Bændablaðið - 23.06.2022, Blaðsíða 40
40 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. júní 2022
Óvenjusnemmbær hitabylgja
hefur dunið yfir fylkinu Bihar í
Norður-Indlandi vikum fyrr en
venjulega með þeim afleiðingum
að mangóuppskera hefur gjör-
eyðilagst að mestu.
Bihar er þekkt fyrir afar fjölbreytt
úrval af mangóum og því er viðurværi
þeirra þúsunda smábænda ógnað
sem rækta ávextina. Að auki hefur
uppskerubresturinn mikil áhrif á
þær milljónir manna til viðbótar sem
neyta þeirra, en talið er að 65–70%
uppskerunnar sé ónýt í fylkinu Bihar
í Indlandi.
Uppskerubrestur
Samkvæmt fréttamiðlinum www.
hindustantimes.com, kemur fram að
vísindamenn landbúnaðarháskólans
á staðnum telji allt hafa farið miður
sem getað kunni, síðan mangóin hófu
að þroskast nú í mars síðastliðnum.
Snemma fór að sumra þetta árið
og lítið var um rigningu sem olli
því að blóm mangósins og ávextir
þroskuðust seint og illa, en þau sem
náðu sér eitthvað á strik voru afar
smágerð. Það sem gerði slæmt verra
voru svokallaðir mangómaðkar,
rauðleitir kálormar sem lögðu lið
sitt við að skemma það sem
bitastætt var.
Hár hiti gerði einnig
kálormunum auðveldara fyrir
við vöxt stofnsins og eins og staðan
er núna herja þeir enn á þá litlu
uppskeru sem eftir er.
Alvarlegt ástand vegna
loftslagsbreytinga
Bihar, sem er í fjórða sæti á lista yfir
framleiðsluríki Indlands þegar kemur
að mangóræktun, framleiðir meira en
15 tonn af ávextinum við venjuleg
veðurskilyrði, en þarna er greinilega
um áhrif loftslagsbreytinga að
ræða að mati vísindamanna
landbúnaðarháskólans.
Forstöðumaður vísindadeild
arinnar segir að aldrei áður hafi
mangóframleiðsla verið jafn lítil
í ríkinu – að minnsta kosti ekki
síðastliðin 50 ár. Þetta sé grafalvarlegt
ástand enda haldi virði
uppskerunnar fjölskyldum þeirra
uppi allt árið.
Á vefsíðu Hindustan Times kemur
fram að Amarendra Pratap Singh
landbúnaðarráðherra bendi á að auk
uppskerubrestsins í mangórækt hafi
hitabylgjan í Bihar haft svipuð áhrif
á aðra ræktun.
Hann tók einnig fram að ástandið
félli undir náttúruhamfarir og því
sæi hann fyrir sér að reynt yrði að
bæta garðyrkjubændum tjónið eftir
að gerð yrði skýrsla um ástandið sem
svo yrði lögð fyrir stjórnvöld.
Margir bændur telja að hægt sé að
bæta tapið með útflutningi á mangói
til erlendra landa með flugi, en aðrir
telja að þar sem um ræðir varla 30%
af heildarframleiðslunni standi
það vart undir sér.
/SP
Jarðfræðingum og vísinda-
mönnum fornleifa og stein-
gervinga hefur löngum þótt
forvitnilegur lífsferill risaeðlanna,
allt frá fæðingu til dauða.
Matarsmekkur, hegðun og
jafnvel sjúkdómar. Nú þegar hafa
rannsóknir sýnt að þær hafi meðal
annars bæði þjáðst af slitgigt og
krabbameini – en nýlega, samkvæmt
vefsíðu New Scientist, fundust
vísbendingar um dýr sem þjáðist
af öndunarfærasýkingu. Voru bein
einnar risaeðlu athuguð sérstaklega
og leiddi sú rannsókn í ljós að hún
hefði þjáðst af afar slæmum hósta
sem var greinanlegur í beinunum.
