Bændablaðið - 23.06.2022, Blaðsíða 52
52 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. júní 2022
Á síðastliðnu búgreinaþingi
Deildar kúabænda var því beint til
fagráðs í nautgriparækt að stefna
að því að spenar á mjólkurkúm
verði hvorki styttri né grennri en
orðið er.
Kynbótamat er reiknað fyrir
spenalengd, spenaþykkt og
spenastöðu og eru einkunnir
á línulegum skala (1-9) úr
kúaskoðunum notaðar til grundvallar.
Inn í heildarspenaeinkunn gildir
kynbótamat fyrir spenalengd 30%,
spenaþykkt 30% og spenastöðu 40%.
Fram til þessa hafa því gripir sem gefa
fyrirheit um stutta, granna og þétta
spena fengið hæstu heildareinkunn
fyrir spena. (Einkunn fyrir spenaþykkt
er snúið við í heildareinkunn og því er
valið fyrir grönnum spenum).
Nýtt kynbótamat var reiknað
í júní og við birtingu þess var í
fyrsta skipti tekin í notkun ný
heildarspenaeinkunn sem þróuð
var af Þórdísi Þórarinsdóttur RML,
Agli Gautasyni doktorsnema og
Jóni Hjalta Eiríkssyni doktorsnema.
Ný einkunn miðast við að kjörgildi
spenalengdar sé 5,5, kjörgildi
spenaþykktar sé 5 og kjörgildi
spenastöðu sé 5. Gripir sem sýna sem
minnst frávik frá þessum kjörgildum
í kynbótamati fá hæstu einkunnirnar
í nýrri heildarspenaeinkunn og gripir
sem sýna frávik frá kjörgildum fá
lægri einkunnir. Þetta verður kannski
best skýrt með dæmum.
Jarfi 16016 er gott dæmi. Þar er
á ferðinni naut sem gefur hæfilega
spena hvað lengd varðar, vel setta en
granna. Í síðustu prentuðu nautaskrá
var hann með 102 fyrir spenalengd,
43 fyrir spenaþykkt og 130 fyrir
spenastöðu. Samsett spenaeinkunn
reiknaðist þá 130 og má glöggt sjá
á því að eldri spenaeinkunn hampaði
stuttum og grönnum spenum. Í
kynbótamatinu sem keyrt var núna í
júní með nýrri spenaeinkunn er Jarfi
með 101 fyrir spenalengd, 45 fyrir
spenaþykkt og 133 fyrir spenastöðu.
Ný spenaeinkunn reiknast 97. Þarna
má sjá að Jarfi nýtur hæfilegra spena
að lengd og góðrar spenastöðu en er
nú refsað fyrir granna spena.
Annað dæmi er Ýmir 13051 sem
er nú með hæstu spenaeinkunnina.
Hann var áður með 109 fyrir
spenalengd, 97 fyrir spenaþykkt og
137 fyrir spenastöðu. Spenaeinkunn
reiknaðist þá 118. Í matinu nú er Ýmir
13051 með 110 fyrir spenalengd,
101 fyrir spenaþykkt og 132 fyrir
spenastöðu, m.ö.o. hæfilega langa
og þykka spena og vel setta. Ný
spenaeinkunn reiknast nú 138 sem
sýnir að nýja einkunnin hampar þeim
nautum sem gefa hæfilega spena
betur en fyrri einkunn gerði.
Þetta má einnig sjá mjög vel hjá
Bamba 08049 sem var með 121 fyrir
spenalengd, 76 fyrir spenaþykkt og
104 fyrir spenastöðu, sem sagt frekar
stutta og granna spena. Spenaeinkunn
reiknaðist þá 115. Bambi er nú
með 121 fyrir spenalengd, 76 fyrir
spenaþykkt og 104 fyrir spenastöðu,
það er hann hefur ekkert breyst í
einkunnum enda dætrafjöldi orðinn
slíkur að ekki var von á því. Ný
spenaeinkunn reiknast hins vegar nú
97 og sýnir vel áhrif þess að refsa
fyrir frávik frá kjörgildum. Dætur
Bamba eru, eins og áður sagði, með
frekar stutta og granna spena og nýja
einkunnin tekur betur tillit til þess.
