Fréttablaðið - 26.03.2022, Síða 30

Fréttablaðið - 26.03.2022, Síða 30
Parket Gríðarlegt úrval af viðarparketi ásamt vatnsþolnu harðparketi og vínylparketi má finna í sýningarsal okkar á Dalvegi 10-14. Komdu við og ræddu við sérfræðinga Parka og fáðu faglega ráðgjöf Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi • 595 0570 verður þú eiginlega gömul þegar hún fermist?“ Ég svaraði bara að mér væri alveg sama.“ Christina: „Ég dett stundum í að pæla hvað við verðum gömul þegar við fermum en annars skiptir það engu máli, aldur er bara tala.“ Berglind: „Ég held að fólk gleymi stundum í þessari umræðu að þó að við séum eldri foreldrar og eigum kannski ekki eftir að upplifa eitt- hvað, að þá sé það í raun ekkert sjálfsagt fyrir neinn að lifa lengi. Maður veit ekkert hversu mörg ár maður á, jafnvel þótt maður eignist börn ungur. Maður á bara að vera þakklátur og gefa eins mikla ást og maður getur.“ Aðstæður … Það er oftast mikill aðstöðumunur á tvítugum og fertugum, upplifa þær að það skipti máli? Þórunn Högna: „Finnið þið ekki að nú þegar maður er búinn að koma sér ágætlega fyrir og harkið að mestu að baki og maður er ekki að flýta sér að henda barninu til dag- mömmu til þess að fara að vinna og halda áfram. Mér finnst það stór breyta.“ Christina: „Ég eignaðist börn rúmlega tvítug, tæplega þrítug og fertug svo ég hef samanburðinn. Ég myndi mæla með 40 ef maður hugsar um hvað við getum gefið barninu. Við erum með au-pair og það er aldrei stress á heimilinu, okkur finnst við ekki vera að missa af neinu djammi og setjum hana sjaldan í pössun. Við erum mikið meira heima. En líkamlega er maður mikið betri tvítugur – þrítugur. Ég er rétt að geta hreyft mig núna og hún er að verða tveggja ára. En ég elska þetta rólega „vibe“, lífið er bara fjölskyldan.“ Dísella: „Já, það var auðvelt að komast aftur í form eftir fyrstu tvö en erfiðara eftir þriðja, allt í einu er ég komin með einhvern mjaðma- verk. Svo hefur maður minni tíma til að hugsa um sjálfan sig.“ Christina: „En auðvitað, þegar maður er vanur frelsinu og krakk- arnir orðnir stórir, þá er þetta pínu frelsissvipting. Maður þarf að venj- ast því og minna sig á að það þarf einhver að vera heima.“ Berglind: „Maður áttar sig betur á því hvað tíminn líður hratt og reynir því að njóta hverrar stundar betur.“ Christina: „Við fengum oft að heyra að nú ættum við að vera að njóta, en við njótum þess einmitt að hafa hana með.“ Dísella: „Mér finnst einmitt svo gaman að lifa og njóta í gegnum börnin. Allt önnur upplifun.“ Þórunn: „Mér finnst yndislegt að vita til þess að við eigum eftir að upplifa svo margt skemmtilegt með henni og finnst ég ná að staldra betur við og njóta þess núna.“ Þakklætið og framtíðin … Christina: „Ég upplifi mikið þakk- læti og segi reglulega við manninn minn: „Horfðu á hana, hvernig gátum við búið til svona flott ein- tak?“ Því eldri sem við erum, því meira vitum við að þetta er ekki sjálfgefið. Maður veit svo innilega að það eru ekki allir sem geta átt börn – hvað þá að börnin séu heilbrigð.“ Dísella: „Ætli ég hafi ekki aðeins meiri áhyggjur af framtíðinni. Að ég haldi mér í formi til að geta leikið með og verið við fulla heilsu. Mig langar enn þá að nenna á fótbolta- mótin og hinar tómstundirnar sem munu vera. Mér finnst það í rauninni erfiðast við að vera eldri mamma – ég held að allt annað sé jákvætt. Maður er vitsmunalega meira tilbúinn til að hugsa um þessi kríli og vonandi þolinmóðari þegar þarf. Maður er líka fjárhags- lega á betri stað en heilsan er stórt umhugsunarefni – maður vill geta verið fjörugur og skemmtilegur en maður er klárlega ekki jafn liðugur og sterkur og maður var á þrítugs- aldri.“ Þórunn Clausen: „Ég er sammála. Enda ekki sanngjarnt að hún fái ekki þetta allt, því hún er yngst.“ Christina: „Maður vill geta haldið í við þau, við höfum alltaf hugsað frekar vel um okkur en ég hætti til að mynda að drekka enda finnst mér leiðinlegt að vera þunn og vil vera til staðar á morgnana.“ Berglind: „Lífið hefur tekið alveg nýja stefnu og í raun ótrúlegt hversu mikil áhrif það hefur haft að fá hana inn í lífið okkar. Hún hefur einhvern veginn gefið framtíðinni nýjan tilgang sem gerir lífið svo miklu skemmtilegra.“ ■ Það var handagangur í öskjunni í ljós- myndastúdíónu enda ekki á hverjum degi sem tíu konur prýða forsíðu Fréttablaðsins. Ég var alltaf alveg ákveðin í að halda áfram og gefast ekki upp, sérstaklega eftir að ég kynntist einni konu sem fór í tólf skipti, hún var mér hvatning um að halda áfram. Berglind Stórstjörnur sem urðu mæður eftir fertugt ■ Leikkonan Julianne Moore var 41 árs þegar hún eignaðist dótturina Liv. ■ Leikkonan Halle Berry eignaðist sitt fyrsta barn 41 árs, dótturina Nahla og svo soninn Maceo þegar hún var orðin 47 ára. ■ Leikkonan Susan Sarandon var 42 og 45 ára þegar hún átti synina Jack og Miles. ■ Fyrirsætan Christie Brinkley var 44 ára þegar hún átti dótturina Sailor Lee. ■ Leikkonan Nicole Kidman var 41 árs þegar hún eignaðist dóttur- ina Sunday Rose. ■ Leikkonan Mery Streep eignaðist dóttur rétt fyri 42 ára afmælið. ■ Leikkonan Salma Hayek eignaðist dótturina Valentinu, 41 árs. ■ Söngkonan Celine Dion var 42 þegar tvíburasynirnir komu í heiminn. ■ Leikkonan Kim Basinger eignaðist einkadótturina, Ireland, 41 árs. ■ Söngkonan Gwen Stefani eignaðist soninn Apollo 44 ára. ■ Leikkonan Uma Thurman var 42 ára þegar dóttirin Altaluna fædd- ist. ■ Söngkonan Madonna var 42 þegar sonurinn Rocco kom í heiminn. ■ Söngkonan Janet Jackson var fimmtug þegar sonur hennar Eissa fæddist. ■ Leikkonan Geena Davis eignaðist öll þrjú börnin sín eftir fer- tugt. Dóttirin fæddist þegar hún var 46 ára og tveimur árum síðar komu tvíburadrengir. ■ Beverly D’Angelo og eiginmaður hennar Al Pacino eignuðust tví- burasyni rétt fyrir fimmtugt. ■ Söngkonan Geri Halliwell var 44 þegar sonur hennar fæddist. ■ Fyrirsætan Naomi Campbell var 51 árs þegar dóttir hennar kom í heiminn. ■ Leikkonan Cameron Diaz var 47 þegar hún eignaðist dótturina Raddix.  30 Helgin 26. mars 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.