Bændablaðið - 23.06.2022, Blaðsíða 44

Bændablaðið - 23.06.2022, Blaðsíða 44
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. júní 2022 Heilnæm nýting náttúruafurða landsins okkar hefur gjarnan verið í umræðunni, bæði er kemur að beinni ræktun, en einnig í formi þeirra auðlinda sem eru sjálfsprottnar og skiptast m.a. í fræplöntur, byrkninga, mosa, fléttur, sveppi og þörunga, en um þá síðastnefndu verður fjallað lítillega hér á eftir. Undir samheitinu þörungar eru þær plöntur sem lifa helst í vatni, í sjó eða öðru votlendi. Þörungar hafa löngum verið nýttir til manneldis á Íslandi, þá helst söl, brúnþörungar á borð við marinkjarna auk hrossa og beltisþara ef marka má upplýsingar frá árum áður. Í dag hafa líftæknifræðingar gert ýmsar jákvæðar rannsóknir sem benda til þess að þörungar innihaldi afar mikið af lífríkum efnum sem hafa jákvæð áhrif á mannslíkamann, þá helst öflugum andoxunarefnum sem geta haft áhrif á krabbamein, minnkað bólgur, sykursýki og lækkað blóðþrýsting svo eitthvað sé nefnt. Þeir eru einnig auðugir af vítamínum á borð við kalk, magnesíum, natríum og sérstaklega af joði. Þegar vel er að gáð Joð er reyndar afar mikilvægt næringarefni sem einnig stuðlar að vexti og þroska, vexti og starfsemi taugakerfis og vöðva og hefur áhrif á efnaskipti líkamans, vefi og liði. Ójafnvægi á joði getur valdið röskun á starfsemi skjaldkirtilsins og getur valdið afar mörgum heilsufarsvandamálum, en hann er lítill, í raun fiðrildalaga, kirtill framan á neðanverðum hálsi. En þá er nú svo áhugavert að við Íslandsstrendur leynast þeir þörungar sem innihalda afar mikið joð og á vefsíðu Matarauðs Íslands má finna allskemmtilegt þörungakort þar sem hægt er að leita að hinum ýmsu tegundum matþörunga með því að haka við það sem manni hugnast. Samkvæmt þeirri síðu má hérlendis helst finna beltisþara, dvergþang, hrossaþara, marin- kjarna, purpurahimnu, fjörugrös, söl og þangskegg. Magn joðs í nærumhverfinu Í rannsókn sem gerð var af stofnuninni Food & Nutrition Research (FNR) var meðal annars greint frá magni joðs í þörungum og birtu þeir er að rannsókninni stóðu myndræna skýringu á því eins og sést hér að ofan. FNR stendur annars fyrir veftímariti sem gegnir hlutverks mikilvægs vettvangs fyrir vísinda- menn þar sem þeir geta skipst á nýjustu niðurstöðum rannsókna á næringu manna í heild og matartengdri næringu sérstaklega. (Fyrir áhugasama: www. foodand nutritionresearch.net) Áhugavert er gífurlegt magn joðs í hrossaþara (Laminaria digitata) og beltisþara (L. saccharina e. sugar kelp) en þeir falla báðir undir brúnþörunga. Hrossaþara má m.a. finna við strendur Íslands, á grjót- eða klapparbotni þar sem skjólsælt er. Hann vex allt niður á 20 m dýpi auk þess að geta myndað þaraskóg neðansjávar. Beltisþarann má einnig finna í fjörum víða hérlendis, en hann vex á malarbotni, niður á allt að tæplega 30 metra dýpi. Báðar tegundir vaxa neðst í fjörum og því best að nálgast á háfjöru og stórstraumsfjöru. Þarafóður og hreinsandi smyrsl Á vefsíðunni Fjaran og hafið má sjá að mælt er með hæfilegu magni af þara í fóðri, en hann mun hafa áhrif á vöxt húsdýra, nyt í kúm og eggjavarp hænsna. Þessar upplýsingar má líka finna í fyrsta tölublaði Búnaðarritsins árið 1936, en þar er mælst til þess að gefa húsdýrum þarafóður. „... þá fá dýrin joð, sem er afar nauðsynlegt, sé það hæfilega mikið, og er mjólk úr kúm sem gefinn er þari, álitin mjög holl. Einnig er það talið mjög gott að hænsni fái þara, til þess að eggin fái því meira joðinnihald, og segja ýmsir fræðimenn þetta vera þá réttu leið, til að bæta úr þörf þeirri, er menn hafa fyrir joðefni.“ Auk þeirra ágætu eiginleika sem joð hefur á líkamann innbyrðis – sé þess neytt í hófi – hefur það í gegnum tíðina þjónað hlutverki sótthreinsandi og líknandi áburðar. Í tölublaði Ægis árið 1920 er joð mært sem sótthreinsandi efni. „Joðáburður er öflugt sótt- kveikjueitur og kemur því að góðu gagni við sáragræðslu.“ Að sama skapi birtist í „Ráðabálki“ Heimilisblaðsins 1924 að gott sé að bera joð á tannhold ef um veika tönn sé að ræða. Læknablaðið, gefið út af Læknafjelagi Reykjavíkur árið 1926, kemur þó fram að við sótthreinsun fyrir botnlanga- uppskurð á mjög ungum börnum skuli joð ekki notað, heldur frekar alkóhól, vegna hættu á ofnæmi. „Við ungbörn notar höf. ether og alcohol., en ekki joð til hreinsunar hörundsins á undan skurði, vegna hættu á joð-eczema.“ NYTJAR LANDSINS Undraefni þörunganna: Náttúruauðlindir við Íslandsstrendur Sigrún Pétursdóttir sigrunpeturs@bondi.is Beltisþari í allri sinni dýrð. Mynd / Wikipedia-Baralloco Skjaldkirtilseinkenni sem líta skal eftir Ofvirkur skjaldkirtill • Þreyta og úthaldsleysi eða mæði. • Kvíði, pirringur – fólk er oft uppstökkt. • Hitaóþol, fólk svitnar oft mikið og klæðir sig lítið miðað við aðra og árstíma. • Skjálfti • Þyngdartap þrátt fyrir mjög góða matarlyst • Hjartsláttarköst • Niðurgangur • Vöðvaslappleiki, þreyta • Útbrot • Bólga á hálsi • Þurr augu sem jafnvel geta á stundum orðið útstæð (exophthalmos). Vanvirkur skjaldkirtill • Þreyta • Kuldatilfinning • Hægðatregða • Bjúgur, meðal annars í andliti • Þyngdaraukning • Þurr húð • Hæsi • Minnisskerðing • Hægur hjartsláttur. • Hjá konum á barneignaaldri eru miklar tíðablæðingar og skert frjósemi algeng. Vanvirkur skjaldkirtill er oftar en ekki einkennalaus og mun algengari í konum en körlum. Oft er um sjálfsofnæmis- bólgu að ræða. J oð in ni ha ld (μ g/ g) H rossaþari Beltisþari Kom bu Þangskegg M ix M arinkjarni Sea oak Sagþang W akam e Bóluþang Söl Sea spaghetti N ori Fjörugrös Rannsókn FNR leiddi í ljós mikið joðmagn í þörungum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.