Fréttablaðið - 26.03.2022, Page 90

Fréttablaðið - 26.03.2022, Page 90
Fyrsti bíll Abarth sem nýtt merki verður rafúgáfa byggð á Fiat 500 bílnum. Nýr BMW X1 verður byggður á endurhann- aðri útgáfu UKL-undir- vagnsins sem er undir núverandi kynslóð en rafútgáfan fær nýjan undirvagn. njall@frettabladid.is BMW hefur tekið yfir Alpine breyt- ingafyrirtækið, en Alpine hefur meðal annars breytt BMW-bílum í hartnær 60 ár. Fyrstu BMW-bílarnir með Alpine-hlutum komu fram á sjónarsviðið árið 1964. Réttur BMW á merkinu gefur BMW leyfi að nota nafnið á BMW-bíla og þess er eflaust ekki langt að bíða að við sjáum Alpine-útgáfur í sýningasölum. Þegar er samningur í gangi á milli fyrirtækj- anna sem rennur út árið 2025, en þangað til mun Alpine starfa sjálfstætt. Um 300 manns vinna hjá Alpine og breytti fyr- irtækið um 2.000 bílum fyrir fyrir viðskiptavini sína. n BMW yfirtekur Alpine-fyrirtækið njall@frettabladid.is Abarth-merkið er á leiðinni að fara að frumsýna fyrsta bíl merkisins sem byggður er á rafútgáfu Fiat 500 bílsins. Bíllinn á að hafa meira af l og aksturseiginleika og vera með sportlegra útliti þegar hann kemur á markað í byrjun næsta árs. Öflugasta útgáfa Fiat 500 er með 42 kWst rafhlöðu og 116 hestafla rafmótor svo það er pláss fyrir meira afl. Hann þarf þó að keppa við bíla eins og Alpine R5 sem byggir á Renault 5 sem er með 215 hestafla mótor. Fiat 500 er með 320 km drægi en ólíklegt er að Abarth 500 bæti nokkru við það. n Abarth 500 rafbíllinn á leiðinni Sportleg Abarth útgáfa byggir á grunni Fiat 500 rafbílsins. MYND/ABARTH Alpine hefur breytt BMW bílum í næstum 60 ár og byggt stóran hluta framleiðslu sinnar á þeim. njall@frettabladid.is BMW hefur látið frá sér mynd sem sýnir hluta útlits nýs raf bíls af minni gerðinni en hann mun kallast iX1. Áætlað er að bíllinn fari í sölu undir lok næsta árs en hann verður frumsýndur í lok þessa árs ásamt bensínknúinni útgáfu. Myndin sýnir að bíllinn er hefð- bundinn í útliti með breytingum á grilli sem er kantaðra og minna en áður. Engar tækniupplýsingar um bílinn hafa verið gefnar út en búast má við að hann verði byggður á endurhannaðri útgáfu UKL-undir- vagnsins sem er undir X1-bílnum í dag fyrir bensínútgáfuna. Rafútgáfan mun fá næstu kynslóð undirvagns og rafmótora sem gefur möguleika á allt að 282 hestafla raf- mótor. n BMW með mynd af væntanlegum iX1 Breytingar á nýjum BMW iX1 eru ekki miklar frá X1 ef grillið er undanskilið. MYND/BMW Honda hefur kynnt til sög- unnar tvo nýja jepplinga sem væntanlegir eru á markað á næsta ári. njall@frettabladid.is Honda e:Ny1 er frumgerð rafdrif- ins jepplings sem mun verða mið- punktur framleiðslu þeirra á kom- andi árum. Stærðarflokkur bílsins er sá sami og fyrir Opel Mokka eða Hyundai Kona Electric. Bíllinn verður annar bíll Honda sem er 100% rafdrifinn fyrir Evrópumark- að, en fyrir er Honda e smábíllinn. Botnplata nýja jepplingsins verður byggð á stækkaðri útgáfu botnplötu Honda e en með stærri rafhlöðu og meira drægi. Honda hefur kynninguna með því að senda frá sér myndir af frumgerð hans sem sýna að um Evrópuútfærslu e:NP1 jepplingsins sé að ræða sem er fyrir Kínamarkað. Sá bíll er með framdrifi og 68,8 kWst rafhlöðu og drægi allt að 500 km. Hvort að hann fái sömu innréttingu með 15 tommu miðjuskjá er ekki vitað enda engar myndir birtar af innréttingu bílsins. Bíllinn byggir mikið á útliti hans sem og núver- andi kynslóðar HR-V en nýrrar kynslóðar hans er að vænta á næst- unni. Sá bíll mun stækka nokkuð og keppa nú við bíla eins og Nissan Qashqai og Kia Sportage. Nýr HR-V verður þó aðeins seldur sem tvinn- bíll enda telur Honda að slíkir bílar eigi enn þá töluvert inni. Ef hann fær sömu tvinnútfærslu og nýr Honda Civic verður hann með tveggja lítra vél sem skilar 181 hestafli og 315 Nm togi. n Tveir nýir jepplingar koma frá Honda á næsta ári Honda e:Ny1 verður annar rafbíll Honda fyrir Evrópumarkað þegar hann kemur á næsta ári. MYND/HONDA Von er á nýrri kynslóð Honda HR-V á næsta ári hérna í Evrópu en styttra er í að bíllinn komi á markað í Bandaríkunum. MYND/HONDA njall@frettabladid.is Vegna stríðsins í Úkraínu hefur Renault þurft að stöðva aftur fram- leiðslu í verksmiðju sinni í Moskvu, sem framleiðir um 20% af bílum Renault árlega. Eru það bílar eins og Renault Captur og Arkana, sem og Dacia Duster, Logan og Sandero. Renault hafði lokað verksmiðju sinni þegar stríðið hófst, en svo opnað hana aftur. Var Renault gagrýnt harðlega fyrir að halda framleiðslu áfram, meðal annars af forseta Úkraínu, Volodímír Selensk- íj. Renault er að 15% í eigu frönsku ríkisstjórnarinnar og því þótti það alvarlegt í ljósi þess að einkarekin merki eins og Volkswagen, BMW og Mercedes-Benz höfðu stöðvað framleiðslu sína. Renault bílaframleiðandinn á einnig 67% hlut í rússneska bíla- framleiðandanum Autovaz sem framleiðir Lada og hefur um 45.000 manns í vinnu. Autovaz framleiðir Lada Niva ásamt fimm öðrum gerð- um og rekur tvær stórar verksmiðj- ur. Renault hefur fjárfest mikið í innviðum þeirra og gert fram- leiðslu þeirra nýtískulegri. Renault hefur stefnt að því að nota íhluti frá Renault svipað og hjá Dacia og því hafa þessar væringar haft mikil áhrif á framleiðsluna og sett framtíð hennar í uppnám. n Renault lokar verksmiðju í Moskvu og endurskoðar Autovaz-samstarf Renault-bíla- risinn gæti þurft að taka afdrifa- ríkar ákvarð- anir vegna framleiðlu í Rússlandi á næstunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY BÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 26. mars 2022 LAUGARDAGUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.