Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.03.2022, Qupperneq 100

Fréttablaðið - 26.03.2022, Qupperneq 100
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Andrés Bertelsen andres@frettabladid.is, Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/ SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is ninarichter@frettabladid.is „Frétt vikunnar, ársins og mögu- lega þessa áratugar, eru auðvitað þau hryllilegu mannréttindabrot sem Vladímír Pútín og hans hund- trygga hirð fremur nú í Úkraínu. Rúmur mánuður er frá innrás Rússa inn í nágrannaríki sitt, og ef finna má eitthvað til að gleðjast yfir í tengslum við þennan hörmungar hildarleik, er það sú staðreynd að stríðsrekstur Rússa gengur mun verr en Pútín áætlaði og varnir Úkraínu eru miklu sterkari en nokkur þorði að vona. Af innlendum vettvangi finnst mér áframhaldandi sala á hlut ríkisins í Íslandsbanka ekkert sér- lega fréttnæm, enda var viðbúið að hún myndi eiga sér stað, þótt það hafi komið internetinu í opna skjöldu. Hins vegar finnst mér það stórmerkilegt, þótt það komi mér akkúrat ekkert á óvart, að ÁTVR hafi ákveðið að kæra til Landsrétt- ar úrskurð héraðsdóms sem hafði komist að þeirri niðurstöðu að net- verslanir mættu bara víst selja fólki vín. Hvað þessi málarekstur mun kosta á eftir að koma í ljós, en það er gott að hugsa til þess að íslenska forsjárhyggjan lifir enn góðu lífi – og það á kostnað skattgreiðenda.“ ■ Hörmungar hildarleikur og átök um áfengi Hvað þessi mála- rekstur mun kosta á eftir að koma í ljós. ■ Frétt vikunnar Guðmundur Björn Þorbjörnsson ninarichter@frettabladid.is Borgarhólsskóli á Húsavík er orðinn símalaus skóli síðan á miðvikudag. „Við höfum verið að ræða skjá- notkun barna og unglinga og eftir Covid hefur okkur fundist meiri þörf á því að þau séu í félagslegum samskiptum,“ segir Kolbrún Ada Gunnarsdóttir, starfandi skólastjóri við skólann. „Við sáum að síminn var farinn að éta upp þeirra tíma og þeim þótti erfitt að leggja hann frá sér þegar þau komu í tíma,“ segir hún. „Þau eru öll með Chromebook-tölvur í skólanum, þannig að þau þurfa ekki að nota símann í námið.“ Þrátt fyrir þessa tilhögun er ekki gerð athugasemd ef nemandi er með símann meðferðis, svo lengi sem er slökkt á honum og hann geymdur í tösku. Aðspurð hvernig nemendur taki í þessar breytingar, svarar Kol- brún Ada: „Það var alveg misjafnt. Sumum fannst við vera að eyði- leggja líf þeirra. Aðrir voru bara spenntir og voru alveg til í að gera eitthvað annað en að vera í sím- anum,“ segir hún. „Sögðu bara: Já, ég finn það að ég ræð ekki við mig. Ef það er dauður tími, þá er ég búinn að grípa símann án þess að hugsa um það.“ Þannig hafi sumir nem- endur verið tilbúnari en aðrir. „Það voru ekkert allir kátir en þau voru til í að prófa þetta.“ Að sögn Kolbrúnar Ödu hefur tilraunin gefist vel. „Við sáum rosa- legan mun í frímínútum, það er verið að spila og gera hluti sem var ekkert verið að gera,“ segir hún. „Drífa sig út í fótbolta. Það er meiri kliður og meira um að vera. Samtöl og meira í gangi,“ segir Kolbrún Ada og bætir við að kennarar og starfsfólk skólans sjái mikinn mun. En á móti komi að starfsfólk hafi útvegað spil og afþrey- ingu fyrir nemendurna. Aðspurð hvort kennarar sitji við sama borð í símabanninu segir Kolbrún Ada svo vera. „Það er mjög mikilvægt að fólk sé ekki með símann í vinnunni og á vinnutíma. Kennarar eru ekki með símana með sér þegar þeir eru að kenna eða annað. Fyrir þá gildir það sama,“ segir hún. ■ Skólastjóri Borgarhólsskóla segir símabann nemenda hafa gefist vel Kolbrún Ada Gunnars- dóttir, starfandi skólastjóri við Borgarhólsskóla á Húsavík STÓLA DAGAR www.DORMA.is Verð og vöruupplýsingar eru birtar með fyrirvara um prentvillur. 