Samkvæmt vísindamönnum
hefði hún einnig haft hita og dáið
ótímabærum dauða. Í raun er þetta afar
áhugaverð uppgötvun, bæði vegna
þess að hægt er að greina sýkingu í
150 milljón ára gömlum beinum og
líka það að risaeðlur þjáðust af kvefi
og öndunarfærapestum.
Risaeðlan, sem um ræðir, gengur
undir nafninu Dolly og hefur verið
rannsóknarefni vísindamanna
síðan hún fannst árið 1990 í
Montana. Um ræðir plöntuætu
með fræðinafnið Diplodocus
(Freyseðla eða Þórseðlubróðir) sem
er auðkennanlegt vegna langs háls
síns og stærðar. Þetta dýr var ungt,
tæpir tuttugu metrar, en þessi tegund
getur orðið allt að 30 metra löng, lifað
í 30 ár og vegið allt að 20 tonn.
Eftir sneiðmyndatökur á sér
kennilegum beinvexti í hálsi risa
eðlunnar kom í ljós að hann hefði
myndast vegna slæmrar sýkingar
í hálsi og talið er að Dolly hafi þjáðst
af hálsbólgu og öndunarfærasýkingu
vegna myglusveppsins víðfræga
Aspergillus flavus.
Þess má geta að áðurnefndur
öndunarfærasjúkdómur getur m.a.
reynst fólki banvænn ef meðferð
í formi sýklalyfja er ekki notuð.
Líklegt er að Dolly, sem lést um 15
ára aldur, hefði haft einkenni svipuð
og við lesendur þekkjum þegar við
höfum kvef, flensu eða lungnabólgu:
hnerra, hósta, nefrennsli og hita.
Til viðbótar við öndunarfæra
sjúkdóminn má finna ýmislegt
fróðlegt í skýrslu Umhverfis
stofnunar undir yfirskriftinni
„Inniloft, raki og mygla í híbýlum“ .
Þar kemur fram að rannsóknir
bendi til þess að myglueitur í
nægjanlega miklu magni geti haft
áhrif á dýr og menn og að sum
myglueitur geti verið hugsanlegir
krabbameinsvaldar, t.d. aflatoxin sem
áðurnefndur Aspergillus flavus og
svo Aspergillus parasiticus mynda.
Það er því best að hafa varann á
er kemur að sveppamyndun og
myglu, hvort sem er í húsakynnum
eða öðrum vistarverum – en þó getur
myglueitur fundist í litlu magni í
innilofti án þess að það hafi neikvæð
áhrif á íbúa. /SP
Rannsókn steingervinga:
Risaeðla með hósta
Dýravernd og landbúnaður:
Streymi frá dönsku
kjúklingabúi sló í gegn
– Deilt um notkun á erfðabreyttu tegundinni Ross 308
Í ársbyrjun hétu alþjóðleg
dýraverndarsamtök milljónum
króna þeim dönsku kjúklinga-
bændum sem tilbúnir væru
að opna starfsstöðvar sínar og
veita samtökunum innsýn inn í
framleiðslu á kjúklingum. Þegar
bóndi svaraði kallinu, og gott
betur, fékk hún varla krónu fyrir.
Dýravelferð og búfjárhald eru
samofin fyrirbæri. Á meðan bændur
eiga að róa að því öllum árum að
hlúa sem best að dýrum sínum veita
dýraverndarsamtök þeim aðhald í
þeim efnum.
Dýraverndarsamtök hafa barist
gegn notkun á tegundinni Ross 308 í
kjúklingaframleiðslu. Tegundin, sem
hefur fengið viðurnefnið Franken
kjúklingurinn (e. Frankenchicken),
er erfðabreytt tegund sem hefur
verið ræktuð þannig að fuglinn
þarfnist styttri tíma til að ná fullum
vexti fyrir slátrun. Ross 308 er
í reynd ein farsælasta vara í sögu
ræktunarfyrirtækisins Aviagen
sem auglýsir hana sem hagstæða
vöru fyrir bændur, afkastamikla
tegund með frábærum vaxtarhraða
og framúrskarandi einsleitni.
