Fréttablaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 36
Reginn fasteignafélag hefur á síðustu árum lagt mikla áherslu á sjálfbærni í rekstri félagsins og eigna þess. Sunna Hrönn Sigmars- dóttir, framkvæmdastjóri hjá Regin, segir grænar áherslur fyrirtækisins uppsprettu fjöl- margra viðskiptatækifæra. „Við höfum ráðist í ýmsar aðgerðir til að draga úr umhverfisáhrifum fasteignafélagsins og hefur Reginn unnið að fjölmörgum verkefnum til að tryggja áframhaldandi þróun í átt að sjálfbærni í rekstri,“ segir Sunna Hrönn Sigmarsdóttir, sem leiðir sjálfbærnimál Regins. Sunna segir eina helstu sérstöðu Regins gagnvart öðrum fasteigna- félögum á Íslandi felast í því að félagið sjái sjálft um daglegan fasteignarekstur og viðhald fyrir leigutaka sína í stórum eignum eins og Smáralind, Höfðatorgi og Egilshöll. „Þar erum við að tala um hús- vörslu, öryggismál, þrif og ræst- ingar, orku, sorp, viðhald og svo framvegis. Félagið sér um þennan rekstur í einum þriðja hluta af fast- eignum sínum og sú staða gerir það að verkum að félagið er í einstakri aðstöðu til að minnka neikvæð umhverfisáhrif fasteigna í eigu félagsins,“ greinir Sunna Hrönn frá. Grænir leigusamningar Lykilforsendu þess að hafa enn meiri áhrif og ná til stærri hluta eignasafnsins segir Sunna felast í því að fá leigutaka í lið með félag- inu og auka sjálfbærni í rýmum leigutaka. „Eftirspurn eftir auknu sam- starfi leigusala og leigutaka um sjálfbærari rekstur í leigurými er sífellt að aukast, og staðfesta þjón- ustukannanir Regins þá þróun. Félagið er sannfært um að aukin sjálfbærni í rekstri og grænar áherslur félagsins séu uppspretta fjölmargra viðskiptatækifæra og að þarna verði til nýir leigutakar og ný tækifæri.“ Hjá Regin er lögð sérstök áhersla á sjálfbærni í þjónustu við við- skiptavini og þróaðar hafa verið ýmsar lausnir sem snúa að því. „Meðal annars hefur verið ein- blínt á lausnir, vörur og þjónustu sem stuðla að sjálfbærari rekstri og eru aukin tekjulind eða leiða til sparnaðar fyrir viðskiptavini og félagið, ásamt því að stuðla að aukinni vellíðan í leigðum rýmum Regins,“ upplýsir Sunna Hrönn. Í takt við þessar áherslur hóf Reginn í lok árs 2021 að bjóða við- skiptavinum sínum upp á græna leigusamninga. „Með grænum leigusamningum vill Reginn fá viðskiptavini í lið með sér og auka sjálfbærni í eigna- safni félagsins, með sameiginlega hagsmuni að leiðarljósi. Grænn leigusamningur er samkomulag á milli leigusala og leigutaka um að minnka kolefnisspor í hinu leigða rými og bæta nýtingu auðlinda ásamt því að stuðla að aukinni vel- líðan starfsfólks,“ útskýrir Sunna. Jákvæð og sjálfbær samvinna Til að auðvelda viðskiptavinum Regins vegferðina í átt að sjálf- bærari rekstri hefur Reginn unnið leiðbeiningar fyrir viðskiptavini sína um hvernig hægt er að auka sjálfbærni í rekstri fasteigna. „Félagið aðstoðar síðan við- skiptavini við að setja sér mark- mið að aukinni sjálfbærni í hinu leigða rými og vinna áætlanir um aðgerðir til að ná settum mark- miðum. Með þessu samstarfi nær félagið til stærri hluta eignasafns síns og miðlar bæði þekkingu og reynslu til viðskiptavina sinna. Afrakstur þessarar samvinnu er því jákvæður fyrir báða aðila, en umfram allt jákvæður fyrir umhverfið,“ segir Sunna Hrönn. n Reginn er í Hagasmára 1 í Kópa- vogi. Sími 512 8900. Netfang: reginn@reginn.is. Sjá nánar á reginn.is Sjálfbærnivegferðin býr til viðskiptatækifæri Sunna Hrönn Sigmarsdóttir er framkvæmda- stjóri Regins. Hér stendur hún í einni glæsilegustu hjólageymslu landsins, sem er við innganginn Hagkaupsmegin í Smáralind. