Fréttablaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 43
Við fögnum einnig sjálfbærum skref- um hjá samkeppninni enda er þetta ekki keppni. Kristrún Tinna Gunnarsdóttir Íslandsbanki vill vera hreyfiafl til góðra verka og þessi stefna mótar alla starf- semi bankans, bæði grunn- starfsemi hans og allar hliðar rekstursins. Bankinn vonast til að Ísland verði leiðandi í sjálfbærni og segir að fjármagnseigendur geti haft mikil áhrif með því að styðja sjálfbær verkefni. „Það eru þrjú ár síðan bankinn fór í mikla stefnumótunarvinnu og kynnti í kjölfar hennar nýja stefnu þar sem yfirlýst hlutverk bankans er að vera hreyfiafl til góðra verka. Þetta er svo búið að verða hálfgerð- ur tískufrasi síðan og fleiri hafa notað hann, sem er bara frábært, við sjáum að áhuginn á sjálfbærni er að aukast dag frá degi,“ segir Kristrún Tinna Gunnarsdóttir, forstöðumaður stefnumótunar og sjálfbærni hjá Íslandsbanka. „En hjá okkur er þetta annars vegar skírskotun í grunnstarfsemi banka, að taka á móti sparnaði og lána hann út til arðbærra og virðis- skapandi verkefna, en svo erum við líka að vísa í aukna sjálfbærni í öllu okkar starfi. Þannig að þetta snýr bæði að því sem við gerum dags daglega og að langtímasýn okkar. Við leggjum mjög ríka áherslu á að við náum mestum árangri með því að virkja sem flesta starfsmenn bankans. Við erum 700 og þetta er eitt af stærri fyrirtækjum landsins og okkar markmið er að 100% starfsmanna vinni í aukinni sjálf- bærni hluta af tíma sínum. Þannig að í stað þess að vera með sérstök stöðugildi sem snúa að þessu eru allir að sinna þessu á sínu sviði,“ útskýrir Kristrún. „Þannig eru þeir sem starfa í innkaupum til dæmis að huga að sjálfbærni í innkaupum og þeir sem eru í útlánum að hugsa um sjálfbærni í verkefnunum sem er verið að fjármagna.“ Sjálfbærni er ekki keppni „Okkur finnst mjög gaman að fá mælingar sem sýna að við séum framarlega, til dæmis erum við með hæstu einkunn sem hefur verið gefin í sjálfbærniáhættumat- inu hjá Reitum og í fyrra fengum við líka Kuðunginn, umhverfis- viðurkenningu frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti, fyrir starf í umhverfismálum út frá því sem við erum að gera með lánasafnið,“ segir Kristrún. „Samkvæmt nýlegri Gallupkönnun á meðal 300 stærstu fyrirtækja landsins voru líka fleiri sem nefndu Íslandsbanka sem leiðandi í sjálfbærni, heldur en alla hina bankana samanlagt. Að sjálfsögðu finnst okkur gaman að það sé tekið eftir því að við séum framarlega í sjálfbærni- málum en við fögnum einnig sjálf- bærum skrefum hjá samkeppninni enda er sjálfbærni ekki keppni, við viljum sjá Ísland ná árangri og þar eru fjármagnseigendur og fjár- málageirinn í lykilstöðu. Við getum sett pressu og búið til jákvæða hvata sem ýta undir sjálfbærar fjárfestingar. Þannig eru lífeyris- sjóðirnir til dæmis að fara að veita 600 milljörðum í sjálfbær verkefni á næstu árum,“ segir Kristrún. „Við fögnum samkeppni á þessu sviði og viljum sjá Ísland framar- lega í sjálfbærnimálum almennt. Ekki myndi skemma fyrir að sterk ímynd Íslands sem sjálfbærs lands myndi laða að erlent fjármagn í auknum mæli. Það er til mikils að vinna fyrir okkur í þeim efnum og yrði mikil lyftistöng fyrir íslenskt efnahagslíf.“ Hægt að hafa mikil áhrif með lánastarfsemi „Þetta er kannski svolítil klisja, en sjálfbærni er vegferð. Við erum alltaf að læra meira og fá betri gögn, mælingar og samanburð og setja markið hærra,“ segir Krist- rún. „En út frá umhverfismálum hefur rekstur bankans verið kolefnishlutlaus síðan árið 2019 og í fyrra tókum við ákvörðun um að stefna að fullu kolefnishlutleysi fyrir árið 2040, ekki bara í rekstri, heldur líka í útlánum og fjár- festingum. Við erum nýbúin að klára mælingar á kolefnisspori lána- og eignasafnsins og út frá því vitum við að kolefnisfótspor þess á einum degi er svipað og kolefnis- fótspor reksturs bankans á heilu ári. Þetta undirstrikar það sem við vissum, að það eru tækifæri til að vera raunverulegt hreyfiafl og hjálpa viðskiptavinum okkar að ná árangri á þeirri eigin sjálfbærni- vegferð,“ segir Kristrún. „Það mun krefjast mikilla fjárfestinga að ná markmiðum Íslands í orkumálum. Við tölum mikið um orkuskiptin en þau verða ekki raunveruleg fyrr en búið er að ráðast í fjár- festingar og auka aðgengi að orku svo við getum orðið óháð jarðefna- eldsneyti.