Fréttablaðið - 26.03.2022, Síða 35

Fréttablaðið - 26.03.2022, Síða 35
Ég tek alltaf mín vítamín inn í formi munnúða en mér finnst vítamínúðar mjög þægi- legir. Auður Helga Halldórsdóttir var valin efnilegasti iðkandi á Evrópumóti í hópfim- leikum aðeins 16 ára gömul og þykir munnúðar og magn- esíum nauðsyn á löngum æfingadögum. Einstakur árangur Auðar Helgu Halldórsdóttur hefur ekki leynt sér undanfarið, en þessi unga stúlka hefur afkastað afar miklu á sínum íþróttaferli gegnum tíðina. Auður Helga er aðeins 16 ára gömul og er búsett í Þorlákshöfn en íþróttir einkenna líf hennar. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Auður Helga náð ótrúlegum árangri á íþróttasviðinu en til að mynda er hún margfaldur Íslandsmeistari í frjálsíþróttum og fimleikum ásamt því að hún hefur verið valin leikmaður ársins í fót- bolta þónokkrum sinnum. Hún var jafnframt valin íþróttakona Ölfuss árið 2020. Auður Helga er sérlega metnaðarfull og samviskusöm og stendur sig vel í hverju því sem hún tekur sér fyrir hendur. Fyrst Íslendinga að hlotnast slíkur heiður Frá unga aldri hefur Auður Helga æft fimleika af miklum áhuga. Í desember síðastliðnum keppti hún á Evrópumóti með stúlknaliði Íslands, sem fór fram í Portúgal, en þar höfnuðu þær í 2. sæti með frábærum árangri. Á mótinu hlaut Auður Helga verðlaun sem efni- legasti keppandi úr hópi þeirra sem kepptu í unglingaflokki allra landa sem komu til keppni. Auður Helga er fyrst Íslendinga til að hlotnast slíkur heiður með frábærum árangri sínum og má með sanni segja að hún sé þjóðinni til mikils sóma. Auður Helga hefur verið að notast við bætiefni frá Better You og deilir hér með okkur sinni reynslu af einstökum vörum sem hafa hjálpað henni að komast í gegnum langa æfingadaga. Munnúðar góð leið til að muna eftir daglegum vítamínum „Ég tek alltaf mín vítamín inn í formi munnúða en mér finnst víta- mínúðar mjög þægilegir. Ég er alltaf mikið á ferðinni og stoppa stutt heima og því er þetta mjög fljótlegt og ég gef mér því frekar tíma til að nota úðana en að taka töflur. Ég finn að ég er mun orkumeiri og tel þetta hjálpa mér í skammdeginu til að auka við vítamínforða. Mér finnst algjör snilld að það sé hægt að uppfylla daglega skammta af mikilvægum vítamínum með munnúðum,“ segir Auður, sem hefur verið að nota vítamín-munn- úðana frá Better You upp á síðkastið og þykkir þeir frábærir í amstri dagsins. Munnúðarnir frá Better You eru einföld leið til að taka inn nauðsynleg vítamín og steinefni fyrir þá sem eiga erfitt með að gleypa töflur. Munnúðarnir eru sér- staklega hannaðir þannig að þeir frásogist beint inn í blóðrásina og fara fram hjá meltingarveginum og tryggja þannig hámarks upptöku. Magnesíumflögur í baðið eftir langa æfingadaga Magnesíum er eitt af mikilvægustu steinefnum líkamans og er m.a. nauðsynlegt fyrir eðlilega starfsemi hjarta, vöðva og taugakerfis. Ásamt því er magnesíum talið geta dregið úr stífleika og flýtt fyrir endur- heimt vöðva eftir álag sem og haft jákvæð áhrif á svefn. Allt eru þetta góðir kostir fyrir íþróttafólk en Auður Helga hefur verið að notast við flögurnar frá Better You með frábærum árangri. „Ég æfi flesta daga vikunnar og stundum tvisvar á dag og þá þykir mér mjög gott að geta látið leka í bað, sett magnesíumflögurnar út í vatnið og láta þreytuna líða úr líkamanum. Ég finn að ég er betur undirbúin fyrir æfingu daginn eftir og ég finn því síður fyrir þreytu í líkamanum.“ Flögurnar henta afar vel í baðið eða heita pottinn og koma í sex tegundum, Original, Muscle og Sleep ásamt vinsælu nýjungunum; Relax, Mind og Revive sem hafa notið mikilla vin- sælda. Því geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. ■ Munnúðar og magnesíum nauðsyn á löngum æfingadögum Auður Helga æfir flesta daga og finnst gott að fara í bað með magnesínumflögum í lok dags. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Munnúðar frá Better You eru einföld leið til að taka inn vítamín og steinefni. Magnesíum er eitt af mikilvæg- ustu steinefn- um líkamans. Vegan Health Sérstaklega samsett bætiefnablanda fyrir þá sem eiga erfitt með að taka upp B12 og járn úr fæðunni og þá sem neyta ekki dýraafurða. Valið BESTA NÝJA BÆTIEFNIÐ á Natural & Organics í London 2019 Hámarksupptaka tryggð þegar úðað er út í kinn. Hröð og mikil upptaka. Betra og öruggara en töflur eða hylki. Pakkningar gerðar úr endurunnu plasti úr sjónum 48 skammtar • Vegan D3 • B12 • Járn & Joð Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna ALLT kynningarblað 3LAUGARDAGUR 26. mars 2022
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.