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Hjónin Íris Ann Sigurðar- dóttir og Lucas Keller eiga og reka veitinga- og sælkera- staðinn Coocoo’s Nest úti á Granda og hinn frumlega og skemmtilega bar Luna Flórens. Hjónin kynntust á Ítalíu á sínum tíma en Lucas er frá Kaliforníu og var að læra matreiðslu og Íris Ann var að læra ljósmyndun og sjónlist. sjofn@frettabladid.is Saman létu þau drauminn rætast um að opna veitingastaðinn The Coocoo’s Nest þar sem ástríða þeirra og sköpun fær að njóta sín. Saman eiga þau tvo dásamlega stráka, Indigo og Sky. Sjálfbærni og samfélagsábyrgð hefur ávallt verið þeim hugleikin og þegar að rekstr- inum kemur leggja þau sig fram um að sýna ábyrgð í verki. „Það er vissulega í mörg horn að líta þegar kemur að sjálfbærni og samfélagsábyrgð fyrirtækja og alltaf svigrúm til að gera betur. Stundum hugsa ég að líf okkar væri auðveldara ef við værum ekki svona samviskusöm hvað þetta varðar. En það fylgir í raun ástríðu okkar að gera hlutina vel og rétt,“ segir Íris og bætir við að frá upphafi hafi þau ávallt haft ástríðu fyrir að gera þessa hluti vel. „Við erum mjög meðvituð um hvaðan hráefnin okkar koma og gerum okkar besta til að versla líf- rænt og versla við minni birgja sem eru einnig með svipaðar hugsjónir. Eirný Sigurðardóttir, ostadrottning og stofnandi Matarmarkaðar Íslands, spilaði stórt hlutverk á sínum tíma í að tengja okkur við fólk hér heima sem er að gera stór- kostlega hluti. Það er alveg hreint magnað hvað það eru margir bændur að rækta hér heima af miklum metnaði, það væri gaman að sjá þá fá meiri stuðning til þess að hvetja það fólk áfram.“ Innblásturinn kemur frá Ítalíu Þegar kemur að flokkun á rusli hugsa Íris og Lucas út í hvert smáatriði. „Við reynum einnig að vanda okkur við að flokka allt rusl vel. Við flokkum allt plast, pappír, ál, lífrænan úrgang og fleira. Mark- miðið er þó að vera með eins lítið af lífrænu rusli og við getum og við gerum það með því að nýta hrá- efnin eins vel og hægt er. Með því að vera með rétti dagsins er hægt að finna upp á nýjum uppskriftum til að nýta allan mat vel sem er annars ekki á matseðli. Lucas, sem er kokkur, vann á Michelin-stjörnu veitingastað á Ítalíu, sem var einn af fáum stöðum með stjörnu sem framleiðir aðeins grænmetisfæði, en á þeim stað var mikil áhersla á að nýta allt hráefni og þaðan fékk hann mikinn innblástur. Það snýst um að hugsa stundum út fyrir kassann og prófa nýjar uppskriftir með það sem er til. Ég til að mynda opna oft ísskápinn og finnst ekkert vera til, svo kemur Lucas og býr til þriggja rétta máltíð!“ Kostar meira að vera sjálfbær „Það sem er erfiðast við að vera sjálfbær er að það kostar meira en ella. Bæði það að kaupa lífrænt og að flokka rusl kostar töluvert meira en að gera það ekki. Eflaust myndu fleiri standa sig betur í þessum málum ef það væri ekki raunin. Það væri dásamlegt ef hægt væri að styðja þau fyrirtæki sem sinna þessum málum vel, eða búa til ein- hvers konar hvatningarúrræði. En þrátt fyrir aukakostnað held ég að samfélagsábyrgð fyrirtækja skili sér margfalt til baka. Við finnum að okkar fastakúnnar þekkja það sem við leggjum af mörkum og kjósa að styðja okkur vegna þessa, það skín alltaf í gegn. Við erum með frábæran fastakúnnahóp sem við sjáum að eru með sömu hugsjónir, fólk sem vill gera vel fyrir sam- félagið og kýs að hátta pening- unum sínum þannig að styðja þau fyrirtæki sem stuðla að því,“ segir Íris að lokum. n Nýta allan mat og búa til nýja rétti Fjölskyldan er samtaka í því að fara vel með jörðina. MYND/AÐSEND 22 kynningarblað 25. mars 2022 FÖSTUDAGURSJÁLFBÆR REKSTUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.