Bændablaðið - 23.06.2022, Blaðsíða 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. júní 2022
FRÉTTIR
Hönnun Byggðastofnunar, sem sést hér
bæði að framan og aftanverðu, var í höndum
Arkitektastofunnar Úti og inni ehf., ásamt
VSB Verkfræðistofu, en samið var við
byggingarverktakann Friðrik Jónsson ehf.
um smíðina.
Samkvæmt skilamatsskýrslu
Framkvæmdasýslu ríkisins,
var að beiðni fjármála- og
efnahagsráðuneytisins, árið
2014, unnin frumathugun vegna
húsnæðismála Byggðastofnunar
Hafði stofnunin verið flutt til
Sauðárkróks árið 2001 og verið í
leiguhúsnæði að Ártorgi 1 síðan.
Kom athugunin til vegna þess
að leigusamningur húsnæðisins
var að renna út og auk hækkunar
á húsaleigu þótti það húsnæði
ekki henta stofnuninni lengur.
Þarfagreining var unnin og var
niðurstaða málsins að byggja skyldi
700 m2 húsnæði að Sauðármýri 2 á
Sauðárkróki.
Arkitektastofan Úti og inni
ehf. og VSB Verkfræðistofa tóku
að sér hönnunina og samið var
við byggingarverktakann Friðrik
Jónsson ehf. um smíðina. Að
auki var haldin lokuð samkeppni
án forvals um listskreytingu
hússins í samráði við Samband
íslenskra myndlistarmanna (SÍM),
Byggðastofnun og arkitekt hússins
en tillaga Rósu Gísladóttur var þar
hlutskörpust og kosin til útfærslu.
Almenn ánægja með húsnæðið,
lausar starfsstöðvar og opin rými
„Við erum gríðarlega ánægð með
húsið,“ segir Arnar Már Elíasson,
forstjóri Byggðastofnunar.
„Það var sérstaklega byggt
með þarfir Byggðastofnunar í
huga, 30 starfsstöðvar í alls 1000
m2. Starfsmenn Byggðastofnunar
eru í dag 25, þar af eru þrír aðilar
ráðnir óstaðbundið. Á Sauðárkróki
erum við því alla jafna um tuttugu
manns. Hérna eru því lausar
starfsstöðvar fyrir aðra aðila sem
kjósa að vinna óstaðbundið um
tíma undir verkefninu „Störf
óháð staðsetningu“. Stofnunin
hefur einmitt tekið saman yfirlit í
mælaborði á heimasíðunni okkar
yfir lausar starfsstöðvar víða um
landið. Í mælaborðinu er hægt að
skoða Íslandskortið, velja hvaða
byggðarlag sem er, hvort og hvar
lausar starfsstöðvar séu og hvernig
aðstaðan sé á hverjum stað fyrir sig.
Þar er svo einnig að finna
upplýsingar um hvernig kaffi-
og fundaraðstaða sé, hvernig
nettengingin er og þar fram
eftir götunum.
Í nýja húsinu eru starfsstöðvar að
mestu leyti í opnum rýmum, auk þess
sem að hér er eitt stórt fundarrými,
auk tveggja fundarherbergja að
venjulegri stærð. Þrjú næðisrými
eru í húsinu, en þar er aðstaða fyrir
einn aðila til að sinna tímabundnum
verkefnum sem þarfnast næðis
eins og fjarfundum eða öðru. Á
vinnustöðum þar sem opin rými eru
allsráðandi er nauðsynlegt að hafa
svona næðisrými til taks.
Tæplega 800 milljóna
heildarkostnaður og mun lægri
rekstrarkostnaður
Heildarkostnaðurinn við bygginguna
og það sem henni viðkom var tæplega
800 milljónir,“ heldur Arnar áfram,
„en árlegur húsnæðiskostnaður
Byggðastofnunar lækkaði við
þessa breytingu. Kostnaðurinn við
að vera hér í glænýju húsnæði er
sem sagt lægri en þegar við leigðum
í Ártorginu samkvæmt nýjum
rekstrartölum, en byggingin var
alfarið fjármögnuð af stofnuninni
sjálfri og er því í eigu hennar.
Rafbílamenning
Fyrir utan húsið eru síðan tvær
tengistöðvar fyrir rafbíla og mun
þeim væntanlega fjölga á næstu
árum, en eins og er starfa hér þrír
eigendur rafbíla.
Stofnunin sjálf á þrjá bíla, einn
þeirra er svokallaður hybrid en hinir
nýta jarðefnaeldsneyti eingöngu enn
sem komið er.