Það er von okkar hjá RML og
fagráðs í nautgriparækt að með
breytingum á spenaeinkunn náum
við að snúa við þeirri þróun að
minnka spenana um of. Markmiðið
er að sjálfsögðu að spenar kúnna séu
hæfilega langir/stuttir og hæfilega
þykkir/grannir og vel settir. Nýja
spenaeinkunnin lýsir því markmiði
betur og ætti því að gagnast okkur
vel í vali nautanna.
Guðmundur Jóhannesson
og Þórdís Þórarinsdóttir,
ráðunautar RML.
40 60 80 100 120 140 160
Spenar
Spenalengd
Spenaþykkt
Spenastaða
Jarfi 16016
40 60 80 100 120 140 160
Spenar
Spenalengd
Spenaþykkt
Spenastaða
Ýmir 13051
40 60 80 100 120 140 160
Spenar
Spenalengd
Spenaþykkt
Spenastaða
Bambi 08049
40 60 80 100 120 140 160
Spenar
Spenalengd
Spenaþykkt
Spenastaða
Jarfi 16016
40 60 80 100 120 140 160
Spenar
Spenalengd
Spenaþykkt
Spenastaða
Ýmir 13051
40 60 80 100 120 140 160
Spenar
Spenalengd
Spenaþykkt
Spenastaða
Bambi 08049
Spenaeinkunnir Jarfa 16016, Ýmis 13051 og Bamba 08049 fyrir og eftir breytingu á spenaeinkunn, fyrir breytingu
að ofan, eftir breytingu að neðan.
Ný og endurbætt spenaeinkunn
LESENDARÝNI
Loftslagsmál: Umræða á villigötum
Ýmislegt vantar upp á til að Ísland
uppfylli þær kröfur sem gerðar
eru til okkar vegna loftslagsmála.
Þetta á sérstaklega við varðandi
kröfur tengdar landnýtingarhluta
Parísarsamningsins.
Vegna þessa hleypti umhverfis-
og auðlindaráðuneyti af stað
umbótaáætlun árið 2021 þar sem
lagðar eru fram markvissar aðgerðir
til að bæta úr þessari stöðu og gera
okkur kleift að uppfylla þær kröfur
sem gerðar eru vegna samvinnu
Íslands við Evrópusambandið í
loftslagsmálum.
Í umbótaáætluninni er þeim
aðgerðum forgangsraðað sem
eru taldar brýnastar en aðrar
látnar bíða vegna umfangs
verkefnisins. Megináhersla er
lögð á tvær landgerðir, mólendi
og votlendi, sem samanlagt þekja
tæplega 70% landgerða skv. þeim
skilgreiningum sem notaðar eru í
loftslagsbókhaldinu. Þessar tvær
landgerðir eru jafnframt ábyrgar
fyrir tæplega 85% losunar miðað
við stöðuna í dag. Landgerðin
ræktarland tekur einungis til um
1% af heildarflatarmáli landgerða
sem falla undir landnýtingarhluta
loftslagssamningsins, þess vegna
var henni ekki forgangsraðað hærra
í umbótaáætlun UAR.
Hluti verkefna umbóta-
áætlunarinnar felur í sér mat á
útbreiðslu mismunandi jarðvegs
innan hverrar landgerðar. Þetta
stafar af því að jarðvegur er mjög
fjölbreytilegur og mikilvægt að
sá breytileiki sé endurspeglaður.
Þannig er Landgræðslan í dag
með tæplega 650 virk mælisvæði
dreifð um allt land bara til
að meta loftslagsáhrif vegna
nýtingar mólendisflokksins.
Landgræðslan er einnig að safna
jarðvegssýnum til kolefnismælinga
í GróLindarverkefninu og stefnt er
að því að leggja út mælinet 1.500
reita á næstu árum til að fylgjast
með ástandi og breytingum á ástandi
lands. Skógræktin er í dag með
tæplega 1.300 mælisvæði um allt land
til að fylgjast með loftslagsáhrifum
skógræktar. Rannsóknahópur innan
Landbúnaðarháskóla Íslands vinnur
að mati á kolefnisforða úthaga og í
því verkefni eru yfir 2000 mælireitir.
Þær rannsóknir sem nauðsynlegar
eru til að meta breytileika jarðvegs
til notkunar í loftslagsbókhaldi
Íslands LULUCF (landnotkun,
breytt landnotkun og skógrækt)
kallar einfaldlega á stórt sýnaúrtak
og gríðarlega mikla vinnu – hjá því
verður ekki komist.
