Fréttablaðið - 26.03.2022, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 26.03.2022, Blaðsíða 94
LEIKHÚS Umskiptingur Sigrún Eldjárn Þjóðleikhúsið Leikstjóri: Sara Martí Guðmundsdóttir Leikarar: Arnaldur Halldórsson, Katla Líf Drífu-Louisdóttir, Arndís Hrönn Egilsdóttir, Auðunn Sölvi Hugason, Hjalti Rúnar Jónsson, Tinna Margrét Hrafnkelsdóttir og Andri Páll Guðmundsson Leikmynd, búningar og brúður: Snorri Freyr Hilmarsson Tónlist og tónlistarstjórn: Ragnhildur Gísladóttir Söngtextar: Sigrún Eldjárn, Sara Martí Guðmundsdóttir og Ragnhildur Gísladóttir Hljóðhönnun: Kristján Sigmundur Einarsson og Ragnhildur Gísladóttir Lýsing: Jóhann Friðrik Ágústsson Sviðshreyfingar: Rebecca Hidalgo Sigríður Jónsdóttir Tröllskessan Viktoría Sigríður er í leit að fegurðinni. Hún finnur hana óvænt í ungri stelpu steinsofandi í stuðlaberginu. Bella mannabarn er þannig numin á brott eftir að hafa orðið viðskila við Sævar bróður sinn í berjamó og Steini tröllastrákur er skilinn eftir af móður sinni í hennar stað. Umskiptingur er nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Sigrúnu Eldjárn, einn af bestu barnabókahöfundum Íslands, og var frumsýnt á Litla sviði Þjóðleikhússins um síðastliðna helgi. Leikritið var valið úr 150 leik- ritum sem bárust þegar Þjóðleik- húsið kallaði eftir leikritum og hug- myndum að leikritum fyrir börn. Hér mætast gamlir og nýir tímar og fjöldinn allur af ævintýralegum persónum og furðuverum: álfar, tröll, mannfólk og ofurhetjur. Í fyrstu sat ofurhetjuviðbótin svo- lítið illa í sýningunni en svo kom í ljós að hún smellpassar inn í sögu- heiminn. Ofurmenni eru nefnilega þjóðsagnapersónur 21. aldarinnar. Leiðir þessara mismunandi hópa mætast og allar persónurnar, óháð uppruna, eru tilbúnar að leggja hönd á plóg til að ná markmiðum sínum. Ja, fyrir utan kannski eina ónefnda tröllskessu. Kostuleg tröllskessa Leikhópurinn er að mestu saman- settur af ungu fólki sem stendur sig afskaplega vel, allt með tölu. En fyrst þurfum við að aðeins að ræða um fullorðna fólkið sem er hárs- breidd frá því að stela sýningunni. Arndís Hrönn Egilsdóttir smjattar á hlutverkum sínum með bestu lyst og er algjörlega kostuleg í hlutverki tröllskessunnar Viktoríu Sigríðar, svo ekki sé nú minnst á gelgjulegu pylsugerðarkonuna. Hér er hún á heimavelli og virkilega gaman að sjá hana á þessum vettvangi. Á síðastliðnum árum hefur Hjalti Rúnar Jónsson verið að safna í reynslubankann og uppsker ríku- lega hér. Alger unun er að sjá hann nýta hvert einasta tækifæri til að kæta og skemmta leikhúsgestum. Í hans höndum verður Ofur-pabbi bæði hlýr og aulalegur en aðallega bráðfyndinn. En þá að unga fólkinu. Manna- börnin tvö, Sævar og Bellu, leika þau Arnaldur Haraldsson og Katla Líf Drífu-Louisdóttir af mikilli sannfæringu. Katla syngur eins og engill en er líka ansi fær leikkona, enda skiptir Bella skapi af miklum krafti. Arnaldur er þessi týpíski stóri bróðir sem elskar litlu systur en vill stundum fá frið frá henni, og hann leysir það lipurlega. Auðunn Sölvi Hugason leikur orkuboltann Steina tröllabarn af einlægni og er sneisafullur af fjöri. Ofursystkinin Ofur-Sól og Ofur-Mána leika Tinna Margrét Hrafnkelsdóttir og Andri Páll Guðmundsson. Þau vinna skemmtilega saman og sýna okkur sannfærandi systkinasamband sem einkennist af ljúfmennsku og húmor. Upp á sitt besta Sara Martí Guðmundsdóttir hefur sérhæft sig í að leikstýra barnaleik- ritum síðastliðin ár og er hér upp á sitt besta. Umskiptingur er leiftr- andi og lifandi allan tímann. Hún reiðir sig ekki á risastóra leikmynd eða tölvubrellur heldur leggur áherslu á leikhústöfra í sinni tær- ustu mynd og gefur öllum leikur- unum tækifæri til að njóta sín, sem er merki um góðan leikstjóra. Virkilega ánægjulegt er að sjá list- ræna aðstandendur nýta sér mögu- leika Litla sviðsins en brekkan hefur verið færð. Sviðið er langsum yfir salinn sem færir framvinduna nær áhorfendum