“ Ísland í dauðafæri að verða meira leiðandi í sjálfbærni „Við erum mjög ánægð með hvar við stöndum og stolt af þeirri vegferð sem við höfum verið á. Þegar við berum okkur saman við banka í nágrannalöndunum sjáum við líka að það er stundum styrkleiki að vera lítill banki, við getum brugðist hraðar við og tekið ákvarðanir hraðar, því það er gott aðgengi að stjórnendum,“ segir Kristrún. „Okkur finnst því Ísland vera í dauðafæri til að vera þekkt fyrir að vera leiðandi á sviði sjálf- bærni. Það hefur gengið vel að auka sjálfbærni í rekstrinum og núna er stóra verkefnið að hafa áhrif út á við og við vorum fyrsti bankinn til að birta fjármálaramma, leikreglur varðandi hvað má kalla sjálfbær útlán, og sá rammi hefur hjálpað okkur að forgangsraða. Eitt af verk- efnunum er að veita 40 milljörðum til viðbótar í sjálfbær útlán,“ segir Kristrún. „Við finnum líka að það er samkeppni á þessu sviði því fleiri fjárfestar eru að sækja í sömu útlán, sem er bara hið besta mál, því hvatar til fyrirtækja til að fara út í sjálfbærar fjárfestingar eru sannarlega af hinu góða. Á næstunni munum við líka fara í loftið með sjálfbæra banka- reikninga sem bætast við aðra sjálfbæra sparnaðarmöguleika, en við bjóðum líka upp á grænan skuldabréfasjóð og þrjá erlenda sjóði með sjálfbærniáherslum,“ segir Kristrún. „Við finnum fyrir auknum áhuga á því að láta sparnaðinn ávaxtast vel á sama tíma og krónurnar geta verið hreyfiafl til góðra verka.“ Skortur á gögnum er áskorun „Ein af áskorununum sem við glímum við er skortur á gögnum. Við erum alltaf að reyna að taka upplýstar ákvarðanir og velja hvar við setjum orkuna og það er sumt sem einfaldlega eru ekki til gögn um á Íslandi. Það kom mér á óvart hvað við vitum lítið um kolefnis- fótspor sumra hluta, til dæmis af byggingaframkvæmdum,“ útskýrir Kristrún. „Í mörgum löndum í kringum okkur fær íbúðarhúsnæði ákveðna orkueinkunn og það er vont að ekki sé boðið upp á staðl- aðar mælingar á þessu hér. Um leið erum við alltaf að minna okkur á að það þarf ekki að vera fullkomin til að hafa skoðun eða bretta upp ermarnar og grípa til aðgerða. Við þurfum að þora að tala um hvað skiptir máli og vera auðmjúk gagnvart því að þurfa stundum að leiðrétta okkur og vera opin fyrir nýjum upplýsing- um,“ segir Kristrún. „Við megum ekki lamast af loftslagskvíða eða láta óvissuna stoppa okkur, enda verður sjálfbærniverkefnið aldrei alveg búið eða fullkomið og við verðum aldrei með öll svör. Eitt af því sem við erum að gera er að veita kúnnum okkar fræðslu og við héldum fræðsluviðburð í haust fyrir lítil og meðalstór fyrir- tæki varðandi að allir geti tekið þátt í sjálfbærnivegferðinni. Það þarf ekki að vera stórt fyrirtæki eða með starfsmenn sérstak- lega í sjálfbærni til að leggja sitt af mörkum,“ segir Kristrún. „Við finnum að áhugi viðskiptavina er að aukast og margir sækja sér fræðslu.“ ■ Öll starfsemi Íslandsbanka styður sjálfbærni Kristrún Tinna Gunnarsdóttir, forstöðumaður stefnumótunar og sjálfbærni hjá Íslands- banka. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Lán sem falla undir iðnað og samgöngur ollu 54% af útblæstri bankans en voru ekki nema 6% af heildarútlánum á þarsíðasta ári. Útblástur vegna hús- næðislána var hins vegar einungis 0,5% af heildarútblæstri en nam 37% af heildarútlánum. Það sem skilar mestum tekjum er því ekki það sem hefur stærsta kolefnisfótsporið. MYND/AÐSEND kynningarblað 29FÖSTUDAGUR 25. mars 2022 SJÁLFBÆR REKSTUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.