Bændablaðið - 23.06.2022, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 23.06.2022, Blaðsíða 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. júní 2022 „Spretthópurinn er í raun að uppfylla þau skilyrði sem garðyrkjubændur náðu að koma inn í stjórnarsáttmála,“ segir Axel Sæland, formaður garðyrkjudeildar BÍ. „Fjármagnið sem sett er í ylræktina fer í niðurgreiðslu á dreifingu rafmagns og verður væntanlega til þess að 95% hlutfallið næst. Sem er vel, en þetta eru samt kröfur sem við erum búin að vera að berjast fyrir í mörg ár og því smáskrítið að þessi aðferð verði notuð til að ná því markmiði. Þetta er einskiptisaðgerð og þarf því aftur að fara að berjast fyrir þessu réttlætismáli.“ Axel bendir á að A og B hluti garðyrkjunnar fái enga innspýtingu. „Það er mjög miður því þar eru styrkir til grænmetisframleiðslu sem ætlaðir eru til þess að tryggja neytandanum betra verð. En það fjármagn er eins og annað, föst fjárhæð, og rýrnar því mjög þessi misserin sökum verðbólgu og hvetur ekki til aukinnar framleiðslu þar sem bændur fá í raun minna fyrir hvert framleitt kg. Útiræktin fær einnig fjárauka sem er í stjórnarsáttmála og er í raun orðin gríðarlega mikilvægt sökum áburðar- og olíuverðshækkana,“ segir Axel. En til að sporna við fækkun ræktenda þurfi meira til. „Skapa þarf umhverfi sem er hvetjandi fyrir nýja ræktendur að koma inn í, þar sem tækifærin eru augljós. Nægt landrými, góður jarðvegur, sama og engin efnanotkun og hreint vatn. Betra hefði verið að setja fjármagn beint til bænda í lífrænni ræktun og styðja þannig við þá í stað þess að auka fjármagn til aðlögunar að lífrænni framleiðslu. Í dag eru fáir bændur í aðlögun og potturinn gekk ekki út á síðasta ári og var fjármagnið því fært milli ára. Það er vitað mál að það er kostnaðarsamara að vera í lífrænni ræktun og uppskera er enn í dag minni á hektara en í venjulegri ræktun. Því hefði ég talið rétt að styrkja beint við þá bændur sem eru komnir með lífræna vottun. Eins og Steingrímur J. Sigfússon sagði í viðtali eftir að skýrslan kom út, þá horfa stjórnvöld mikið til garðyrkjunnar sem framtíðarbúgreinar hér á landi og því er nauðsynlegt að skapa rétta umhverfið til að fá bændur til að rækta meira, tryggja kynslóðaskipti og fá nýja ræktendur inn í greinina. Auðvitað er það framtíðarmúsík en hún raungerist ekki nema unnið sé í henni,“ segir Axel. /ghp FRÉTTIR Nýliðun nauðsynleg Axel Sæland. Segja má að þrír af sex liðum í tillögum spretthóps til aðgerða á þessu ári snerti nauta- og kúabændur. Fyrsta tillaga leggur til að greitt verði 65% álag á jarðræktarstyrki og landgreiðslur og deilist því á milli flestra búgreina. Í öðrum lið skýrslunnar koma fram tillögur að álagsgreiðslum sem snúa beint að nautgriparæktinni, bæði kjöti og mjólk. Sjötta tillaga snýr að endurskipulagningu og hagræðingu í slátrun og kjötvinnslu. Að sögn Herdísar Mögnu Gunnarsdóttur, formanns búgreinadeildar kúabænda, NautBÍ, hafa bæði mjólkur- og nautakjötsframleiðendur fundið verulega fyrir fordæmalausum aðfangahækkunum síðustu misseri. Hún fagnar því tillögum um stuðning. „Fyrir nautakjötið er annars vegar lagt til að aukið álag sé greitt á nautakjötsframleiðslu og hins vegar verði greitt álag á gripagreiðslur fyrir holdakýr. Túlkun fólks hefur verið örlítið mismunandi um hvernig eigi að hátta álagsgreiðslunum á nautakjötið en það er skoðun okkar í stjórn búgreinadeildar nautgripabænda að