og býr til pláss fyrir ærslagang þvert á leiksviðið. Snorri Freyr Hilmarsson er einn af okkar færustu leikmyndahönnuðum og sviðsmyndahönnun hans fyrir Umskipting sannkallað listaverk. Stuðlabergið teygir sig yfir allt svið- ið og geymir marga leyndardóma, þar á meðal einkar eftirminnilegan dreka. Búningarnir eru líka listi- lega vel gerðir þar sem hver sam- félagshópur hefur sín séreinkenni og litróf. Réttir strengir Tónlistina semur engin önnur en Ragnhildur Gísladóttir. Júróvision- lag ofurfjölskyldunnar er klárlega besta sneiðin af þessari ljúffengu tónlistarköku sem er kannski ekki flókin í uppbyggingu en slær á alla réttu strengina. Hljóðhönnunin er í höndum Ragnhildar og Kristjáns Sigmundar Einarssonar og heppnast hún þokkalega en hljóðnemanotk- unin er frekar yfirþyrmandi í þessu litla rými. Hefði ekki verið nóg að nota þá í söngatriðunum? Rúsínan í pylsuendanum er síðan sviðs- hreyfingar Rebeccu Hidalgo. Hún lætur ekki plássleysið trufla sig og finnur frábærar lausnir, til dæmis með virkilega vel samansettum handahreyfingum. Leikritasamkeppnir eru ágætar til síns brúks en hefði ekki verið skyn- samlegt að hafa hreinlega samband við höfundinn að fyrra bragði og biðja hana um leikrit? Sigrún hefur nefnilega engu gleymt, handritið endurspeglar hennar mörgu kosti þá aðallega frumleg efnistök og hlýju. Sara Martí sýnir sömuleiðis að hún er einn færasti baranasýn- ingaleikstjóri landsins um þessar mundir. Leikhópurinn blómstrar í fallegri og bráðskemmtilegri sýn- ingu um ólíklega vináttu þar sem allir leikararnir fá að njóta sín. n NIÐURSTAÐA: Stórskemmtileg og hrífandi sýning. Leikhópurinn blómstr- ar í fallegri og bráð- skemmtilegri sýningu um ólíklega vináttu. Stuð í stuðlaberginu Hér mætast gamlir og nýir tímar og fjöldinn allur af ævintýralegum persónum og furðuverum. MYND/AÐSEND kolbrunb@frettabladid.is Destination Mars er einkasýning Söru Riel í Ásmundarsal og er sett upp sem geimferð til Mars. Lista- maðurinn beitir fjölbreyttri tækni til að fjalla um grundvallar- spurningar svo sem uppruna, tilgang, siðferði og örlög. Sýningin er í öllu húsinu og samanstendur af mál- verk um, teik ning um, grafík, ljósmyndum, lág- myndum, innsetningu og veggverkum. Sara Riel (f. 1980) nam höggmyndalist við Kunst- hochschule Weissensee Berlin, og útskrifaðist með meistaragráðu og sem heiðursnemandi DAAD 2005 og meistaranemi (post-grad) árið 2006. Sara hefur frá námsárunum tekið virkan þátt í alþjóðlegu starfi götulistamanna í Evrópu og víðar. Hún hefur sýnt verk sín í f lestum höfuðsöfnum Íslands og tekið þátt í fjölmörgum sýn- ingum hérlendis og erlendis og verið heiðruð af virtum menningarstofn- unum. Verk eftir hana eru í eigu bæði stofnana og einkasafn- ara. n Geimferð til Mars Sara beitir fjöl- breyttri tækni í list sinni. MYND/AÐSEND Bi rt m eð fy rir va ra um p re nt vil lur . H eim sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th . a ð v er ð g etu r b re ys t á n f yri rva ra . Verona 14. apríl í 4 nætur Páskaferð til 595 1000 www.heimsferdir.is Verð frá kr. 136.250 AUGLÝST EFTIR BÆJARLISTAMANNI KÓPAVOGS 2022 Lista- og menningarráð Kópavogs auglýsir eftir umsóknum eða ábendingum um bæjarlistamann Kópavogs. Þeir listamenn koma einir til greina sem eiga lögheimili í Kópavogi. HÆGT ER AÐ SENDA INN UMSÓKN EÐA ÁBENDINGU FYRIR 16. APRÍL Á NETFANGIÐ MENNING@KOPAVOGUR.IS. Bæjarlistamaður Kópavogs skal vera tilbúinn til að vinna með Kópavogsbæ að því að efla áhuga á list og listsköpun í bænum og taka þátt í viðburðum bæjarins með það að leiðarljósi. Styrkupphæð bæjarlistamanns er 1,5 milljónir króna. Lista- og menningarráð fer yfir umsóknir og ábendingar. Í þeim skulu koma fram upplýsingar um náms- og starfsferil viðkomandi og hugmyndir um með hvaða móti bæjarlistamaður hyggst auðga lista- og menningarlíf bæjarbúa. MEKO.IS 54 Menning 26. mars 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.