Bændablaðið - 23.06.2022, Blaðsíða 13

Bændablaðið - 23.06.2022, Blaðsíða 13
Ljósgjafinn og Reykjafell hafa tekið höndum saman um að þjónusta bændur við að nútímavæða lýsingu í fjósum til að auka nyt kúa og bæta líðan þeirra og heilsu. Rannsóknir sýna að rétt dag- og næturlýsing eykur nyt umtalsvert. Rétt lýsing skiptir verulega miklu máli varðandi nyt hjá kúm. Sólarljós eykur framleiðslu á D-vítamíni og skiptir líka máli varðandi framleiðslu á melatóníni, en styrkjur þess í blóði hefur mikil áhrif á frjósemi, atferli og vöxt hára. Með notendavænu skjákerfi er á auðveldan hátt hægt að stilla lýsinguna í fjósinu fyrir hina ýmsu hópa. Þannig má auka vellíðan kúnna bæði á geldskeiði og á mjólkurskeiði. Mjólkurkýr eru þannig með eina sólarhringsstillingu og geldkýr með aðra. Hægt er að f lýta eða seinka sólarhringnum, allt eftir hvað hentar hverjum bónda best. Náttúruleg birta er langt í frá alltaf eins og það er, því í raun hvorki mönnum eða dýrum eðlislægt að fara snögglega úr engri birtu í fulla og kalda birtu. Venjulegur sólríkur sumardagur víðast hvar á jörðinni byrjar frá nóttu til dagsbirtu á um einni klst. og er fyrst í mjúkri birtu. Þegar kemur fram undir hádegi er birtan orðin mun kaldari, en mýkist svo aftur keyrir niður við sólarlag. Með skjákerfinu og dagbirtustillanlegum og dimmanlegum lömpum getum við búið til svona dægursvei f lur fyrir kýr. Dæmi um stillingu fyrir mjólkurkýr: Það byrjar að birta af degi kl. 5:00 og fyrst er litur birtunnar hlýr og ljósmagnið keyrir upp í fullan styrk á einni klst. Litur lýsingarinnar kólnar svo eftir því sem líður á morguninn og er kominn í kalda birtu um kl. 11:00 og helst þannig til kl. 14:00. Eftir það fer lýsingin að mýkjast hægt og rólega aftur til kl. 20:00, en þá fer ljósstyrkur að dimmast niður á einni klst. og kl. 21:00 tekur við dauf næturlýsing til næsta morguns. Tilraunir með lýsingu sem gerðar hafa verið erlendis sýna að með réttu fyrirkomulagi má auka mikið nyt kúnna. Þessum tilraunum er það sammerkt að hæstri nyt skila mjólkurkýr við daglýsingu í 16-18 klst. og næturlýsingu í 6-8 klst. Dagsnytin getur aukist um 8-10% (2-3) kg á dag óháð því hver nytin er fyrir. Næturlýsing þarf að vera í a.m.k. 6 klst. svo að þessi áhrif náist fram. Mælt er með daglýsingu sem hér segir: · Mjólkurkýr, 16 klst. · Geldkýr, 8 klst. · Kvígur í uppeldi, 12-16 klst. Tillaga að styrk lýsingar í fjósum, lux: · Mjaltagryfja, mjólkurhús, meðhöndlunarstíur, 150-200 lux · Fóðurgangar, 150 lux. · Legusvæði, básar, biðpláss, 100-150 lux · Næturlýsing, 2-4 lux Sérfræðingar Ljósgjafans sjá um áætlanagerð og uppsetningu. Sendið fyrirspurnir á ljósgjafinn@ljósgjafinn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.