viðbótar álagsgreiðslur UN gripa eigi ekki að einskorðast við þá gripi sem hljóta sláturálag nú heldur verði álagið greitt á alla UN gripi sem koma til slátrunar þar sem að aukinn framleiðslukostnaður kemur við alla nautakjötsframleiðendur. Við höfum nú þegar sent ráðuneytinu erindi þess efnis. Verði farin sú leið reiknast okkur til, miðað við fjölda UN sláturgripa síðasta árs, að greiðslur vegna tillagna spretthópsins verði um 14.000 kr. á hvern UN grip og að miðað við áætlaðan fjölda holdakúa aukist greiðslur á hverja holdakú um 9.800 krónur á þessu ári.“ Þá reiknast Herdísi til að miðað við tillögur spretthópsins og áætlaðan fjölda mjólkurkúa 2022 verða aukagreiðslur á hverja mjólkurkú um 7.600 kr. „Út úr skýrslunni má lesa að hópurinn telji mjólkurframleiðsluna betur stadda en kjötgreinarnar, m.a. vegna þeirrar sérstöðu sem greinin býr við með opinbera verðlagningu. Ég hef sagt það áður en ítreka nú aftur að það er kúabændum nauðsynlegt að verðlagsnefnd starfi eftir lögum og nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að nefndin fundi og ákveði lágmarksverð til bænda með reglubundnum hætti. Ráðherra og ráðuneyti matvæla verða því að tryggja að verðlagsnefnd starfi eðlilega til að koma til móts við kúabændur.“ Stuðningurinn sem lagður er til dugi þó ekki alla leið og bændur þurfa að fá skilaboð úr fleiri áttum. „Við þurfum að horfa til varanlegri lausna til að skjóta tryggari stoðum undir allar greinar landbúnaðarins. Nautakjötsframleiðslan stóð mjög veik fyrir umræddar aðfangahækkanir, nautgripabændur hafa gengið svo langt í hagræðingu í eigin rekstri að þeir hafa gengið á eigin launalið. Það er því lítið svigrúm til að takast á við aðfangahækkanir, hvað þá til frekari uppbyggingar og fjárfestingar. Á sama tíma hefur fagmennska og þróun íslenskrar nautakjötsframleiðslu verið á mikilli uppleið síðustu ár auk þess sem eftirspurn eftir úrvals nautakjöti eykst jafnt og þétt. Ef við horfum á stöðuna út frá þessari hlið eru að vissu leyti falin tækifæri fyrir bændur og uppbyggingu á landsbyggðinni í því að breikka íslenska matvælaframleiðslu og gefa í í íslenskri nautakjötsframleiðslu. Það gefur að mínu mati augaleið að nautakjötsframleiðslan ætti að fá aukinn og varanlegri stuðning en hún fær nú í dag, án þess að þurfa að bíta þann stuðning af öðrum,“ segir Herdís. Jafnframt telur hún að sjötta tillaga skýrslunnar leggi stoð að varanlegri lausnum í íslenskri matvælaframleiðslu. „Þar er lagt til að kjötafurða- stöðvum verði veitt heimild til samstarfs með það að markmiði að ná fram hagræðingu innan geirans. Ef rétt er að málum staðið ætti slík aðgerð að geta skilað bændum sanngjarnara verði og neytendum lægra verði líkt og gerðist við sam- einingu mjólkurafurðastöðva á sínum tíma. Aukið hagræði innan slátur- afurðastöðva ætti að gera þeim kleift að standa betur í samkeppni við erlendar og mun stærri afurðastöðvar. Þannig ættu einnig aukin tækifæri að opnast til að bæta og auka við vöruþróun ásamt því að nýting allrar afurðakeðjunnar gæti orðið betri.