Bændablaðið - 23.06.2022, Blaðsíða 43

Bændablaðið - 23.06.2022, Blaðsíða 43
43Bændablaðið | Fimmtudagur 23. júní 2022 Jurtin tengist göldrum og er sögð auðvelda sálnaflakk. Dilla (Anethum graveolens). Einær jurt sem getur orðið 60 sentímetra há og best er að sá beint út í maí eða júní. Fremur auðveld í ræktun en þolir illa flutning. Dafnar best í næringarríkum moldarjarðvegi á hlýjum og skjólgóðum stað. Æskilegt bil á milli plantna er 30 til 40 sentímetrar. Gömul ræktunarjurt sem þykir góð með laxi, skelfiski, lambakjöti og yfir kartöflusalatið. Fræin bragðsterkari en blöðin og eru meðal annars notuð til að krydda súrar agúrkur, graflax og silung. Jurtin er sögð róandi og voru dillvendir notaðir til að svæfa börn. Eggert Ólafsson minnist á dill í Lachanologia sem kom út 1774: ,,Dilla er kúmeni nærskylt og svipuð jurt, er hér á landi hefur vaxið, vill hún álíka jörð hafa, og brúkast til að gefa ýmsum matvælum góðan smekk. Fræið dreifir útvortis meinsemdum, gefur svefn, mótstendur hiksta og klígju, temprar holdsins frygð.“ Nafnið fékk jurtin vegna þess að það þótti gott ráð fyrir mæður með börn á brjósti að þær tyggðu dulítið dilluknippi áður en þær settu börnin á brjóst, væru þau óróleg. Seyði af dillu er róandi og svæfandi. Einnig gott fyrir konur meðan á tíðahvörfum stendur. Að dilla barni merkir að róa það og svæfa. Einir (Juniperus communis). Lágvaxinn og oft jarðlægur runni sem getur orðið nokkurra metra breiður og er eina barrtréð sem vex villt hér á landi. Könglarnir eða berin dökkblá. Þurrkuð og mulin eru þau sæt á bragðið og þykja gott krydd með villibráð. Einiber gefa gini, séníver og ýmsum líkjörum sitt sérstaka bragð. Gamalt heiti á eini er eldstré og sagt var að hægt væri að hylja glóð í einivið í marga mánuði án þess að hún kulnaði. Gömul trú segir einnig að til að afstýra húsbruna sé gott að hafa eini í húsinu. Á Norðurlöndum var einirinn talinn vörn gegn göldrum og tengjast gamalli frjósemisdýrkun. Estragon/Fáfnisgras/tarragon (Artemisia dracunculus). Fjölær jurt sem getur orðið rúmur metri á hæð. Dafnar úti á góðum stað á sumrin en er einær nema í gróðurhúsi. Rússnesku estragoni er sáð en frönsku og þýsku fjölgað með skiptingu og græðlingum. Gengur undir ýmsum nöfnum, franskt, þýskt eða rússneskt tarragon eða estragon. Franskt og þýskt þykir betra en rússneskt sem heitir reyndar A. dracunculoides á latínu. Ómissandi með nautakjöti og í bernaisesósu. Jurtin er sögð verndandi og róandi og gott að hafa hana á borði til að gestir upplifi sig velkomna á heimilinu. Heitið estragon er til í bókhaldi Skálholtsstaðar frá tíð Brynjólfs biskups og því gott og gilt en fáfnis- gras er verulega góð og falleg þýðing. Fennil (Foenicula vulgare var dulce). Fjölær jurt sem er ræktuð sem einær hér á landi og getur náð ríflega metra hæð við góðar aðstæður. Stöngullinn sterklegur, blöðin fínleg og blómin gul. Best er að rækta fennil í pottum en gengur ágætlega í beði á hlýjum og sólríkum stað. Sáð inni um miðjan apríl og sett út snemma í júní. Þolir illa að þorna og þarf töluvert vatn. Plantan