Nýlega var til umfjöllunar í
Bændablaðinu skýrsla annars
rannsóknahóps innan Landbúnaðar-
háskóla Íslands, „Langtímatap
kolefnis í framræstu ræktarlandi“.
Rannsóknamarkmið hópsins
voru þrjú:
1. Að greina breytileika í langtíma
kolefnislosun framræsts lands
eftir jarðvegsgerðum.
2. Að þróa viðurkennda íslenska
losunarstuðla fyrir framræst
ræktarland.
3. Að greina mögulegan breyti-
leika í kolefnisbúskap eftir
öðrum umhverfisþáttum og
ræktunaraðferðum.
Hér þarf fyrst að draga fram að
votlendisjarðvegur á Íslandi skiptist
í þrjá meginflokka og hver þessara
meginflokka er mismunandi að
eiginleikum og ef gera á marktæka
rannsókn til að varpa ljósi á þessa
eiginleika, þá verður að miða
fjölda sýnatökusvæða við það, þ.e.
sýnafjöldi þarf að vera í tugum talið
úr hverri landgerð.
Í fyrrnefndri rannsókn Land-
búnaðarháskólans eru aðeins
borin saman tvö svæði innan sama
landshluta sem hvort um sig eru afar
ólík, bæði hvað varðar ræktun sem
og landnýtingu. Ekki er heldur ljóst
um hvers konar votlendisjarðveg er
að ræða sem hefur í upphafi verið
ræstur fram, svæðin tvö eru því
ósamanburðarhæf. Þetta atriði eitt
og sér veldur því að útilokað er að
draga einhverjar ályktanir af þessum
niðurstöðum sem væri hægt að nýta
til að áætla núverandi loftslagsáhrif
vegna ræktunar. Til viðbótar reyndist
ekki unnt að mæla jarðvegsþykkt
framræsta landsins og einnig kom í
ljós að jarðvegur hafði verið fluttur
inn á annað rannsóknasvæðið.
Niðurstöður rannsóknarinnar og
ályktanir byggðar á þeim eru því
vafasamar, í besta falli.
Í stuttu máli þá nær þessi
rannsókn tæplega neinu þriggja
meginmarkmiða sinna: Hún
gefur engar upplýsingar um
breytileika í langtímakolefnislosun,
niðurstöðurnar er ekki hægt að
nota til að reikna viðurkennda
losunarstuðla, og hún gefur ekki
neinar upplýsingar sem má nota
til að meta breytileika eftir öðrum
umhverfisþáttum.
Umfjöllun Bændablaðsins og
mistúlkun horfir algjörlega framhjá
fyrirvörum sem skýrsluhöfundar
settu fram í skýrslunni. Látið
var að því liggja að þarna væru
komnar tímamótaniðurstöður sem
eigi að nota til að endurskoða
loftslagsáhrif sem fylgja nýtingu á
framræstu landi, og að þau séu nú
ofmetin. Umfjöllunin hratt af stað
umræðu á samfélagsmiðlum og
í öðrum fjölmiðlum sem átu upp
mistúlkunina og hömpuðu skýrslunni
sem mikilvægu innleggi og að það
væri bara bull að endurheimta
framræst votlendi. Allt sett fram að
því er virtist án þess að kynna sér efni
skýrslunnar eða önnur gögn.
Það voru mikil vonbrigði að
Landbúnaðarháskólinn skyldi ekki
leiðrétta þær mistúlkanir sem fram
komu í Bændablaðinu og teknar voru
upp í sama blaði af þingkonu nokkru
síðar.
Það er því miður enn talvert
langt í land með að ljúka nauð-
synlegum rannsóknum sem
tengjast landnýtingarhluta loftslags-
bókhaldsins.
Við vinnum eftir vel skilgreindum
áætlunum, þar sem takmörkuðum
fjármunum er forgangsraðað. Ísland
notar bestu fáanlegu þekkingu
hverju sinni og við munum ekki
fá neinn afslátt þegar kemur að gæðum
gagna og vísindalegum aðferðum
loftslagsbókhaldsins, úttektar-
aðilar eru fljótir að sjá í gegnum
óvönduð vinnubrögð.
Árni Bragason,
landgræðslustjóri.
Hamraendar á Snæfellsnesi, endurheimt votlendi. Mynd/ Iðunn Hauksdóttir
Gasmælingar snemma vors.
Mynd/ Sunna Áskelsdóttir
Árni Bragason.