Ég geri ráð fyrir því að næst
þegar stofnunin uppfærir bílaflotann
verði það með rafmagnsbílum,“
segir Arnar að lokum. „Þannig við
stefnum í þessa átt og sjáum fyrir
okkur að fjölga rafstöðvunum hér
hjá okkur fyrir utan.“ /SP
Byggðastofnun tók í notkun nú-
verandi merki sitt í byrjun árs 2014
og var hönnun þess í höndum
Guðmundar Bernharðs Flosasonar,
grafísks hönnuðar auglýsinga-
stofu Hvíta hússins. Merkið vísar
lauslega í útlínur Íslands, auk þess
sem mislangir sólargeislar þess
eru skírskotun til uppbyggingar
sprotafyrirtækja sem eru komin
mislangt í þróun sinni. Litur
sólarinnar við sólarupprás er
aðallitur merkisins og tengir þá við
nýtt upphaf og bjartan dag sem er
að renna upp.
Nýbygging húsnæðis Byggðastofnunar:
Veruleg lækkun á
rekstrarkostnaði
– Hönnun og smíði fjármögnuð á eigin reikning stofnunarinnar
Á mælaborði vefsíðu Byggðastofnunar er að finna yfirlit yfir lausar
starfsstöðvar hérlendis og hvort þar sé fundaraðstaða, nettenging o.s.frv.
OG VINNUM ÚR ÞEIM
LAUSNIR
TÖKUM AÐ OKKUR VERKEFNI
VHE • Melabraut 27 Hafnarfjörður • Hraun 5 Reyðarfirði
Sími 843 8804 • Fax 575 9701 • www.vhe.is • sala@vhe.is
Umhverfisráðuneytið:
Fjaðrárgljúfur selt einkaaðilum
og verður friðlýst
Fjaðrárgljúfur. Mat umhverfisráðuneytisins er að verndarþörf á svæðinu sé
talsverð vegna mikils ágangs ferðamanna en hægt sé að ná markmiðum
verndar án þess að ríkið gangi inn í kaupin. Mynd / Erla Þórey Ólafsdóttir
Umhverfis-, orku- og loftslags-
ráðherra og Hveraberg ehf.
kaupandi jarðarinnar Heiði í
Skaftárhreppi hafa undirritað með
sér samkomulag.
Samkomulagið kveður á um
að umhverfis-, orku- og loftslags-
ráðuneytið fellur frá forkaupsrétti
jarðarinnar og kaupandinn lýsir
sig samþykkan því að vinna að
friðlýsingu svæðisins, enda telja
aðilar hagsmunum gljúfursins best
borgið með friðlýsingu.
Kaupverð jarðarinnar er 280
milljónir króna og ætla nýir eigendur
að reisa þar þjónustumiðstöð,
bæta bílastæði og hefja innheimtu
bílastæðagjalda.
Í tilkynningu vegna friðlýsing-
arinnar segir að í apríl síðastliðnum
hafi ráðuneytinu borist erindi þar
sem óskað var afstöðu ríkissjóðs
til nýtingar forkaupsréttar vegna
sölu jarðarinnar Heiði en hluti
Fjaðrárgljúfurs, sem er á náttúru-
minjaskrá, er innan jarðarinnar.
Eigendur annarra jarða sem
Fjaðrárgljúfur er hluti af hafa lýst
sig viljuga til að vinna að friðlýsingu
gljúfursins.
Forkaupsréttur gildir áfram
Samkvæmt lögum um náttúruvernd
hefur ríkissjóður forkaupsrétt að
jörðum og öðrum landareignum
sem eru að hluta eða öllu leyti á
náttúruminjaskrá.
Mat ráðuneytisins er að verndar-
þörf á svæðinu sé talsverð vegna
mikils ágangs ferðamanna en hægt
sé að ná markmiðum verndar án
þess að ríkið gangi inn í kaupin. Með
friðlýsingu svæðisins og samkomu-
lagi við nýjan eiganda verður vernd
svæðisins og nauðsynleg uppbygging
sameiginlegt verkefni ríkisins og
nýs eiganda.
Forkaupsréttur ríkisins hvílir
áfram á jörðinni komi hún aftur til
eigendaskipta.
Gjöld renna til uppbyggingar
Innheimta gjalda skal ekki verða
til þess að skerða eða tálma frjálsa
för einstaklinga, sem ekki nýta
bílastæðið um hið friðlýsta svæði, eða
grannsvæði þess samkvæmt reglum
náttúruverndarlaga um almannarétt.
Innheimta og ráðstöfun gjalda sem
tekin kunna að verða vegna lagningar
vélknúinna farartækja skulu alfarið
renna til uppbyggingar þjónustu,
reksturs og innviða fyrir þá sem
ferðast um svæðið.
Í tilkynningunni er haft eftir
Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfis-,
orku- og loftslagsráðherra:
„Það er ánægjulegt að samkomulag
hafi náðst við kaupanda Fjaðrár-
gljúfurs um vernd svæðisins og
eðlilegt að ríkið og eigendur standi
saman að uppbyggingu þessarar
náttúruperlu sem ferðamenn njóta
þess að heimsækja.“ /VH