Bændablaðið - 23.06.2022, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 23.06.2022, Blaðsíða 28
28 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. júní 2022 LÍF&STARF ÆÐARBÆNDUR! Hreinsun er komin í fullan gang! Getum bætt við okkur æðardúni í hreinsun og sölu. Greiðum flutningskostnað. Allar nánari upplýsingar veitir: Erla Friðriksdóttir í síma 899 8369 & erla@kingeider.is Dúnhreinsun - Nesvegur 13 - 340 Stykkishólmi Samkvæmt skráningu Æðar- ræktarfélags Íslands eru æðar- bændur á landinu rúmlega 380 og staðsettir um allt land að söndunum á Suðurlandi undanskildum. Margrét Rögnvaldsdóttir, formaður félagsins, segist ekki hafa heyrt annað en að útlitið í greininni sé gott. „Ég hef hvergi heyrt annað en að varpið líti vel út og að fuglinn hafi skilað sér vel alls staðar og ég hef ekki heyrt um fuglaflensu í æðarfugli.“ Verð hækkað „Dúnn lækkaði töluvert í verði fyrir þremur eða fjórum árum og það seldist lítið af honum og bændur sátu uppi með birgðir en salan fór aftur að glæðast á síðasta ári og verðið hefur hækkað aftur og þegar það var sem hæst fór kílóið á rúmar tvö hundruð þúsund krónur.“ Margrétt segir að markaður fyrir dún sé víða í heiminum. „Til dæmis Japan og Þýskaland, en svo eru sífellt fleiri einstaklingar og fyrirtæki farin að selja fullunnar vörur eins og kodda, sængur og fatnað, sem eru markaðssettar á netinu og því um talsverða þróun í markaðsmálum æðar- bænda að ræða.“ Markmiðið að efla æðarrækt Æðarræktarfélag Íslands var stofnað árið 1969 og félagar eru þeir sem njóta hlunninda af æðarvarpi og þeir sem hafa áhuga fyrir æðarrækt og stofnun nýrra varpstöðva. Á heimasíðu Æðarræktarfélags Íslands segir að félagið vinni að því að efla æðarrækt, meðal annars með því að stuðla að rannsóknum, fræðslu og leiðbeiningum um atvinnugreinina og leita leiða til að draga úr tjóni í æðarvörpum af völdum vargs. Auk þess sem félagið fylgist með sölu á æðardúni og styður við markaðsmál, með útgáfu kynningarefnis. /VH Kolla við hreiður. Myndir / Æðarræktarfélag Íslands. Æðarræktarfélag Íslands: Útlitið í greininni gott Valgeir Benediktsson, ábúandi í Árnesi í Árneshreppi, segir að æðarfugl hafi skilað sér mjög seint í vor miðað við í meðalári og að vætutíð sé að spilla dúntekjunni. „Fuglinn hefur stundum verið byrjaður að setjast upp í Árnesey í endaðan apríl en í ár fórum við út í eyju í byrjun maí og þá sást lítið af fugli í henni og kringum hana og enginn fugl farinn að verpa. Eina skýringin sem ég hef á þessu er að fuglinn hafi verið einhvers staðar í æti og tafist. Við fórum aftur út í eyju um 20. maí og þá var varp minna en í meðalári en svo var fuglinn farinn að sjást talsvert á fjörum í kringum mánaðamótin maí og júní.“ Vætutíð spillir dún Eftir að vera búinn að fara þrisvar yfir eyjuna segir Valgeir að hann telji hana vera orðna fullorpna þrátt fyrir að hann telji fugla í eyjunni vera færri í ár en oft áður. „Það er allt of snemmt að segja hver endanleg tekja verður í ár því að við erum ekki búin að tína allt enn. Veðrið hefur verið óhagstætt og mikið rignt þannig að ég veit ekki hvað kemur til með að skila sér að lokum. Nýting á dún sem hefur blotnað er verri en í þurrkatíð. Ég á því ekki von á neinni mettekju í ár. Vorið í fyrra var þurrt sem gerði varpinu og tínslunni mjög gott, enda þurrt vor það sem skiptir mestu til að fá góðan dún. Í langverandi rigningu eins og í ár geta kollurnar illa hlíft eggjunum fyrir bleytu og þó að það rigni ekki í mitt hreiðrið síast alltaf bleyta í dúninn og eggin og slíkt spillir varpinu.“ Talsvert af dauðum máfi í fjörunum Þegar Valgeir er spurður hvort hann hafi nokkuð orðið var við mikið af dauðum fugli í vor og vísað er til fuglaflensu segir hann alltaf finnast eitthvað af dauðum fuglum á hverju vori. „Fjöldi dauðra æðarfugla í eyjunni er svipaður og undanfarin ár og ég hef ekki tengt það sérstaklega við fuglaflensu. Mér finnst aftur á móti vera meira af dauðum máfi í fjörunum en hef haldið mig frá hræjunum og ekki verið að skoða þau neitt sérstaklega.“ Refur í fyrsta sinn vargur í Árnesey Að sögn Valgeirs var refur í fyrsta sinn vargur í Árnesey í fyrravor að hans viti. „Í fyrravor urðum við vör við mikið af eggjum sem voru grafin í sand víða í eyjunni eins og refir gera. Auk þess sem það er óvanalegt að refur syndi langar leiðir. Í þessu tilfelli var um að ræða stekk á greni í landi sem hafði greinilega synt margar ferðir út í eyju til að komast í æti fyrir yrðlingana en fékk að lokum óblíðar viðtökur og var felldur,“ segir Valgeir Benediktsson æðarbóndi. /VH Dún safnað í Árnesey í Árneshreppi. Mynd / Hrefna Þorvaldsdóttir. Árnesey í Árneshreppi: Fuglinn skilaði sér seint Helstu æðarræktarstaðir á landinu. Margrét Rögnvaldsdóttir, for- maður Æðarræktarfélags Íslands, hreinsar dún. Fuglinn hefur stundum verið byrjaður að setjast upp í Árnesey í apríl. Mynd / Þórdís Una Gunnarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.