20% afsláttur af öllum stólum AVIGNON hægindastóll með skammel Fullt verð: 149.900 kr. Nú 119.920 kr. AUSTIN rafdrifinn hægindastóll Stillanlegur hægindastóll með innbyggðum skammel. Koníaksbrúnt, svart, eða dökkgrátt PVC leður. 90 x 98 cm. Fullt verð: 99.900 kr. Nú 79.920 kr. LICATA stóll Fallegur stóll í gráu, koníakslituðu eða stone áklæði. 84 x 94 x 82 cm. Fullt verð: 259.900 kr. Nú 207.920 kr. MIAMI rafdrifinn lyftistóll Stillanlegur hægindastóll með tveimur öflugum mótorum. Leður á slitflötum. Hægt að halla til baka með skammel. Aðstoðar þig á fætur. Svartur, grár eða brúnn. Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði Wacken Open Air Metal Battle hljómsveitakeppnin er haldin á Íslandi í tíunda sinn. Þar keppa sex þungarokks- hljómsveitir um að komast á Wacken Open Air keppnina í Þýskalandi að spila fyrir mörg þúsund manns, í þrjátíu sveita úrslitum. Að sögn skipuleggj- anda taka á sjöunda tug landa þátt í keppninni. ninarichter@frettabladid.is „Uppsetningin hér heima er ekkert ósvipuð þeirri keppni sem er úti. Sveitin má spila í 20 mínútur. Fjöldi laga skiptir ekki máli,“ segir skipu- leggjandi Wacken Open Air Metal Battle þungarokkskeppninnar, Þorsteinn Kolbeinsson. „Svo eru dómarar og dágóður slatti af þeim, bæði innlendum sem erlendum,“ segir hann. „Ég er búinn að bjóða sjö erlendum aðilum að koma. Kannski verða þeir fleiri.“ Segir alla þekkja alla Þorsteinn segir að sökum fámennis sé mjög nauðsynlegt að fá utanað- komandi eyru til að dæma keppn- ina. „Allir þekkja alla hérna heima,“ segir hann. Sveitin sem sigrar í keppninni fær styrk frá ÚTÓN til ferðarinnar til Þýskalands. „Síðan þegar á Wacken er komið, tekur keppnin tvo daga í tjaldinu, sem er tíu þúsund manna tjald,“ segir hann. Þorsteinn segir íslensku metal- senuna fara stöðugt stækkandi. „Fyrir tíu árum síðan vissi enginn í útlöndum hvað íslenskur metall var, nema kannski Sólstafir. Þeir hafa svona hægt og rólega orðið stærri og stærri og eru núna komnir í aðal- númerageirann á mörgum þessum festivölum,“ segir hann. „Menn hafa sérstaklega hælt íslensku black- metal senunni fyrir mikil gæði.“ Sérstaðan í íslensku þungarokki En hefur íslenskt þungarokk ein- hverja sérstöðu úti í hinum stóra heimi metaltónlistar með allar sínar undirgreinar? „Mér finnst við oft vera svo- lítið ómenguð af meginstraumum þarna úti,“ svarar Þorsteinn. „Nú er ég einn af dómurum í keppninni úti, eins og margir aðrir af mínum kollegum sem sjá um keppnirnar í sínum löndum,“ segir hann. „Sveitirnar sem eru að vinna undankeppnirnar í sínum löndum hljóma eins og afrit hver af ann- arri,“ segir Þorsteinn, en bætir við að hann vilji ekki tala niður aðrar sveitir. „Kannski er það út af stríð- um straumum af böndum sem fara í gegnum þessi lönd. En margir hafa lýst þessu íslenska fyrirbæri, sér- staklega í gegnum black-metalinn. Að þú fáir tilfinninguna að þú sért á Íslandi í gegnum þessa tónlist. Við erum ekki með sérstök íslensk hljóðfæri, en menn heyra svona aðra elementa,“ segir hann. Skráning og frekari upplýsingar eru á Facebook-síðu keppninnar. ■ Sálmurinn sunginn um íslenska svartmálminn Þorsteinn segir íslenskt þungarokk ómengað af meginstraumum. 60 Lífið 26. mars 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.