er öll nýtt, blöðin góð í súpur, sósur og salöt. Hnúðarnir flysjaðir og snögg soðnir. Fræin eru notuð til að krydda sterka drykki eins og Absinth, Fernet Branca og Underberg. Fennil er upprunnin við Mið - jarðarhafið og er gömul lækningajurt. Rómverjar tengdu fennil við sjónina og töldu hana lækna gláku. Fennil var stundum kölluð sígóð í garðyrkjubókum liðinnar aldar. Fjörukál (Cakile maritima ssp. arctica). Einær safarík planta. Stönglarnir jarðlægir en sveigjast upp á endunum, allt að 30 sentímetra háir. Blöðin kjötkennd og blágræn að lit. Blómin hvít og blómstra í júní. Algengt í fjörum frá Hornafirði til Dýrafjarðar þar sem fjörukál myndar oft þéttar breiður. Þekkt undir heitunum strandkál, strandlungnajurt, strandbúi eða þykkblöðóttur strandbúi. Nafnið fjörukál líklega íslenskt alþýðuheiti. Björn Halldórsson kallar jurtina sæarfa í Grasnytjum. Fjörukál var lítillega notað til manneldis fyrr á öldum. Blöðin þóttu góð í salat en nokkuð sölt og því betri í súpur. Ræturnar þóttu góðar soðnar í mjólk og stappaðar. Plantan var talin góð við hjarta- og brjóstveiki, einnig sögð græðandi og drepa orma. Björn Halldórsson segir að plantan hafi verið sköpuð af þeirri hæstu forsjón til þess að sjómaður, sem verður að lenda á eyðisandi, hafi þó strax nokkuð sem endurnæri hann. Gæsajurt (Chamaemelum nobile). Fjölær jurt en ræktuð sem einær hér. Sáð inni snemma í maí eða úti í júní. Dafnar best á sólríkum stað. Nær 40 sentímetra hæð, blómin hvít með gulu auga og líkjast baldursbrá. Blöð og blóm þurrkuð fyrir notkun. Góð í te og við svefnleysi. Vex villt í Evrópu og Norður-Ameríku. Seyði jurtarinnar notað til að lýsa hár og sagt gott við innantökum. Gulmaðra (Galium verum). Upp af rauðum jarðstöngli vex 15 til 40 sentímetra langur uppréttur stöngull. Blöðin mjó og niðursveigð, 6 til 12 saman, og mynda kransa. Blómin lítil og gul að lit, ilmgóð. Blómgast í júní. Algeng á þurru valllendi um allt land.Þessi jurt hefur verið nefnd nöfnum eins og fegra og fegrujurt, gula maðra, gulmaðra og gullmaðra. Eggert Ólafsson nefnir hana hundagras í dagbókum sínum og Björn Halldórsson möðru með gulu blómstri, en heitið Maríu meyjar sængurhjálmur er dönskuþýðing. Jurtin er sögð græðandi, blóðstillandi og styrkjandi því gott þótti að leggja blöð hennar við lúna limi og veikar sinar. Maðran var einnig notuð til að hleypa ost og gefa honum gulan lit. Hún er ilmsterk en þykir þægileg í hófi. Hjartafró/sítrónumelissa (Melissa officinalis). Fjölær ef hún fær gott vetrarskjól og því best að rækta hana í potti og taka inn yfir veturinn. Sáð inni í mars, þrífst best í næringarríkum og vel framræstum jarðvegi og nær um 50 sentímetra hæð. Blöðin, sem eru löng og mjó, eru notuð í te og ýmiss konar matseld í Austurlöndum fjær og til að bragðbæta ís. Líklega upprunnin í Suður-Evrópu og Norður-Afríku en hefur breiðst þaðan um heiminn. Seyði af jurtinni sagt viðhalda heilastarfseminni, róa hugann, gott við kvefi og skalla. Frægur svissneskur læknir á 16. öld taldi plöntuna allra meina bót og gerði menn allt að því ódauðlega. Sé