“ /ghp Herdís Magna Gunnarsdóttir. „Þær fjárhæðir sem sprett- hópurinn leggur til að fari til svínaræktarinnar mun bæta okkur um fjórðung af því fjárhagstjóni sem greinin hefur orðið fyrir á undanförnum misserum og munar vissulega um minna. Það gleður okkur þó mest að sjá að greinin gleymist ekki alfarið eins og oft hefur verið þegar stjórnvöld hafa orðið að bregðast við krísuástandi í landbúnaði,“ segir Ingvi Stefánsson, formaður Deildar svínaræktar hjá BÍ. „Einnig er mjög ánægjulegt að sjá tillögur um að auknum fjármunum verði varið í jarðræktarstyrki. Það er auðvitað lykillinn í því að efla fæðuöryggið. Síðast en ekki síst líst okkur mjög vel á þær aðgerðir sem spretthópurinn leggur til að verði komið á til lengri tíma litið. Allar eiga þær það sammerkt að stuðla að auknu fæðuöryggi sem hlýtur að vera lykilatriði í íslenskum landbúnaði á 21. öld.“ /ghp Ingvi Stefánsson. „Það var ánægjulegt að sjá þessa niðurstöðu spretthópsins. Hún skiptir landbúnaðinn miklu máli. Hækkanir síðustu mánuðina eru fordæmalausar og staða bænda er orðin mjög erfið,“ segir Trausti Hjálmarsson, formaður Deildar sauðfjárbænda. Greiðslur til sauðfjárræktar- innar þýða um 120 kr./kg í aukið álag á gæðastýringu á þessu ári. Þess ber að geta að framkvæmdin er ekki útfærð og einingaverðið liggur ekki fyrir. Trausti bendir einnig á boðaða 23% hækkun Sláturfélag Suðurlands á afurðaverði. Miðað við uppreiknaðar rekstrarniðurstöður ársins 2021 er afkoman þó ekki að batna á milli ára, segir Trausti. „Við áætlum að breytilegur kostnaður sé að hækka um 40% milli ára, sem gerir 15% hækkun á heildarkostnaði. Í raun er framlegð að lækka á milli ára, þar sem aukinn stuðningur stjórnvalda og boðuð hækkun afurðaverðs nær ekki að vega upp kostnaðarhækkun ársins. Það er ljóst að meira þarf til að afkoma í sauðfjárrækt verði viðunandi og ekki verði hrun í greininni á komandi hausti.“ Verkefninu sé því engan veginn lokið. „Við munum áfram vinna að því að bæta afkomu bænda. Það er líka mikilvægt að horfa til tillagna hópsins varðandi aðgerðir til framtíðar. Það eru allir sammála um að það sé hægt að ná miklum ávinningi með hagræðingu í afurðageiranum. Í þessari stöðu ber okkur skylda að leita allra leiða til að hagræða innan allrar virðiskeðjunnar frá bónda til neytanda.“ /ghp Verkefninu ekki lokið Trausti Hjálmarsson. Bætir fjórðung af fjárhags- tjóni svínabænda Viðbrögð fimm búgreinadeilda við skýrslu spretthóps: Varanlegri lausnir brýnar Guðmundur Svavarsson, for- maður Deildar kjúklinga- bænda, fagnar því að stjórnvöld bregðist nú við alvarlegu ástandi í landbúnaði, vegna gríðarlegrar hækkunar aðfanga til landbúnaðarframleiðslu. „Þetta er skref í rétta átt til að viðhalda framleiðslugetu bænda og fæðuöryggi þjóðarinnar. Einnig stuðlar þetta að minni hækkunarþörf út á markað til neytenda. Á síðasta ári voru framleidd 9.244 tonn af alifuglakjöti í landinu. Það þarf 2 tonn af fóðri til að framleiða 1 tonn af kjöti og því má gefa sér að það hafi þurft um 18.500 tonn fóðurs til framleiðslunnar. Skýrslan segir fóðurverð hafa hækkað um 30% undanfarna mánuði. Sú hækkun hefur í för með sér u.þ.b. 630 milljón kr. hækkun á fóðurreikning ali- fuglaræktarinnar á ársgrundvelli. Stuðningur til greinarinnar upp á 160 milljónir kr. er því u.þ.b. 25% þess kostnaðarauka sem orðið hefur í greininni vegna fóðurverðshækkunarinnar einnar og sér. Þá eru ótaldar aðrar hækkanir aðfanga, t.d. flutningar, olía, umbúðir, laun og fjármagnskostnaður. Þótt það þjóni kannski ekki hagsmunum þeirra sem stærri eru í greininni og að almennt ætti jafnræði að ríkja finnst mér jákvætt að sjá að við úthlutun á að taka sérstakt tillit til minni framleiðenda.“ /ghp Jákvætt að tekið sé tillit til smærri framleiðenda Guðmundur Svavarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.