Bændablaðið - 23.06.2022, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 23.06.2022, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. júní 2022 FRÉTTIR Undirbúningur fyrir upptöku erfðamengisúrvals í íslenskri nautgriparækt er svo gott sem kominn á lokastig. Ætlunin er að skipta hefðbundnu kynbótamati út fyrir nýtt erfðamat í haust en grunnurinn að erfðamati liggur í arfgerðargreiningum nauta, kúa og kvígna. Umsjónarmenn verkefnisins eru Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur í nautgriparækt hjá RML og Sæmundur Sveinsson, fagstjóri í erfðafræði hjá Matís. Sýnataka og greining hafin Að sögn Guðmundar hófust sýnatökur úr kvígum í vetur þegar sýni voru tekin um leið og gripur er einstaklingsmerktur. „Sýni sem þannig verða til er safnað af mjólkurbílunum um allt land og þau síðan send til MS að Bitruhálsi í Reykjavík. Þangað sækir starfsfólk Matís sýnin og framkvæmir á þeim erfðagreiningar. Sæmundur segir að starfsfólk faghóps í erfðafræði á Matís hafi nú þegar hafið greiningar í þessum sýnum. „Í vor kom greiningartæki til landsins en fram til þess hafa sýni verið send til Danmerkur til greiningar.“ Stefnan er að Matís greini átta til níu þúsund sýni á ári þannig að um er að ræða umfangsmikið og viðvarandi verkefni. Mikil hagræðing að greina innanlands Umsjónarmenn verkefnisins segja að ekki þurfi að fjölyrða um hagræði þess að framkvæma greiningar innanlands. „Þegar erfðamengisúrval kemur til framkvæmda liggur fyrir að greina þarf bæði fljótt og vel sýni úr þeim nautkálfum sem hugsanlega á að kaupa til sæðistöku. Það ferli þarf að taka eins stuttan tíma og mögulegt er en taka þarf sýni úr kálfunum, greina þau og reikna erfðamat áður en ákvörðun um kaup er tekin. Með því að arfgerðargreining- arnar fari fram hjá Matís sparast dýrmætur tími sem annars hefði farið í að senda sýnin utan með tilheyrandi kostnaði. Erfðaefni allra greindra ein- w wv staklinga verða geymdir í frysti á Matís og hægt að grípa til þeirra ef ástæða þykir til að greina þau frekar í framtíðinni, t.d. með heilraðgreiningum. Sá tækjabúnaður sem Matís fjárfesti í getur jafnframt nýst til stórfelldra erfðagreininga í öðrum búfjárstofnum, s.s. hrossum og sauðfé,“ segir Sæmundur. Gott samstarf við MS Greining sýna er að komast í fullan gang enda sýni farin að berast frá bændum. Innan RML og Matís er mikil ánægja með þetta samstarf. Guðmundur segir að ekki megi gleyma hinum mikilvæga hlekk sem söfnun sýnanna er og að þar hafi Auðhumla og MS sýnt verkefninu ákaflega mikla velvild sem þakka ber fyrir. „Með söfnun sýna með mjólkurbílunum hefur okkur tekist að koma á einu skilvirkasta söfnunarkerfi DNA-sýna í heiminum en víðast annars staðar senda bændur þessi sýni með póstþjónustunni.“ /VH Um er að ræða húsnæði og rótgróInn rekstsur sem hefur verið í sömu fjölskyldunni s.l. 34 ár. Um er að ræða mjög gott og vel við haldið hús alls 190 fm sem stendur í alfaraleið á 2,503 fm malbikaðri lóð með góðri eldsneytis- og þjónustuaðstöðu fyrir umferð um svæðið. Verslunin þjónar mjög stóru svæði, þ.e. Árnesi og nágrenni ásamt ógrynni sumarhúsa og lögbýla, bílaumferð ferðamanna, þjónustu-,og atvinnubifreiða. Í nágrenninu er tjaldsvæði Árness og sundlaug með mikilli umferð sumarið um kring sem nýta sér verslun og þjónustu verslunarinnar. Það styttist í að Þjórsárbrúin verði að veruleika sem mun mjög líklega auka umferð og viðskiptin ásamt frekari uppbyggingu ferðaþjónustu í Þjórsárdal Reksturinn samanstendur af veitingasölu, grilli, fjölbreyttri matvöruverslun með allar helstu nauðsynjar ásamt bensín og olíusölu með samningi við N1 TIL SÖLU Verslunin Árborg Árnesi Ólafur B. Blöndal Löggiltur fasteigna- fyrirtækja- og skipasali s. 690 0811 olafur@gimli.is Rannsóknir: Arfgerðargreiningar íslenskra nautgripa Rakel Steinarsdóttir, ábúandi og ungamamma á Suðurbænum Ökrum á Mýrum, er að reyna fyrir sér með uppeldi á æðar- ungum sem hún klekur úr eggjum í útungunarvél. Hugmyndin er að koma upp æðavarpi í kringum hús Rakelar eða á landskikka sem liggur við sjó. „Ég fékk egg hjá bændum í nágreni við mig og það hefur gengið vonum framar að unga þeim út og ég er kominn með 35 unga í garðinn og þeim á eftir að fjölga ef allt gengur að óskum.“ Útungunarvélin er í forstofunni hjá Rakel og eftir að ungarnir klekjast út sér hún um uppeldið. „Ég fer með unganna í göngutúr niður að sjó þar sem ég leyfi þeim að synda og svo gef ég þeim að borða þannig að ég hef gengið þeim í móðurstað og það er ótrúlegt hvað ungarnir eru ólíkir innbirgðs og hver og einn hefur sinn sérstaka karakter. Rakel segir að sem stendur hafi hún ekki aðgang að öðru landi undir varpið en garðinn í kringum íbúðarhúsið sitt. „Ég er að leita að hentugu svæði fyrir varpið í framtíðinni og vil gjarnan heyra í hverjum þeim sem gæti aðstoðað mig í að finna hentugan skika við sjó.“ Að sögn Rakelar venjast ungarnir á ákveðið heimasvæði í sumar og í haust fara þeir út á sjó með öðrum æðarfuglahópum. „Vonandi skila sumir þeirra sér aftur heim næsta vor. Fuglarnir verða kynþroska á öðru eða þriðja ári og ég geri ráð fyrir að unga úr fleiri eggjum á næsta og þar næsta ári til að byggja um varpstofn. Að þeim tíma liðnum geri ég mér svo vonir um að einhverjir fugla geri sér hreiður annað hvort í garðinum hjá mér eða á skika sem mér áskotnast.“ /VH Hlaupaæfing í fjörunni. Myndir / Rakel Steinarsdóttir Æðarungar í eldi: Ungamamman á Ökrum Rakel segir ótrúlegt að sjá hvað köfun er innbyggð í eðli unganna. Snyrting í fjörunni og snattast í kringum Rakel Steinarsdóttir ungamömmu. Arfaðgerðagreinir. Á innfeldu myndunum má sjá Sæmund Sveinsson fagstjóra í erfðafræði hjá Matís til vinstri og Guðmund Jóhannesson, ráðunaut í nautgriparækt hjá RML til hægri. Mynd af Arfaðgerðagreini / Matís
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.