Bændablaðið - 23.06.2022, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 23.06.2022, Blaðsíða 21
21Bændablaðið | Fimmtudagur 23. júní 2022 Skilgreiningarvandinn Einn stór þáttur vandamálsins liggur í loðnum skilgreiningum. Sumir eru ræktendur með enga atvinnustarfsemi, meðan aðrir eru rekstraraðilar. Hvenær ertu hrossaræktandi? Áhugamenn mega jú rækta folöld – en geta jafnvel, undir einhverjum kringumstæðum, sett sig í þá stöðu að vera í samkeppni við atvinnurekstur. Staðreyndin er sú að innlend hrossasala á ekki í djúpstæðu sambandi við skattayfirvöld. Framan af var frekar undantekning en regla að gefa upp hrossakaup. Boðið var á borðið. Gerð voru hrossaskipti. Í dag er þó kominn faglegri bragur á alla starfsemi þó kúrekar finnist enn. Af þessu leiðir að engar áreiðanlegar tölur er að finna um umfang innanlandssölu hrossa. Markaðurinn gæti verið stór, hann gæti verið lítill. Viðmælendur Bændablaðsins voru á einu máli um að margt hafi áunnist á tuttugu árum. Ekki sé langt síðan rassvasabókhald hafi verið regla frekar en undantekning og ekkert til sem kalla mætti rekstur. Í dag sé greiðslumórallinn allt annar, fjöldi fyrirtækja og einstaklinga hafi allt upp á borðum, styðjast við rafrænt bókhald og viðskiptavinum þyki flestum eðlilegt að borga fyrir bæði þjónustu og vöru. Virðisaukaskatturinn sé hins vegar sá þáttur sem enn stríðir gegn gegnsæi og heildaryfirsýn bókhaldsins. Vaskurinn Flestir þeir sem kaupa hross og þjónustu kringum þau stunda hestamennsku í frítíma. Þetta eru einstaklingar sem eru að borga fyrir sína frístund með sínum launum, bæði hérlendis og erlendis. Fæstir eru í rekstri. Fyrir þetta fólk munar miklu á virðisaukaskatti, hvort um sé að ræða 1 milljón eða 1.250 þúsund krónur fyrir hest, 100.000 eða 125.000 krónur fyrir tamningu, folatoll eða aðra þjónustu, tíu eða tólf þúsund fyrir kennslu eða járningu og svo framvegis. Því þykir það ekki óeðlilegt að athuga hvort ekki sé hægt að greiða fyrir vöru eða þjónustu án þess að gefa hana upp til skatts. Þrýstingurinn, að sögn viðmælenda Bændablaðsins, liggur fyrst og fremst hjá kaupendum, ekki seljendum eða þjónustuaðilum. Þannig grunar marga af viðmælendum Bændablaðsins að lægri virðisaukaprósenta gæti dregið úr hvatanum til að vanskrá viðskipti. Hvaða tölur eru til? Ef tilteknar eru tölur sem hægt er að sækja fyrir árið 2021 kemur eftirfarandi í ljós: Ísteka flutti út fullunnið efni úr blóði mera fyrir um 1,9 milljarða króna í fyrra. Framleiðsla á hrossakjöti voru rúm 830.000 tonn og voru heildarverðmæti fyrir það rúm 206 milljónir, þar af 132 milljónir í útflutning. Það gera tveggja milljarða króna útflutningstekjur vegna afurða hrossa, sem ekki eru nýtt sem reiðhross. Samkvæmt WorldFeng, uppruna­ ættbók íslenska hestsins, skiptu 7.396 hross um eigendur árið 2021, þar sem fyrri eigandi er staðsettur á Íslandi. Metár var í útflutningi hrossa árið 2021 en 3.341 hross fór utan samkvæmt tölum WorldFengs. Þar af voru 1.395 þeirra með undir 100 í kynbótamati (BLUP). Eins og fram hefur komið eru engar haldbærar upplýsingar til um veltu vegna hrossasölu innanlands, en hægt er að gera ráð fyrir að fjöldi sala innanlands sé töluverð miðað við fjölda eigendaskipta. Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru tekjur vegna útflutnings 3.256 hrossa rúm 2,25 milljarðar króna. Þegar tekjum er deilt niður á fjölda útfluttra hrossa blasir við að meðaltal á uppgefnu söluverði er um 690.000 krónur. Vanstilltar útflutningstekjur Eftir því sem Bændablaðið kemst næst þykir krónutalan 690.000, sem meðalverð á útfluttu hrossi, ansi langt frá rauntölum. Mörgum gæti þótt þetta óraunhæf tala. Það ber þó að nefna að margt getur skekkt þessa meðaltölu, m.a. að mörg hrossanna eru ekki að skipta um eigendur þótt þau séu á leið úr landi og því sé uppgefið verð við útflutning ekki verðmæti hrossins. Eins er fjöldi ótaminna tryppa einhver. Þá virðist hafa verið töluverður markaður með ódýrari hross ef marka má fjölda útflutningshrossa með lágt kynbótamat. Engu að síður voru flestir viðmælendur Bændablaðsins á því að tölur Hagstofunnar stæðust ekki skoðun. Margir beinlínis staðhæfðu að vegna þrýstings frá kaupendum, viðtakendum hrossanna erlendis, væri venjan að gefa upp lægra verð á pappírnum en raunverulegt söluverð hafi verið. Það sé gert til að minnka umfang virðisaukaskatts og innflutningsgjalda þegar hrossið lendir á nýjum heimahögum. Í Sviss er virðisaukaskattur í lægri kantinum. Þegar eingöngu er litið á meðalverð uppgefinna útfluttra hesta þangað hjá Hagstofunni kemur í ljós að meðalsöluverð er um 1.220 þúsund krónur. Á meðan er meðalverð hrossa sem fara til Þýskalands, sem hækkuðu virðisaukaskatt sinn úr 6% í 19% fyrir fáeinum árum, 590.000 krónur. Í Svíþjóð er virðisaukinn svipaður og hér heima, þar er uppgefið meðalsöluverð 690.000 kr. Áhrif undanskota eru þau að vægi atvinnugreinarinnar minnkar. Fyrrnefndar tölur sýna að útflutningstekjur vegna sölu íslenskra reiðhrossa eru á pari við útflutningstekjur annarra útflutningsafurða hrossa, þ.e. þegar tekin eru saman verðmæti hins umdeilda PMSG og kjöts. Beinharðar röksemdir mikilvægar Ingibjörg Sigurðardóttir segir skort á yfirsýn yfir hestatengda starfsemi hafa mikil og alvarleg áhrif á greinina í heild. „Til þess að fá vægi þarf að gefa upp og sýna fram á umfang starfseminnar. Það er einn helsti Akkilesarhæll geirans að hlutirnir eru ekki gefnir upp. Allt sem viðkemur að sækja um einhvers konar fjármagn eða stuðning byggir á að hafa sannfærandi rök fyrir því. Það er mikilvægt að geta sýnt fram á t.d. tekjur, veltu og umfang, hvort sem menn eru að tala við stjórnvöld eða samstarfsaðila erlendis. Í hestatengdri starfsemi vantar þessa röksemd,“ segir hún. Einnig skortir að hægt sé að aðgreina hestatengda starfsemi frá öðrum rekstri í tölulegum upplýsingum. Þegar stórt er spurt Viðmælendur voru spurðir um lausn á þessum rótgróna veikleika í atvinnugreinum tengdum íslenskri hestamennsku. Flestallir hömruðu á þætti virðisaukaskattsins. Ef hann yrði lækkaður myndu raunhæfari tölur sigla upp á yfirborðið atvinnugreininni í heild til bóta. Mikið verk er enn óunnið við kortlagningu og rannsóknir á umfangi og eðli hestamennsku á landsvísu og Ingibjörg telur að ráðast þurfi í gagngera þverfaglega heildarkortlagningu á atvinnugreininni, til að finna út raunverulegt umfang og veltu allrar starfsemi sem tengist íslenska hestinum. Myndin sýnir frumgerð af klasakorti hestatengdrar starfsemi á Norðurlandi vestra úr rannsókn Ingibjargar Sigurðardóttur og Runólfs Smára Steinþórssonar. Fyrir miðju er sú starfsemi sem þau flokka sem kjarnann í hinni hestatengdu starfsemi; ræktun lífhrossa og sláturhrossa. Út frá því skapast svo fjölbreytt hestatengd starfsemi, allt frá afurðavinnslu til sérhæfðrar þjónustu. Frá verðlaunaafhendingu kynbótahryssa á Landsmóti 2016. Margt hefur áunnist í rekstri og rekstrarskilyrðum hestamennskunnar á tuttugu árum. Fagmenn og fyrirtæki styðjast allra jafna við rafrænt bókhald og greiðslumórall viðskiptavina hefur breyst töluvert. Virðisaukaskatturinn er hins vegar sá þáttur sem enn stríðir gegn gegnsæi og heildaryfirsýn bókhaldsins. Mynd /ghp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.