Börn og menning - 2020, Side 9
9Hættulegar myndir
Risturnar urðu strax mjög umdeildar og taldar ógn
við konungsveldið sem reyndi að stöðva útbreiðslu
þessara prentmynda. Þegar framboð af frönskum
teikningum minnkaði myndaðist pláss fyrir breskar
teikningar, svartur markaður varð til sem dreifði bæði
frönskum og breskum ádeilumyndum. Árið 1789 var
sett á laggirnar ritskoðun á ádeilu. Þegar Napóleon
komst loks til valda hélt ritskoðunin áfram, nema í þetta
skipti var skotmarkið myndir sem lyftu konungsættinni
upp og gagnrýndu byltinguna. Napóleon var og er einn
umdeildasti maður í vestrænni sögu og varð skjótt eitt
vinsælasta viðfangsefni skopmynda þess tíma, og er það
jafnvel enn í dag. Dómsmálaráðherra Frakklands árið
1830, Jean-Charles Persil, sagði eitt sinn: „Ef höfundur
lætur sér nægja að birta einungis leikrit sitt á prenti,
látið hann þá í friði. Ef teiknari færir hugmyndir sínar í
orð, leyfið honum þá að birta orðin á prenti og hindrið
það ekki; þá höfðar hann einungis til vitsmunanna.“
Um miðbik nítjándu aldar fór menntunarstuðull
Evrópubúa vaxandi og lestrarkunnátta þar með. Með
pólitískum ádeilumyndum fylgdu nú orð sem sífellt
fleiri gátu lesið. Það er ekki að furða að nítjánda öldin
varð öld byltingarinnar og stjórnmálaumróts í Evrópu!
Myndasögur á nýrri öld
Myndasögur tóku enn á sig nýja mynd við upphaf tutt-
ugustu aldarinnar þegar þær urðu nauðsynleg viðbót
við dagblöð í Bandaríkjunum. Myndasagan Hogan’s
Alley sagði frá hinum alræmda gula krakka (The Yellow
Kid) eftir Richard F. Outcault. Myndasagan birtist fyrst
í dagblaðinu The New York World. Sá guli var ódæll
götustrákur og voru myndasögurnar skopleg ádeila á
samfélagið í borginni. Sögurnar höfðuðu til innflytj-
enda í New York, vöktu mikla athygli og urðu gífurlega
vinsælar.
Þessi grófa sýn Outcault vakti líka gagnrýni, guli
náttkjóllinn sem guli pilturinn klæddist var talinn ósið-
legur að mati margra lesenda og sögurnar voru sagðar
Gamall íslenskur refill sem lýsir sögu kristni.
The Plumb-pudding in danger eftir James Gillray (1805).
Napóleon og forsætisráðherra Bretlands, William Pitt,
skipta heiminum á milli sín. Kirkjan kærði hinn víðfræga
breska teiknara Gillray fyrir guðlast, en kæran var síðar felld
niður vegna vinsælda hans meðal breskra ráðamanna sem
voru hlynntir skopmyndum hans af Napóleón og franska
heimsveldinu.