Fréttablaðið - 26.03.2022, Page 36

Fréttablaðið - 26.03.2022, Page 36
Danshópurinn DASS er hópur af hæfileikaríkum krökkum á aldrinum 12-14 ára sem nú eru á leið á heimsmeistaramót í dansi í San Sebastian á Spáni í júní og hlakka mikið til. elin@frettabladid.is DASS-hópurinn samanstendur af níu dönsurum sem flestir eru nem- endur við Listdansskóla Íslands. Þau stofnuðu sinn eigin danshóp undir nafninu DASS. Þá æfa þau flest undir stjórn Auðar Bergdísar Snorradóttur hjá Listdansskóla Íslands. Í hópnum eru átta stúlkur og einn drengur. Hópurinn lenti í fyrsta sæti í sínum flokki í undan- keppni alþjóðlegu danskeppninn- ar Dance World Cup sem fram fór í Borgarleikhúsinu um miðjan mars. Keppnin á Spáni fer fram 24. júní til 2. júlí og þar sem fyrirvarinn er stuttur þurfa krakkarnir að safna sér peningum fyrir ferðina og for- eldrar þeirra að hjálpa til við það. Stór hópur íslenskra dansara mun keppa á heimsmeistaramótinu, sem sýnir hversu mikill áhugi er á dansi hér á landi. Sigurvegari keppninnar verður heimsmeistari í dansi 2022. DASS-danshópurinn hefur dansað saman í tæpt ár og komið fram á ýmsum viðburðum og segja að það sé einstaklega skemmti- legt. Um þessar mundir eru þau að útbúa myndband sem þau ætla að sýna í fermingarveislum sínum. En öll nema eitt fermast í ár. Krakkarnir hafa verið dugleg að æfa sig, en þau sýndu hrekkja- vökudans í Borgarleikhúsinu sem leiddi þau til sigurs. „Atriðið var rosalega flott,“ segja þau. „Við höfðum sýnt þetta atriði áður, en breyttum því fyrir keppnina,“ segir Snæfríður. „Við ætlum að reyna að safna okkur fyrir ferðinni til Spánar með því að selja alls konar vörur. Þau eru með síðu á Insta- gram undir #danshopurinndass þar sem hægt er að fylgjast með ferðum þeirra og skoða vörur sem boðnar verða til sölu. DASS varð til þegar móðir Snæ- fríðar Ingvadóttur, Hrefna Hall- grímsdóttir, stofnaði hópinn til að gefa dóttur sinni tækifæri til að skapa eitthvað sérstakt í kringum dansinn. Hrefna hafði sjálf dansað mikið á yngri árum. Snæfríður fékk vini sína með sem einnig voru að æfa dans. Hópurinn hefur náð vel saman og komið víða fram. Þau eru samheldin og dugleg að æfa. Stærstur hluti hópsins æfir dans í Listdansskóla Íslands og hefur stundað námið frá unga aldri. Vilhjálmur Árni Sigurðsson er þrettán ára og hefur verið ötull leikari í barnasýningum leik- húsanna, meðal annars í Karde- mommubænum auk þess að koma fram með Skoppu og Skrítlu. Það voru reyndar þær sem vöktu áhuga hans á dansinum. Nokkrar stúlknanna í hópnum eru líka í leiklist svo listrænn áhugi er mikill hjá krökkunum. Þau segja að leikhúsin hafi oft samband við Listdansskólann og bjóði krökkum hlutverk. Vilhjálmur segist hafa kynnst stelpunum í gegnum Skoppu og Skrítlu. Honum finnst engu skipta að vera eini strákurinn í hópnum. „Markmið mitt er að halda áfram í dansi og verða mjög góður dansari. Þótt ég verði ekki dansari í framtíðinni þá læri ég svo mikið í gegnum þessa listsköpun og tjáningu. Ég legg mig alveg 100% fram í því sem ég er að gera,“ segir hann. Fríða Lovísa Daðadóttir er yngst í hópnum, tólf ára. Hún æfir bæði ballett og listdans hjá List- dansskólanum og með DASS. „Ég stefni á að verða flottari og betri dansari,“ segir hún. Iðunn Björk Kristjánsdóttir tekur undir með Fríðu og segist ætla að halda áfram að dansa og verða enn betri í fram- tíðinni. „Kannski geri ég dansinn að atvinnu,“ segir hún. María Ísól Tinnudóttir segir að sér finnist gaman í dansinum en sé óráðin með framtíðina. „Ég ætla samt að halda áfram að dansa, mér finnst það mjög gaman.“ Rannveig Edda Aspelund segist stefna á listabraut í menntaskóla. „Mér finnst mjög skemmtilegt að dansa.“ Indiana Ólafsdóttir tekur í sama streng og hinir. „Ég ætla að vera eins lengi í dansinum og ég mögulega get. Mig langar að ná öllum mínum markmiðum. Ég hef heillast af nútímadansi því hann gefur manni svo mikið frelsi.“ Snæfríður er á sama máli. Hún ætlar að halda áfram að dansa og sjá hvert hann leiðir hana. „Djass- ballett heillar mig alltaf.“ Sóley Hjaltadóttir stefnir á að fara til útlanda að dansa í fram- tíðinni. Sannarlega efnilegir krakkar sem eiga framtíðina fyrir sér á danssviðum heimsins. Bríet Járngerður Unnardóttir sem er fjórtán ára er einnig í Dass en var veik þegar viðtalið fór fram. Það er hægt að styrkja ferða- sjóðinn þeirra með því að kaupa af þeim vörur sem sýndar eru á Instagram-síðu þeirra #dans- hopurinndass eða með beinum framlögum í ferðasjóð þeirra, reikningsnúmer: 0370-13-009883, Kt. 120383-3109. n Dansandi á leið á heimsmeistaramót Siguratriðið í Borgarleikhúsinu um miðjan mars. MYND/AÐSEND Ungu dansararnir í danshópnum DASS eru farin að hlakka mikið til að fara til Spánar og keppa á heimsmeistaramóti. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 4 kynningarblað A L LT 26. mars 2022 LAUGARDAGUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.