Bændablaðið - 23.06.2022, Blaðsíða 53

Bændablaðið - 23.06.2022, Blaðsíða 53
53Bændablaðið | Fimmtudagur 23. júní 2022 | S t r ú k t ú r e h f | w w w . s t r u k t u r . i s | s t r u k t u r @ s t r u k t u r . i s | | B æ j a r f l ö t 9 | 1 1 2 R e y k j a v í k | S í m i : 5 8 8 6 6 4 0 | Límtré-Timbureiningar Stálgrind Yleiningar PIR Steinull Vetrarsól er umboðsaðili Sláttuvélar & sláttuorf Snjóblásarar Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Gulltryggð gæði 40 ár á Íslandi Sláttutraktorar Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Allar almennar bílaviðgerðir Vígslubiskup í Hólastifti: Kosningar nálgast Hver kannast ekki við þá unaðstilfinningu þegar póst­ kassinn er opnaður og mitt á meðal gluggabréfanna blasir Bændablaðið við? Jú, þetta verður góður dagur. Eftir hádegismatinn verður hellt upp á gott kaffi og síðan rennt í fyrstu ferð í gegnum blaðið. Oft byrjað aftan frá, því þar eru auglýsingarnar. Það vantar jú alltaf eitthvað í sveitina. Í næstu umferð eru föstu liðirnir teknir fyrir eins og bíladómarnir. Alltaf er ég jafn hissa á því að umboðin láti vanbúna bíla í hendur Hjartar L. Jónssonar hjá Bændablaðinu til prufuaksturs. Þá á ég við bíla sem engin alvöru varadekk fylgja, eða kveikja þarf sérstaklega á afturljósunum, dekkin á of stórum felgum eða hávæðamælingin yfir 70 db. Engum sem les Bændablaðið dettur í hug að kaupa slíka bíla. Greinar Vilmundar Hansen um ýmsar nytjajurtir og plöntur svo og fljótandi efni eins og romm, hunang og edik, svo eitthvað sé nefnt, eru einnig fastir lestrarliðir. Þar er stórmerk sagan gjarnan rakin allt aftur til Forngrikkja og Rómverja og ef getið er um umfjöllunarefnið í Biblíunni þá fylgir það einnig með. Flestir lesa einnig þáttinn Líf og lyst – Bærinn okkar. Þar er fjölskylda sem býr í sveit kynnt og svarar nokkrum stöðluðum spurningum. Einnig fylgir gjarnan með mynd af bænum og fjölskyldunni. Ég hef tekið eftir því að fjölskyldumyndin er oft tekin í sóknarkirkjunni, þar sem fjölskyldan hefur safnast saman við gleðilega og hátíðlega athöfn, svo sem skírn eða fermingu. Þetta finnst mér eftirtektarvert. Þó að ég nefni þetta hér er ég þó ekki að alhæfa neitt í þessu sambandi. Bendi aðeins á það að ég hef tekið eftir þessu. Margir tala um það að vægi kirkjunnar fari sífellt minnkandi í nútímaþjóðfélagi. Reyndar hefur verið talað um það í marga áratugi. En er það svo í raun og veru? Er ekki kirkjan enn mikilvæg í hverju samfélagi? Ég er ekki í nokkrum vafa um að svo sé. Það þekkjum við ekki hvað síst á landsbyggðinni. Orðið kirkja er bæði notað um söfnuðinn, þ.e. fólkið sem tilheyrir kirkjunni svo og um húsið sem þessi söfnuður á og safnast saman í, á stundum gleði og sorgar. Oft eru þessi hús gömul, ekki síst í sveitum landsins og mörg friðuð samkvæmt lögum, enda menningarverðmæti. Ábyrgð á varðveislu þeirra er á höndum safnaðanna og fólksins sem valið er í sóknarnefndir. Störfin eru unnin í sjálfboðavinnu, bæði þau er varða eftirlit með viðhaldi húsanna svo og þau er snerta beint hið innra safnaðarstarf. Fólk hefur metnað til þess að hugsa vel um kirkju sína og safnaðarstarfið, hvort sem er í bæ eða sveit. Það er mín reynsla. Dagana 19.–24. maí fór fram tilnefning til kosningu vígslubiskups í Hólastifti. Ég er þakklátur fyrir að hafa hlotið þar flestar tilnefningar og tek því þátt í kjörinu, sem brátt fer í hönd, dagana 23.–28. júní nk. Þau sem kosningarétt hafa eru aðal- og varamenn í sóknarnefndum Hólastiftis auk kjörmanna presta- kalla sem sóknarnefndarfólk hefur valið. Einnig vígðir þjónar Hólastiftis og nokkrir aðrir, svo sem kirkjuþingsfólk. Nú er það í höndum kjörmanna að ákveða hver verður næsti vígslubiskup Hólastiftis. Ég býð fram krafta mína. Góðar stundir og Guð blessi þig, kæri lesandi. Gísli Gunnarsson, sóknarprestur í Glaumbæ í Skagafirði. Gísli Gunnarsson. KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is RANDEX - VAGNAR AF VÖNDUÐUSTU GERÐ Gerðu kröfur - hafðu samband við Snorra Árnason í síma 590 5130 og kynntu þér þína möguleika • Við bjóðum margar stærðir og útfærslur af RANDEX vögnum • Hardox 450 stál með allt að 80% meiri endingu • Hagstætt verð Smáauglýsingar 56-30-300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.