ferskum blöðum nuddað við húðina eru þau sögð fæla burt moskítóflugur. Hjólkróna (Borago officinalis). Einær jurt sem nær 50 til 60 sentímetra hæð. Forræktuð inni eða sáð beint í beð. Kýs rakan jarðveg. Blóm og blöð notuð í drykki, sósur og eftirrétti. Upprunnin í Mið-Austurlöndum. Keltar tengdu hjólkrónu við hugrekki og drukku mjöð kryddaðan með henni fyrir orrustur. Plantan er sögð auka blóð- streymið og vera hjartastyrkjandi. Mynta/hrokkinmynta/piparmynta (Mentha spicata og Mentha × piperita). Fjölærar plöntur og auðveldar í ræktun. Duglegar að dreifa sér með rótarskotum og ná 40 til 50 sentímetra hæð. Í grískri goðafræði er Minta glæsimey sem Hades, guð undir- heimanna, var ástfanginn af, en hann var giftur Persefónu, dóttur Seifs. Góð í kryddsmjör og með lambakjöti. Notuð í sælgæti og til að hjúpa tannþráð. Piparmyntute er þjóðardrykkur Marokkó. Mynta er ómissandi í mojito, sem var uppáhaldsdrykkur rithöfundarins Ernests Heming- way. Í góðan mojito þarf klaka, 12 myntulauf, ½ lime sem skorið er í þrjá báta, eina matskeið af hrásykri, 6 sentílítra romm og 12 sentílítra sódavatn með lime-bragði. Myntulaufið er sett í hátt glas ásamt tveimur lime-bátum og hrásykri og mulið saman. Því næst er glasið fyllt með muldum klaka og rommi, sódavatninu bætt út í og hrært. Að lokum skal skreyta glasið með myntulaufi og lime-báti. Hrokkinmynta er rammari og bragðsterkari en piparmynta. Piparmynta er blendingstegund sem myndar ekki fræ og því þarf að fjölga henni með skiptingu. Það er fyrst og fremst pipar- myntan sem notuð er í sælgæti. Hrokkinmynta er sú sem kölluð er spearmint á ensku. Ísópur (Hyssopus officnalis). Fjölær jurt, 30 til 50 sentímetrar á hæð. Blómin lítil, dökkblá, hvít eða bleik. Ilmsterk. Dafnar best í sól en gerir litlar kröfur til jarðvegs og þykir best að hafa hann þurran og næringarsnauðan. Æskilegt bil á milli plantna er 20 til 30 sentímetrar. Þekkt kryddjurt í Suður-Evrópu. Greinarnar klipptar af við blómgun og hengdar til þerris. Hafðar í te og til að bragðbæta kjötrétti. Kerfill (Myrrhis odorata). Spánarkerfill vex villtur í Evrópu og Asíu en hefur verið ræktaður sem garðjurt hér og dreift sér mikið. Dafnar vel í hálfskugga. Í Íslenzk garðyrkjubók, sem Móritz gaf út 1883, segir að kerfill dafni vel í Reykjavík og að hann geti þrifist um allt land. Forn-Grikkir notuðu kerfil sem krydd og Rómverjar borðuðu hann sem grænmeti. Kóríander (Coriandrum sativum). Einær jurt sem nær 50 sentímetra hæð. Blómin hvít eða bleik. Fremur viðkvæm og nauðsynlegt að forrækta innandyra. Sáð í apríl. Öll plantan er nýtt. Anískeimur af blöðunum en fræin eru með öðrum keim, sterkum og sætum. Ævagömul nytjaplanta sem getið er í Biblíunni og egypskum papírushandritum. Um hálfur lítri af kóríander- fræjum fannst í steingröf egypska faraósins Tutankhamun og þar sem kóríander vex ekki villt í Egyptalandi má reikna með að Egyptar til forna hafi ræktað það. Á miðöldum þótti kóríander ómissandi í ástardrykki. Mikið notað í sósur og karrírétti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.