Tegundin er ein ástæða þess að verð á
kjúklingakjöti hefur hríðfallið, enda
hefur framleiðslukostnaður minnkað
og framboð aukist verulega.
Ádeila dýraverndarsamtaka á
framleiðslu Ross 308 snýr að þeim
áhrifum sem óeðlilegur vöxtur
fuglanna gæti haft á þá og velferð
þeirra sé því virt að vettugi.
Sólveig sýndi starfsemina
Átak dýraverndarsamtakanna Anima
í Danmörku var að þrýsta á gagnsæi
í framleiðslu á kjúklingum og bauð
því þeim bændum sem tilbúnir væru
til að gefa samtökunum aðgang
að búum sínum, til að taka myndir
og afla gagna, 500.000 danskar
krónur, sem jafngildir rúmum níu
milljónum króna.
Sólveig nokkur kjúklingabóndi
á búinu Nørmarks gård í Vestur
Jótlandi ákvað að svara kallinu.
Í samstarfi við danska
landbúnaðar og matvælaráðið
bauð hún upp á lifandi streymi frá
starfseminni stanslaust í 35 daga,
nánar tiltekið frá 8. febrúar til 14.
mars sl., eða sem nemur vaxtartíma
kjúklinga inni á búinu og þar til þeir
eru fjarlægðir til slátrunar.
Í gegnum vefsíðuna kyllingestald.
dk, á Youtube og Facebook var hægt
að fylgjast með lífi um 32.000
kjúklinga af gerðinni Ross 308 sem
uxu og döfnuðu í beinni útsendingu,
ásamt því að sækja gögn um hitastig,
fóðrun og vatnsnotkun og fleira á
hverri stundu.
Með því vildu Sólveig og dönsku
landbúnaðar og matvælasamtökin
gefa innsýn og auka þekkingu á
danskri kjúklingaframleiðslu sem
þau sögðu að leggi megináherslu
á dýravelferð, matvælaöryggi og
lágt kolefnisspor.
„Markmiðið er að
sýna af eins mikilli
hreinskilni og
hægt er raunsæjar
aðstæður
í fuglahúsi svo
Danir geti fengið
raunverulega mynd
af dönsku kjúklinga
framleiðslunni.
Við viljum að
umræðan um
danska kjúklinga
framleiðslu fari fram á upplýstum
grunni,“ segir á vefsíðu verkefnisins.
Leita nú til Norðmanna
Streymið sló í gegn en yfir
18.000 gestir sóttu búið heim,
rafrænt, meðan á útsendingu stóð.
Útsendingin náði til yfir 800.000
notenda og tæp 3 milljónir notenda
samfélagsmiðla litu inn með slíkum
leiðum. Virkir í athugasemdum
urðu um 1.600 talsins og þó
einhverjir væru neikvæðir
í garð framleiðslunnar var
yfirgnæfandi meirihluti
þakklátur fyrir innsýnina.
Eftir uppátækið hafði Sólveig
samband við dýraverndar
samtökin Anima til að
kalla inn þá fjármuni
sem samtökin höfðu
heitið. Varð þá lítið
um svör.
Fyrir stuttu barst
ákall frá Anima á norskri
grund þar sem þau heita á
þarlenda kjúklingabændur
að opna stöðvar sínar. Þeir
lofa þeim fjármunum
fyrir. /ghp
Ádeila dýraverndarsamtaka á framleiðslu Ross 308 snýr meðal annars að
þeim áhrifum sem óeðlilegur vöxtur fuglanna gæti haft á þá.
UTAN ÚR HEIMI
Náttúruhamfarir í kjölfar hlýnandi veðurs:
Brestur í mangóuppskeru Norður-Indlands
Mangómaðkur, einn þeirra illvígu
rauðleitu kálorma sem eiga stóran hlut
í uppskerubresti Norður-Indlands.