Fréttablaðið - 26.03.2022, Page 16

Fréttablaðið - 26.03.2022, Page 16
Ríkið greiðir fyrir þjónustu við 90 sjúklinga í lyfjameð- ferð við ópíóíða- fíkn, en 250 eru í slíkri með- ferð hjá Vogi. Stundum liggur við að ég öskri úr sársauka, verkurinn fer upp mjóbakið og líkaminn verður undirlagður af verkjum. Ég svitna og skelf, kemst ekki úr rúminu af því ég verð svo veikur. Ég fæddi heilbrigt barn í þennan heim, og ég ætlaði honum allt aðra fram- tíð en nokkurn tímann þetta. Sigfús er nýhættur að sprauta sig og bíður eftir að komast í meðferð. Hann hefur verið upp á svarta markaðinn kom- inn með ópíóíða sem hann hefur verið háður í mörg ár. Fréttablaðið segir sögu hans og móður hans. HEILBRIGÐISMÁL „Ég er búinn að missa fjóra vini mína frá því í des- ember. Tveir voru með mér í skóla, hinir tveir voru neyslufélagar. Þeir dóu út af „oxycontin overdose“. Þeir voru allir í sömu stöðu og ég, þeir voru að bíða eftir að komast í meðferð,“ segir Sigfús Már Dag- bjartarson, þrítugur Reykvíkingur sem barist hefur við ópíóíðafíkn í nokkur ár og vímuefnafíkn frá unglingsárum. „Ég byrja í neyslu ungur, í hass- reykingum og amfetamíni. Mér var hent út á götu á 18 ára afmælis- daginn minn og ég svaf upp við ofn á stigagangi, í brunastigum eða í ruslageymslum. Ég þurfti að stela mér mat því ég átti ekki neitt á þessum tíma, var í sömu fötum í marga daga og þurfti oft að biðja um að fá að fara frítt í sturtu í Breið- holtslaug, það fór bara eftir hver var á vakt hvort ég fékk að fara í sturtu.“ „Það var gífurleg þjáning, ég var að hitta hann á laun og systir mín var að taka hann inn til sín. Hann bjó á stigagöngum. Hann fékk aldrei það tækifæri sem hann hefði þurft. Ég er ekkert viss um það að hann hefði farið svona djúpt í neyslu ef honum hefði ekki verið hent út af heimilinu,“ segir Dagbjört Ósk Steinarsdóttir, móðir Sigfúsar, sem var aldrei sátt við ákvörðun föður Sigfúsar um að vísa honum af heimilinu. Ólýsanleg fráhvörf Eftir ár á götunni var Sigfúsi bent á gistiskýlið við Lindargötu. „Fyrsta sem ég sé er maður fyrir utan að drekka spritt og æla blóði. Ég gat ekki hugsað mér að vera þarna, aðstaðan var ekki mannleg,“ segir Sigfús, sem mætti lokuðum dyrum alls staðar og neyddist til að vera áfram á götunni. „Ég var á biðlista eftir félagslegu húsnæði í sex ár og var á götunni í tvö ár í heildina. Á tímabili át ég svo mikið dóp vegna þess að ég vildi óverdósa.“ Ekki aftur snúið eftir fyrstu sprautuna Dagbjört, móðir Sigfúsar, hefur stutt son sinn á þrautagöngu hans. Hún kallar eftir mildari viðhorfum í samfélaginu. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Svo komst Sigfús á Vog. Hann fór í tíu daga afeitrun og náði smá tíma edrú. „En í mars, apríl 2019 spraut- aði ég mig í fyrsta sinn og þá varð ekki aftur snúið. Neyslan mín fór út í ópíóíða neyslu, morfín, oxycontin, fentanyl. Þetta var ég að nota alveg í f leiri mánuði upp á dag. Síðan kemur að því að maður nær ekki að redda sér og þá fer maður í fráhvörf,“ segir Sigfús og lýsir fráhvörfum ópíóíða- fíknar: „Stundum liggur við að ég öskri úr sársauka, verkurinn fer upp mjó- bakið og líkaminn verður undir- lagður af verkjum. Ég svitna og skelf, kemst ekki úr rúminu af því ég verð svo veikur.“ Hann segir að ópíóíðar séu lengi að fara úr kerfinu. „Þeir bindast líkamanum svo lengi, þann- ig að það tekur svakalega langan tíma að fyrir líkamann að hreinsa sig. Maður er að þjást alveg svaka- lega lengi og mikið. Síðan kannski verður maður að bjarga sér með að taka meiri töf lur, oxycontin eða eitthvert morfín.“ Sigfús vinnur nú í að koma sér á beinu brautina og vill losna undan ópíóíðafíkninni. „Núna verð ég að hætta. Ég get ekki meira.