Bændablaðið - 23.06.2022, Blaðsíða 51

Bændablaðið - 23.06.2022, Blaðsíða 51
51Bændablaðið | Fimmtudagur 23. júní 2022 Vinsamlega hafið samband við Björgvin Guðjónsson, búfræðing og löggiltan fasteignasala í síma 510-3500 og 615-1020 eða á netfangið bjorgvin@eignatorg.is Skipholt 50b, 105 Reykjavík Vegna aukinnar eftirspurnar óskum við eftir bújörðum á söluskrá STRANDSVÆÐISSKIPULAG VESTFJARÐA Félagsheimlinu Baldurshaga Bíldudal Félagsheimilinu Bolungarvík Hnyðju í Þróunarsetrinu Hólmavík 21. júní kl. 16:30-18:30 22. júní kl. 16:30-18:30 23. júní kl. 16:30-18:30 Frekari kynningarfundir verða auglýstir síðar. Allir sem vilja sig láta varða skipulag svæðisins eru hvattir til að kynna sér skipulagstillöguna. Allir sem þess óska geta komið á framfæri ábendingum og gert athugasemdir við skipulagstillöguna og umhverfismat hennar. Frestur til að koma skriflegum athugasemdum á framfæri er til 15. september 2022. Athugasemdum skal skilað bréflega til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík, með tölvupósti á netfangið hafskipulag@skipulag.is eða um athugasemdagátt á www.hafskipulag.is. Svæðisráð Vestfjarða Nánari upplýsingar má nálgast á hafskipulag.is. Fyrir liggur tillaga að Strandsvæðisskipulagi Vestfjarða 2022 sem kynnt er samkvæmt 12. gr. laga um skipulag haf- og strandsvæða nr. 88/2018. Í skipulagstillögunni er sett fram stefna um nýtingu svæðis sem nær yfir firði og flóa frá Bjargtöngum í suðri að Straumnesi í norðri. Skipulagstillagan ásamt umhverfismati er aðgengileg á www.hafskipulag.is og liggur jafnframt frammi hjá Skipulagsstofnun í Reykjavík og á skrifstofum Vesturbyggðar, Tálknafjarðarhrepps, Ísafjarðarbæjar, Bolungavíkurkaupstaðar, Súðavíkurhrepps og Strandabyggðar. Kynningarfundir um skipulagstillöguna verða haldnir á eftirfarandi stöðum: Skipulagsstofnun - Borgartúni 7b - 105 Reykjavík VELKOMIN ÚT Í SKÓG 25. JÚNÍ 2022 #lifilundi LÍF Í LUNDI SJÁ NÁNAR Á WWW.SKOGARGATT.IS er undan Orra frá Þúfu í Landeyjum og Þoku frá Hólum. Þrettán tíur Nokkrar tíur litu dagsins ljós á kynbótabrautinni en fyrir utan tíuna sem Lýdía hlaut fyrir samstarfsvilja hlaut Álfamær 10 fyrir skeið og Sólfaxi frá Herríðarhóli hlaut 10 fyrir tölt og hægt tölt. Hann er einn af þremur hrossum sem hefur hlotið 10 fyrir þessa eiginleika í sama dómi og eini núlifandi stóðhesturinn, en hin hrossin eru Katla frá Ketilsstöðum og Arion frá Eystra-Fróðholti. Sólfaxi er sex vetra undan Óskasteini frá Íbishóli og Hyllingu frá Herríðarhóli sem er undan Herkúles og Hamingju, bæði frá Herríðarhóli. Það var Árni Björn sem sýndi Sólfaxa en hann hlaut fyrir sköpulag 8,69 og fyrir hæfileika 8,41 sem gerir 8,51 í aðaleinkunn. Ræktandi Sólfaxa er Ólafur Arnar Jónsson en eigandi er Grunur ehf. og Anja Egger-Meier. Níu hross hafa hlotið 10 fyrir eiginleika í sköpulagi, ein fyrir höfuð, Valdís frá Auðsholtshjáleigu og átta fyrir prúðleika; Sindri frá Lækjamóti, Spennandi frá Fitjum, Kórall frá Hofi á Höfðaströnd, Teningur frá Víðivöllum fremri, Grettir frá Ásbrú, Lína frá Efra-Hvoli, Blesi frá Heysholti og Léttir frá Þóroddsstöðum. Hæst dæmdi klárhestur landsins Mette Mannseth sýndi Hannibal frá Þúfum í byrjun júní og hlaut hann fyrir sköpulag 8,66 og fyrir hæfileika 8,69 en það gerir 8,68 í aðaleinkunn. Hannibal er því hæst dæmdi klárhesturinn staðsettur á Íslandi. Hann er þriðji hæst dæmdi klárhestur í heimi á eftir þeim Kveik frá Stangarlæk 1 (8,76) og Arthúri frá Baldurshaga (8,69) en bæði Arthúr og Kveikur eru nú í Danmörku. Konsert með flest sýnd afkvæmi Konsert frá Hofi á flest sýnd afkvæmi það sem af er ári, eða 43 afkvæmi, sem hlotið hafa fullnaðardóm á árinu, ef skoðuð eru bara þau hross sem sýnd hafa verið á Íslandi eru þau 39 talsins. Þegar skoðuð er sýningarskrá fyrir Landsmót inn á WorldFeng standa þar efst afkvæmi Konserts í flokki 6 vetra stóðhesta, Magni frá Stuðlum, og í flokki 6 vetra hryssna, Díva frá Austurási. Díva hlaut í aðaleinkunn 8,77 en það var Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir sem sýndi Dívu og Magni hlaut 8,56 í aðaleinkunn en það var Árni Björn Pálsson sem sýndi hann. Næstir í röðinni hvað varðar fjölda sýndra afkvæma eru þeir Skýr frá Skálakoti með 38 afkvæmi (36 á Íslandi) og Spuni frá Vesturkoti með 36 afkvæmi (30 á Íslandi). Ótrúlegur árangur hjá Garðshorni á Þelamörk Birna Tryggvadóttir Thorlacius og Agnar Þór Magnússon eru á bakvið ræktunina á Garðshorni á Þelamörk. Þó það sé erfitt að draga eitt ræktunarbú út eftir árangur vorsins þá verða þau að fá smá úttekt þar sem efstu hrossin í 4 vetra flokki hryssna og 4 vetra flokki stóðhesta er ræktuð af þeim og þeir Adrían og Leynir eru báðir í mikilli sókn að vinna Landsmót, hvor í sínum gæðingaflokknum. Leynir frá Garðshorni á Þelamörk og knapi hans Eyrún Ýr Pálsdóttir þykja sigurstrangleg í A flokki á Landsmóti hestamanna í byrjun júlí. Gandi er mældur 157 cm á hæð á herðakamb en ekkert íslenskt hross hefur verið mælt svo hátt áður. Mynd / Aðsend
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.