesta til að lifa sjálfbærara og heilsusamlegra lífi. Hjá IKEA er lögð mikil áhersla á að draga úr sóun á ýmsan hátt. Síðastliðna mánuði hefur verið lögð mikil áhersla á að gera sjálfbærari vörur og upp- lýsingar um þær sýnilegri. kynningarblað 33FÖSTUDAGUR 25. mars 2022 SJÁLFBÆR REKSTUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.