“ Sigfús hætti nýverið að sprauta sig, en það hefur reynst honum erfitt. „Ég tók þetta bara „cold turkey“, sem getur verið hættulegt. Ég verð svo erfiður í skapinu, þarf að fara í heitar og kaldar sturtur til skiptis, fólk forð- ast mig,“ segir Sigfús. Hann þakkar guði fyrir að vera á lífi en óttast að fara aftur að nota ef hann kemst ekki í viðhaldsmeðferð bráðlega. „Ég er að bíða eftir innlögn á Vog, er búinn að vera með umsókn þar frá því í desember. Á þessum fjórum mánuðum er þetta búið að vera svona upp og niður, detta í það aftur og aftur og redda sér skammti,“ segir Sigfús. Hann hefur notið þjónustu hjá Frú Ragnheiði, skaðaminnkunar úrræði Rauða krossins, og hefur starfsfólk þar reynt að liðka fyrir því að hann komist í meðferð. Dauðalistinn Sigfús hefur verið að kaupa sér frá- hvarfslyfið Suboxone, en það er dýrt á svarta markaðnum, segir hann. „Á sama tíma færðu Suboxone gjald- frjálst ef þú ert í viðhaldsmeðferð hjá Vogi,“ segir hann og útskýrir viðskiptamódel svartamarkaðarins. Þar sé bæði mun auðveldara að kaupa ópíóíða og slá lán fyrir þeim. „Það er nóg til af oxy, fentanyl og svipuðu dópi. Þú ert enga stund að fá þessa ópíóíða, færð þá um leið,“ segir hann og bætir við: „Þú þarft að borga Suboxone um leið. Þú færð ekki skammtinn nema borga strax, en þú getur fengið lán fyrir oxycont- in, aðgengið er mun auðveldara að því,“ segir hann og gagnrýnir að aðgengi að Suboxone sé ekki betra. „Vogur segir nei, Landspítalinn segir nei. Þú verður fyrst að koma í inniliggjandi meðferð. Þá hugsar maður: Á ég að drepast á meðan ég bíð?“ spyr hann, en biðlistann kallar hann „dauðalistann“. Sigfús kallar eftir breytingu á meðferðarúrræðunum. „Þessi með- ferðarúrræði í dag þurfa að breytast, þessir biðlistar eru bara dauðalistar. Það er endalaust fjallað um þetta í fjölmiðlum en ekkert gerist. Fólk er að deyja á þessum biðlistum.“ Meira þurfi frá ríkinu Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir, aðstoðarmaður yfirlæknis á Vogi, segir að SÁÁ myndi gjarnan vilja sjá ríkið stíga inn af meiri krafti. Ríkið greiði fyrir þjónustu við 90 sjúkl- inga í lyfjameðferð við ópíóíðafíkn, en nú séu um 250 einstaklingar í þessari meðferð. Mismuninn greiði SÁÁ fyrir með sjálfsaf lafé. „Við erum því að teygja starfsemina og sjálfsaflaféð eins mikið og mögulegt er til að reyna að anna þessari eftir- spurn, en vildum gjarnan sjá ríkið stíga inn í þetta með okkur af meiri krafti,“ segir hún. Í dag séu alls 750 á biðlista eftir innlögn á Vog. „Þegar þú ert kominn inn og þú hefur verið greindur með ópíóíða- fíkn og sem kandídat í viðhalds- meðferð, þá er í rauninni engin bið. Biðin er bara hvað við getum afkastað á Vogi,“ segir hún. Dagbjört, móðir Sigfúsar, telur þennan vanda með helstu meinum heimsins. „Yfirvöld verða að fara að vakna,“ segir hún. „Ég hef sent póst á heilbrigðisráðherra, ég vil fá fund og ræða að fólki sé refsað og það sektað fyrir að vera með skammt- inn sinn á sér, hvað skilar því? Það skilar bara meiri skuldum á þetta fólk. Það skilar því í fangelsi, hvað kostar það? Hverjir borga það? Það erum við skattborgarar. Það er verið að ráðast á og taka pening frá fólki sem á ekkert.“ Dagbjört segist þó yfirleitt hafa mætt góðu viðmóti og þakkar sér- staklega Frú Ragnheiði, Vogi og öðru heilbrigðisstarfsfólki og jafn- vel lögreglumönnum sem hafa sýnt skilning. Dagbjört heldur samt alltaf í vonina. „Ég fæddi heilbrigt barn í þennan heim, og ég ætlaði honum allt aðra framtíð en nokkurn tím- ann þetta. Það hafa allir foreldrar þær væntingar til barnanna sinna að þau finni hamingjuna. Ég segi líka að á meðan fíkillinn lifir er von, og maður hefur séð kraftaverkin.“ ■ Hvað eru ópíóíðar? Ópíöt eru lyf sem eru annað- hvort unnin úr ópíumi eða hafa svipaða efnafræðilega byggingu og virkni og slík lyf. Meðal ópíata teljast meðal annars morfín, heróín, kódín, metadón og petidín. Þau hafa áhrif á heila og miðtauga- kerfi, til dæmis hafa þau öflug verkjastillandi áhrif og valda syfju, sljóleika og sælutilfinn- ingu. (Af Vísindavefnum.) Benedikt Arnar Þorvaldsson benediktarnar @frettabladid.is 16 Fréttir 26. mars 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.