Bændablaðið - 23.06.2022, Blaðsíða 49
49Bændablaðið | Fimmtudagur 23. júní 2022
trjám áberandi í slóvensku landslagi
enda geta evrópsk linditré orðið yfir
tíu alda gömul.
Í eina tíð voru trén bæði samkomu-
og helgistaður þar sem fólk safnaðist
saman undir greinum þess til að
hlýða á dóma, taka sameiginlegar
ákvarðanir, dansa, syngja, smella
kossum og gleðjast.
Í heiðni og frumkristni var til siðs
að hengja fórnir á greinar linditrjáa og
enn í dag er til siðs að strjúka stofni
trésins þegar gengið er framhjá því
til að auka á gæfu sína.
Trén eru sögð vernda hús fyrir
eldingum sem eru nokkuð tíðar í
landinu og greinar sem settar voru
í eða við glugga sagðar bægja frá
nornum og illum öndum en bjóða
hið góða velkomið í húsið.
Þjóðsögur herma að víða í
Slóveníu sé að finna falda fjársjóði
sem féheldnir nískupúkar hafa grafið
í jörð og gróðursett lindi- eða perutré
ofan á gullinu til að merkja staðinn.
Samkvæmt gamalli þjóðtrú
gat linditré leitt saman tilvonandi
brúðhjón. Ógift heimasæta í leit
að eiginmanni gat á aðfangadag
jóla farið að næsta linditré, faðmað
stofninn og síðan brotið af því grein
sem hún brenndi, því næst drakk hún
öskuna í vatni um leið og hún bað tréð
að finna fyrir sig álitlegan ektamann.
Sagt er að öskulögurinn hafi gert
rjóðar heimasætur enn glæsilegri en
vanalega í augum karlkynsins.
Viður linditrjáa er léttur og mjúkur
og því góður í minni nytja- og
listmuni, greinarnar má tága í körfur
og skikkjur. Blóm og blöð voru notuð
í lækningaskyni.
Partinaca sativa L. var
fleischmanni
Í grasagarðinum og í hlíðunum
við kastalann í Ljubljana finnst
nípuafbrigði sem kallast Partinaca
sativa L. var fleischmanni. Afbrigðið
er sérstakt að því leyti að það hefur
ekki fundist villt annars staðar í
heiminum. Plantan er tvíær og nær
um eins metra hæð, blöðin eru
fjaðurlaga og sérstök að því leyti að
þau eru þykkari og dekkri en almennt
gerist hjá nípum.
Afbrigðið er nefnt í höfuðið á
grasafræðingnum Andrej Fleisch-
mann sem uppgötvaði tegundina í
hlíðum kastalans um 1820 og flutti
eintak af henni í grasagarðinn.
Nokkrum áratugum eftir að
Fleischmann flutti plöntuna í
grasagarðinn fannst hún ekki lengur
í hlíðunum umhverfis kastalann
og úrskurðuð útdauð í náttúrunni.
Ástæða þess er meðal annars
sögð vera ásókn grasafræðinga og
plöntusafnara í eintak af plöntunni,
að þeir hafi hreinlega eyðilagt
vaxtarsvæði hennar.
Fyrr á þessari öld var tegundinni
plantað aftur í kastalahlíðinni og í
Tívolí almenningsgarðinum þar
sem hún dafnar ágætlega. Fyrir
þann tíma hafði plantan lifað af í
um 200 ár í umsjá garðyrkjumanna
í grasagarðinum án þess að vekja
teljandi athygli.
Kaktusar og aðrir þykkblöðungar framan við þjónustu- og upplýsingamiðstöð
grasagarðsins.
Stæðileg rifblaðka.
Nílarsef.
Rætur beykis, Fagus sylvatica.
FUSION
Verð frá:
13.490.000
+ vsk
Framvél - F3100 - 2.790.000 + vsk.
Afturvél - R3100 - 2.690.000 + vsk.
Verð: 5.190.000 + vsk.
GÆÐI I STYRKUR I ENDING
Verð miðast við gengi EUR 138
Ef fram- og afturvél eru keyptar saman:
TILBOÐ!
Íslensk framleiðsla
á Bílskúrs- og Iðnaðarhurðum
564-0013 | 865-1237